Ráðherra segir NEI Guðbrandur Einarsson skrifar 23. febrúar 2021 10:31 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur glímt við verulegan vanda í áratugi. Þessi vandi er margþættur: mönnunarvandi, húsnæðisvandi, fjármögnunarvandi en einnig samskiptavandi sem oft hefur blossað upp og þá sett stofnunina í mjög erfiða stöðu. Því miður hefur ekki verið bætt úr þessu þrátt fyrir hróp úr samfélaginu, ályktanir bæjarstjórna á svæðinu eða framlagningu skýrslna sem staðfesta að verulega hefur hallað á svæðið þegar kemur að útdeilingu fjármagns til svæðisins þ.m.t. til heilbrigðisstofnanna. Jákvæðar breytingar á höfuðborgarsvæðinu Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu glímdu við svipaðan vanda á sínum tíma en breytingingar voru gerðar á rekstrarfyrirkomulagi þeirra á árinu 2017. Þá var fjármögnun kerfisins breytt og þremur einkareknum heilsugæslustöðvum veitt heimild til rekstrar. Þessar breytingar hafa gert það að verkum að mönnunarvandi er lítill ef nokkur og staða heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins önnur og betri en staða heilsugæslu á landsbyggð. Um síðustu áramót tóku síðan í gildi samskonar fjármögnunarreglur heilsugæslu á landsbyggð og hafa gilt fyrir höfðuborgarsvæðið síðan 2017. Ráðherra ræður Þrátt fyrir að nýjar reglur hafi tekið gildi á landsbyggð og þrátt fyrir að það fyrirkomulag hafi gefist vel höfuðborgarsvæðinu, ætlar heilbrigðisráðherra ekki að heimila rekstur einkarekinnar heilsugæslu á landsbyggð. Þess í stað mun hún standa í vegi fyrir uppbyggingu einkarekinnar heilsugæslu hér á Suðurnesjum þrátt fyrir beiðni þar um. Þarna gætir tvískinnungs. Ég hef vitneskju um að einkarekin heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú heilsugæslu út á landi vegna erfiðleika við að manna stöður og enginn segir neitt við því. Til hvers er verið að setja nýjar reglur ef ekki má síðan fara eftir þeim? Hvers vegna þarf að fara hægt í sakirnar á landsbyggðinni þegar fyrirkomulagið hefur verið fullreynt á höfðuðborgarsvæðinu og gefist vel þar? Einkarekstur heilsugæslu er ekki einkavæðing Við hér á Íslandi höfum verið sammála um að hafna einkavæðingu grunnþjónustu en með því að heimila einkarekstur tiltekinnar þjónustu þýðir alls ekki að verið sé að einkavæða hana. Um einkareiknar heilsugæslustöðvar gilda nákvæmlega sömu reglur og opinberar. Verðskrá er ákveðin af ríki og óheimilt er að greiða út arð til eigenda sem þurfa að vera hópur lækna en ekki einhverjir fjárfestar í bisness. Þær þúsundir sem leitað hafa til höfuðborgarsvæðisins og skráð sig á heilsugæslu þar, eru flestar skráðar á einkareknar heilsugæslustöðvar. Því fæ ég ekki skilið hvers vegna ekki má heimila einkarekna heilsugæslu á Suðurnesjum sem gæti tekið til starfa með skömmum fyrirvara og leyst þann vanda sem verið hefur til staðar um árabil. Einkareknar þjónustustofnarnir út um allt Á Íslandi hafa einkareknar þjónustustofnanir þrifist ágætlega við hlið opinberra stofnana. Við höfum ekki einu sinni verið að velta fyrir okkur rekstrarfyrirkomulagi þeirra heldur notið þjónustunnar sem hefur verið til fyrirmyndar. Við leitum t.d. eftir þjónustu hjá NFLÍ í Hveragerði eða á Reykjalundi. SÁÁ veitir gríðarlega mikilvæga heilbrigðisþjónustu og svo mætti lengi telja. Rekstrarfyrirkomulag þessara stofnana hefur ekkert truflað okkur og við lítum á þær sem hluta af okkar sterka heilbrigðiskerfi. Pólitíkin að rugla í ríminu Ég fæ ekki betur séð en að andstaðan við einkarekna heilsugæslu sé fyrst og fremst af pólitíkum toga, byggð á þeirri hugmyndafræði að grunnþjónusta skuli fyrst og síðast vera á hendi opinberra aðila. Einhverjir stjórnmálamenn virðast síðan telja það nýtast í sínum pólitíska framgangi að rugla fólk í ríminu með því að tala stöðugt um einkavæðingu þegar um er að ræða einkarekstur. Ég vil hins vegar líta á það sem skyldu mína að reyna að bæta þjónustu við íbúa burtséð frá því hvert rekstrarfyrirkomulagið