„Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2021 11:30 Geir Guðmundsson var fluttur á sjúkrahús á meðan leik ÍR og Hauka stóð. stöð 2 sport Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. Um miðjan fyrri hálfleik fór Eyþór í andlitið á Geir sem lá óvígur eftir og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Í viðtali við Vísi eftir leikinn sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, að Geir hefði fengið heilahristing og brotið tönn. Haukar unnu leikinn, 26-29. „Þetta er rosalega rautt spjald,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson um brot Eyþórs í Seinni bylgjunni í gær. „Fyrsta spurning: til hvers? Hvað er hann að gera með þessu? Þetta er rosalegt högg. Eyþór er rosalegur skrokkur. Þetta er verra en ég sá í leiknum. Þetta er bara mjög vont brot. Með Eyþór, ég held þetta sé eðal drengur og held að þetta sé ekkert viljandi, en þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem hann brýtur svona af sér. Hann hefur verið inn og út úr boltanum, ég held hann sé bara hægur eða klaufi og þannig menn eru oft á tíðum hættulegir,“ sagði Jóhann Gunnar og rifjaði upp þegar hann lék í utandeildinni með mönnum sem voru í misgóðri æfingu. Jóhann Gunnar segist skilja gremju Hauka. „Ég skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti. Þetta var svo tilgangslaust brot.“ Klippa: Seinni bylgjan - Meiðsli Geirs Ásgeir Örn Hallgrímsson skilur ekki af hverju dómarar leiksins í Austurberginu lyftu ekki rauða spjaldinu eftir brotið á Geir. „Ég veit ekki hvaða varnarhreyfing þetta er hjá honum. Þetta á ekkert skylt við handbolta. Ég er ekkert viss um að þetta hafi verið rosa viljandi en það er verið að bjóða upp á þetta. Svo finnst mér dómararnir gjörsamlega bregðast í sínu hlutverki. Það er verið að tala um að dæma eftir afleiðingum og eitthvað, þegar menn liggja svona eftir eru afleiðingarnar eins klárar og þær verða,“ sagði Ásgeir Örn. „Fyrir utan það eru þeir ekkert með á nótunum. Sjúkraþjálfarinn hjá Haukum þarf að öskra sig inn á völlinn. Mér fannst þeir bregðast í þessu.“ Með sigrinum í gær komust Haukar á topp Olís-deildarinnar. ÍR-ingar eru hins vegar áfram stigalausir í tólfta og neðsta sætinu. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Haukar Seinni bylgjan Tengdar fréttir Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Um miðjan fyrri hálfleik fór Eyþór í andlitið á Geir sem lá óvígur eftir og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Í viðtali við Vísi eftir leikinn sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, að Geir hefði fengið heilahristing og brotið tönn. Haukar unnu leikinn, 26-29. „Þetta er rosalega rautt spjald,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson um brot Eyþórs í Seinni bylgjunni í gær. „Fyrsta spurning: til hvers? Hvað er hann að gera með þessu? Þetta er rosalegt högg. Eyþór er rosalegur skrokkur. Þetta er verra en ég sá í leiknum. Þetta er bara mjög vont brot. Með Eyþór, ég held þetta sé eðal drengur og held að þetta sé ekkert viljandi, en þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem hann brýtur svona af sér. Hann hefur verið inn og út úr boltanum, ég held hann sé bara hægur eða klaufi og þannig menn eru oft á tíðum hættulegir,“ sagði Jóhann Gunnar og rifjaði upp þegar hann lék í utandeildinni með mönnum sem voru í misgóðri æfingu. Jóhann Gunnar segist skilja gremju Hauka. „Ég skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti. Þetta var svo tilgangslaust brot.“ Klippa: Seinni bylgjan - Meiðsli Geirs Ásgeir Örn Hallgrímsson skilur ekki af hverju dómarar leiksins í Austurberginu lyftu ekki rauða spjaldinu eftir brotið á Geir. „Ég veit ekki hvaða varnarhreyfing þetta er hjá honum. Þetta á ekkert skylt við handbolta. Ég er ekkert viss um að þetta hafi verið rosa viljandi en það er verið að bjóða upp á þetta. Svo finnst mér dómararnir gjörsamlega bregðast í sínu hlutverki. Það er verið að tala um að dæma eftir afleiðingum og eitthvað, þegar menn liggja svona eftir eru afleiðingarnar eins klárar og þær verða,“ sagði Ásgeir Örn. „Fyrir utan það eru þeir ekkert með á nótunum. Sjúkraþjálfarinn hjá Haukum þarf að öskra sig inn á völlinn. Mér fannst þeir bregðast í þessu.“ Með sigrinum í gær komust Haukar á topp Olís-deildarinnar. ÍR-ingar eru hins vegar áfram stigalausir í tólfta og neðsta sætinu. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Haukar Seinni bylgjan Tengdar fréttir Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09