Missti meðvitund í hálftíma eftir höfuðhögg á fótboltavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 10:31 Victor Osimhen sést hér borinn meðvitundarlaus af velli. EPA-EFE/PAOLO MAGNI Nígeríumaðurinn Victor Osimhen hefur ekki haft heppnina með sér að undanförnu. Hann meiddist á öxl, fékk kórónuveiruna og rotaðist síðan í leik. Osimhen var fluttur beint á sjúkrahús eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik Atalanta og Napoli í ítalska fótboltanum á sunnudaginn. Osimhen var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær en hafði þá eytt sólarhring á sjúkrahúsi í Bergamo. Atalanta vann leikinn 4-2 en undir lok hans þá lentu þeir Victor Osimhen og Cristian Romero í óhugnanlegu samstuði. Osimhen lá eftir og var á endanum borinn af velli og síðan keyrður beint upp á sjúkrahús. Napoli star Victor Osimhen to remain in hospital after being knocked UNCONSCIOUS during defeat to Atalanta https://t.co/4ImhaBxglT— MailOnline Sport (@MailSport) February 22, 2021 Victor Osimhen er 22 ára gamall og landsliðsmaður Nígeríu. Hann hefur skorað 2 mörk í 10 leikjum í ítölsku deildinni á leiktíðinni. ESPN hafði það eftir manni nákomnum Osimhen að leikmaðurinn hafi verið í sjokki þegar hann horfði aftur á atvikið. „Hann trúði þessu ekki þegar þau sýndu honum upptöku af atvikinu. Honum leið eins og að heilinn sinn hafi verið endurræstur,“ sagði heimildarmaður ESPN. Margir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Victor Osimhen hafi náð aftur meðvitund í sjúkrabílnum en heimildarmaður ESPN segir það ekki vera alveg rétt. „Hann sagði að hann hafi misst meðvitund í um þrjátíu mínútur. Það var ekki fyrr en þau komu upp á sjúkrahús sem hann áttaði sig á því hvað var að gerast í kringum hann. Það var þá sem þau sýndu honum upptökuna af atvikinu,“ sagði heimildarmaður ESPN. Napoli's Osimhen 'lost consciousness for 30 mins' https://t.co/jaobZsnyIY— Red Bun Football (@RBFutbolTweets) February 23, 2021 Þrátt fyrir allt þetta þá segir umræddur heimildarmaður ESPN að leikmaðurinn hafi fengið grænt ljós frá læknum sínum um að hann megi spila næsta leik Napoli sem er á móti Granada í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Það hefur gengið á ýmsu hjá Osimhen að undanförnu. Hann er enn að ná sér að fullu eftir axlarmeiðsli og fékk kórónuveiruna þegar hann fór heim til Nígeríu í jólafrí. Osimhen er annar Nígeríumaðurinn sem hnígur niður eftir að hafa fengið höfuðhögg. Á síðasta tímabili missti Taiwo Awoniyi einnig meðvitund eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með Mainz 05. Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Osimhen var fluttur beint á sjúkrahús eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik Atalanta og Napoli í ítalska fótboltanum á sunnudaginn. Osimhen var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær en hafði þá eytt sólarhring á sjúkrahúsi í Bergamo. Atalanta vann leikinn 4-2 en undir lok hans þá lentu þeir Victor Osimhen og Cristian Romero í óhugnanlegu samstuði. Osimhen lá eftir og var á endanum borinn af velli og síðan keyrður beint upp á sjúkrahús. Napoli star Victor Osimhen to remain in hospital after being knocked UNCONSCIOUS during defeat to Atalanta https://t.co/4ImhaBxglT— MailOnline Sport (@MailSport) February 22, 2021 Victor Osimhen er 22 ára gamall og landsliðsmaður Nígeríu. Hann hefur skorað 2 mörk í 10 leikjum í ítölsku deildinni á leiktíðinni. ESPN hafði það eftir manni nákomnum Osimhen að leikmaðurinn hafi verið í sjokki þegar hann horfði aftur á atvikið. „Hann trúði þessu ekki þegar þau sýndu honum upptöku af atvikinu. Honum leið eins og að heilinn sinn hafi verið endurræstur,“ sagði heimildarmaður ESPN. Margir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Victor Osimhen hafi náð aftur meðvitund í sjúkrabílnum en heimildarmaður ESPN segir það ekki vera alveg rétt. „Hann sagði að hann hafi misst meðvitund í um þrjátíu mínútur. Það var ekki fyrr en þau komu upp á sjúkrahús sem hann áttaði sig á því hvað var að gerast í kringum hann. Það var þá sem þau sýndu honum upptökuna af atvikinu,“ sagði heimildarmaður ESPN. Napoli's Osimhen 'lost consciousness for 30 mins' https://t.co/jaobZsnyIY— Red Bun Football (@RBFutbolTweets) February 23, 2021 Þrátt fyrir allt þetta þá segir umræddur heimildarmaður ESPN að leikmaðurinn hafi fengið grænt ljós frá læknum sínum um að hann megi spila næsta leik Napoli sem er á móti Granada í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Það hefur gengið á ýmsu hjá Osimhen að undanförnu. Hann er enn að ná sér að fullu eftir axlarmeiðsli og fékk kórónuveiruna þegar hann fór heim til Nígeríu í jólafrí. Osimhen er annar Nígeríumaðurinn sem hnígur niður eftir að hafa fengið höfuðhögg. Á síðasta tímabili missti Taiwo Awoniyi einnig meðvitund eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með Mainz 05.
Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira