Anníe Mist: Svo oft sem eitthvað gott kemur út úr baksinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það best sjálf að það koma erfiðir dagar inn á milli. Instagram/@anniethorisdottir Haltu áfram og ekki gefast upp. Anníe Mist Þórisdóttir sendi fylgjendum sínum hvatningarorð og það voru örugglega einhverjir af þeim tæplega tveimur milljónum sem þurftu að heyra það í dag. Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það vel að sigrast á mótlæti og komast í gegnum erfiða tíma. Hún vildi stappa stálinu í sína fylgjendur í nýjast pistli sínum um að halda áfram þótt á móti blási. Anníe Mist hefur meðal annars komist í gegnum erfið meiðsli á sínum ferli og á að baki yfir tíu ár í einni mest krefjandi íþrótt sem er í boði. Þessa dagana er hún að koma til baka eftir barnsburð og það hefur reynt á þrautseigju okkar konu. Anníe getur því vel sett sig í spor þeirra sem lenda í mótlæti og eru á þeim tímapunkti þegar auðvelda leiðin er að gefast upp og hætta. Anníe Mist vill passa upp á það að sú hugsun hafi ekki betur hjá sínum fylgjendum. „Ég er ekki viss hver það er sem þarf að heyra þetta akkúrat núna en ef þú ert að fara í gegnum einhverja erfiðleika, haltu þá áfram,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í nýjasta pistli sínum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Lífið færir okkur áskoranir til að prófa okkur en ég trúi því innilega að þú vaxir við það að komast í gegnum slíkar áskoranir. Það lítur kannski ekki út fyrir það á þeirri stundu en það er svo oft sem eitthvað gott kemur út úr baksinu,“ skrifaði Anníe Mist. „Sem dæmi er það þegar ég hef verið að glíma við meiðsli á mínum ferli. Þá hef ég lært svo miklu meira um líkamann minn sem hefur um leið hjálpað mér að þróa réttari hugsun, betri tækni og að komast að lokum í betra form,“ skrifaði Anníe Mist. „Eins og er þá er ég að byggja upp formið mitt eftir að hafa eignast mína fallegu dóttur. Stundum er það erfitt, virkilega erfitt. Ég er manneskja en það sem er mikilvægast er að halda alltaf áfram,“ skrifaði Anníe Mist en það má pistil hennar hérna fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það vel að sigrast á mótlæti og komast í gegnum erfiða tíma. Hún vildi stappa stálinu í sína fylgjendur í nýjast pistli sínum um að halda áfram þótt á móti blási. Anníe Mist hefur meðal annars komist í gegnum erfið meiðsli á sínum ferli og á að baki yfir tíu ár í einni mest krefjandi íþrótt sem er í boði. Þessa dagana er hún að koma til baka eftir barnsburð og það hefur reynt á þrautseigju okkar konu. Anníe getur því vel sett sig í spor þeirra sem lenda í mótlæti og eru á þeim tímapunkti þegar auðvelda leiðin er að gefast upp og hætta. Anníe Mist vill passa upp á það að sú hugsun hafi ekki betur hjá sínum fylgjendum. „Ég er ekki viss hver það er sem þarf að heyra þetta akkúrat núna en ef þú ert að fara í gegnum einhverja erfiðleika, haltu þá áfram,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í nýjasta pistli sínum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Lífið færir okkur áskoranir til að prófa okkur en ég trúi því innilega að þú vaxir við það að komast í gegnum slíkar áskoranir. Það lítur kannski ekki út fyrir það á þeirri stundu en það er svo oft sem eitthvað gott kemur út úr baksinu,“ skrifaði Anníe Mist. „Sem dæmi er það þegar ég hef verið að glíma við meiðsli á mínum ferli. Þá hef ég lært svo miklu meira um líkamann minn sem hefur um leið hjálpað mér að þróa réttari hugsun, betri tækni og að komast að lokum í betra form,“ skrifaði Anníe Mist. „Eins og er þá er ég að byggja upp formið mitt eftir að hafa eignast mína fallegu dóttur. Stundum er það erfitt, virkilega erfitt. Ég er manneskja en það sem er mikilvægast er að halda alltaf áfram,“ skrifaði Anníe Mist en það má pistil hennar hérna fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi Sjá meira