er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Heilbrigðismál Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur glímt við verulegan vanda í áratugi. Þessi vandi er margþættur: mönnunarvandi, húsnæðisvandi, fjármögnunarvandi en einnig samskiptavandi sem oft hefur blossað upp og þá sett stofnunina í mjög erfiða stöðu. Því miður hefur ekki verið bætt úr þessu þrátt fyrir hróp úr samfélaginu, ályktanir bæjarstjórna á svæðinu eða framlagningu skýrslna sem staðfesta að verulega hefur hallað á svæðið þegar kemur að útdeilingu fjármagns til svæðisins þ.m.t. til heilbrigðisstofnanna. Jákvæðar breytingar á höfuðborgarsvæðinu Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu glímdu við svipaðan vanda á sínum tíma en breytingingar voru gerðar á rekstrarfyrirkomulagi þeirra á árinu 2017. Þá var fjármögnun kerfisins breytt og þremur einkareknum heilsugæslustöðvum veitt heimild til rekstrar. Þessar breytingar hafa gert það að verkum að mönnunarvandi er lítill ef nokkur og staða heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins önnur og betri en staða heilsugæslu á landsbyggð. Um síðustu áramót tóku síðan í gildi samskonar fjármögnunarreglur heilsugæslu á landsbyggð og hafa gilt fyrir höfðuborgarsvæðið síðan 2017. Ráðherra ræður Þrátt fyrir að nýjar reglur hafi tekið gildi á landsbyggð og þrátt fyrir að það fyrirkomulag hafi gefist vel höfuðborgarsvæðinu, ætlar heilbrigðisráðherra ekki að heimila rekstur einkarekinnar heilsugæslu á landsbyggð. Þess í stað mun hún standa í vegi fyrir uppbyggingu einkarekinnar heilsugæslu hér á Suðurnesjum þrátt fyrir beiðni þar um. Þarna gætir tvískinnungs. Ég hef vitneskju um að einkarekin heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú heilsugæslu út á landi vegna erfiðleika við að manna stöður og enginn segir neitt við því. Til hvers er verið að setja nýjar reglur ef ekki má síðan fara eftir þeim? Hvers vegna þarf að fara hægt í sakirnar á landsbyggðinni þegar fyrirkomulagið hefur verið fullreynt á höfðuðborgarsvæðinu og gefist vel þar? Einkarekstur heilsugæslu er ekki einkavæðing Við hér á Íslandi höfum verið sammála um að hafna einkavæðingu grunnþjónustu en með því að heimila einkarekstur tiltekinnar þjónustu þýðir alls ekki að verið sé að einkavæða hana. Um einkareiknar heilsugæslustöðvar gilda nákvæmlega sömu reglur og opinberar. Verðskrá er ákveðin af ríki og óheimilt er að greiða út arð til eigenda sem þurfa að vera hópur lækna en ekki einhverjir fjárfestar í bisness. Þær þúsundir sem leitað hafa til höfuðborgarsvæðisins og skráð sig á heilsugæslu þar, eru flestar skráðar á einkareknar heilsugæslustöðvar. Því fæ ég ekki skilið hvers vegna ekki má heimila einkarekna heilsugæslu á Suðurnesjum sem gæti tekið til starfa með skömmum fyrirvara og leyst þann vanda sem verið hefur til staðar um árabil. Einkareknar þjónustustofnarnir út um allt Á Íslandi hafa einkareknar þjónustustofnanir þrifist ágætlega við hlið opinberra stofnana. Við höfum ekki einu sinni verið að velta fyrir okkur rekstrarfyrirkomulagi þeirra heldur notið þjónustunnar sem hefur verið til fyrirmyndar. Við leitum t.d. eftir þjónustu hjá NFLÍ í Hveragerði eða á Reykjalundi. SÁÁ veitir gríðarlega mikilvæga heilbrigðisþjónustu og svo mætti lengi telja. Rekstrarfyrirkomulag þessara stofnana hefur ekkert truflað okkur og við lítum á þær sem hluta af okkar sterka heilbrigðiskerfi. Pólitíkin að rugla í ríminu Ég fæ ekki betur séð en að andstaðan við einkarekna heilsugæslu sé fyrst og fremst af pólitíkum toga, byggð á þeirri hugmyndafræði að grunnþjónusta skuli fyrst og síðast vera á hendi opinberra aðila. Einhverjir stjórnmálamenn virðast síðan telja það nýtast í sínum pólitíska framgangi að rugla fólk í ríminu með því að tala stöðugt um einkavæðingu þegar um er að ræða einkarekstur. Ég vil hins vegar líta á það sem skyldu mína að reyna að bæta þjónustu við íbúa burtséð frá því hvert rekstrarfyrirkomulagið er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun