Áskoranir við verðmat sprotafyrirtækja Örn Viðar Skúlason skrifar 23. febrúar 2021 13:01 Frumkvöðlar, sem eðlilega eru með hugann við uppbyggingu og þróun sprotafyrirtækis síns, hafa í auknum mæli gripið til einfaldari aðferða við verðmat á fyrirtækinu fyrir samtal sitt við fjárfesta um fjármögnun. Ein þeirra aðferða er svokölluð 4x eða 5x aðferð. Aðferðin gerir ráð fyrir að verðmæti félags eftir fjármögnun sé fjórföld eða fimmföld sú fjárhæð sem félagið nær til sín í umræddri fjármögnun. Gengið er út frá því að fjárfestar horfi almennt til þess að eignast 20 - 25% í félaginu í sérhverri fjármögnun. Það er eðlilegt, þar sem flestir fagfjárfestar skilja mikilvægi þess að frumkvöðlar haldi áfram verulegri stöðu í félaginu. Það er jú drifkraftur þeirra sem fjárfestirinn veðjar á og því má ekki taka úr sambandi fjárhagslega hvata frumkvöðlanna með því að þynna eignarhald þeirra um of með aðkomu fjárfesta. Einföld nálgun, en oft afleit útfærsla Í mörgum tilfellum er það útfærslan á þessari nálgun sem ruglar málið. Ætli frumkvöðull að leita eftir 30 m.kr. frá fjárfestum og fjárfestirinn eignast 25% í félaginu, þá er félagið þannig 120 m.kr. virði samkvæmt þessari nálgun. Ef hann leggur upp stærri áform og ákveður að sækja 100 m.kr. frá fjárfestum, þá er félagið 500 m.kr. virði eftir fjármögnun. Þetta er sama félagið, félag á hugmyndastigi, án vöru og án tekna. Hvernig gerðist þetta? Hvað ef frumkvöðlar skjóta yfir? Fjármögnun sprotafyrirtækja er eitt tímafrekasta verkefni frumkvöðla. Þegar búið er að loka einni fjármögnun þarf gjarnan að huga að þeirri næstu. Væri þá betra að sækja hærri upphæð og skapa sér svigrúm til lengri tíma svo hægt sé að einbeita sér að uppbyggingunni? Þó það gangi upp í einstaka tilfellum, getur of hátt verðmat oft orðið til þess að ekkert gengur í fjármögnun sprotafyrirtækja á frumstigi. Félagið hefur kastað frá sér tækifæri til að laða að álitlega fjárfesta þar sem þeir horfðu með öðrum hætti á verðmat fyrirtækisins og afþökkuðu aðkomu á þeim formerkjum. Það er þetta fólk sem fjárfestirinn sá fyrir sér að eiga náið samstarf við um uppbyggingu félagsins næstu 8-12 árin og þó metnaður skipti þar miklu máli, þarf raunsæi líka að vera til staðar. Það er líka svo að fjárfestar leita almennt leiða til að draga úr áhættu sinni. Hvað hefur félagið að gera með rekstrarfé til tveggja ára í bankanum þegar það er komið stutt á veg og óvissa um framgang þess er mikil? Eðlilegra er því að vænta þess að fjárfestar fjármagni félagið í áföngum, að þeir fái séð að félagið geti staðið við áformin og stóru orðin með því að ljúka einstökum áföngum í vegferðinni. Á þeim tíma kynnist fjárfestirinn félaginu og þegar það gengur eftir er fjárfestirinn gjarnan tilbúinn að fylgja fjárfestingunni eftir og bæta við hana á verðmati sem þá hefur vissulega hækkað í takt við framþróun félagsins. Hvað ef frumkvöðlar skjóta undir? En hvað ef hógværðin ræður ríkjum og frumkvöðlar semja af sér? Þeir verðmeta félagið kannski of lágt og þynnast mikið út? Eru þeir þá ekki bara farþegar í fyrirtæki sem fjárfestarnir eiga stærstan hluta í og verða nánast eins og hver annar starfsmaður? Það er auðvitað hin hlið málsins. Flestir fjárfestar sem þekkja til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum þekkja þó mikilvægi þess að tryggja fjárhagslega hagsmuni frumkvöðlanna. Þeir eru sá drifkraftur sem fjárfestarnir treysta á til tryggja góða ávöxtun við sölu félagsins síðar meir. Það að rýra fjárhagslega hagsmuni frumkvöðlanna mikið er þannig alls ekki skynsamlegt fyrir fjárfesta. Þegar við horfum til þess að frumkvöðlar veiti við hverja fjármögnun 20-25% hlut má segja að staða frumkvöðla við sölu félagsins eftir margra ára þróun og uppbyggingu þess fari annars vegar eftir þeim tíma sem það tekur að byggja það upp og hins vegar eftir því fjármagni sem þarf til uppbyggingarinnar. Almenn heilræði um verðmat og fjármögnun Það er engin ein rétt leið til að standa að verðmati og fjármögnun sprotafyrirtækja. Það fer eftir fjölmörgum þáttum og aðstæðum hvers og eins. Nokkur almenn heilræði er samt vert að hafa í huga. ·Varastu óraunhæfar hugmyndir um verðmat fyrirtækis á fyrstu stigum. ·Leggðu ríka áherslu á að tryggja nægilegt fjármagn til að stíga fyrstu skrefin í vegferðinni. ·Horfðu til skilgreindra áfanga (value triggers), til dæmis 6 – 12 mánuði fram í tímann. ·Stilltu upp grófri áætlun um áætlaða fjármögnun og vænta þynningu frumkvöðla. ·Tekjur eru einn mikilvægasti mælikvarði árangurs og staðfesting á viðskiptamódeli. ·Byggðu upp og viðhaltu góðu sambandi við líklega fjárfesta. Fjármögnun er langhlaup. Mikilvægara er að fá inn fjármagn og komast af stað með fyrirtæki og leyfa verðmæti þess að vaxa jafnt og þétt, heldur en að halda í óraunhæft verðmat og sitja jafnvel eftir með sárt ennið og ekkert fjármagn. Úr því verða engin verðmæti. Höfundur er fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og hagverkfræðingur með meistarapróf í fjármálum fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Frumkvöðlar, sem eðlilega eru með hugann við uppbyggingu og þróun sprotafyrirtækis síns, hafa í auknum mæli gripið til einfaldari aðferða við verðmat á fyrirtækinu fyrir samtal sitt við fjárfesta um fjármögnun. Ein þeirra aðferða er svokölluð 4x eða 5x aðferð. Aðferðin gerir ráð fyrir að verðmæti félags eftir fjármögnun sé fjórföld eða fimmföld sú fjárhæð sem félagið nær til sín í umræddri fjármögnun. Gengið er út frá því að fjárfestar horfi almennt til þess að eignast 20 - 25% í félaginu í sérhverri fjármögnun. Það er eðlilegt, þar sem flestir fagfjárfestar skilja mikilvægi þess að frumkvöðlar haldi áfram verulegri stöðu í félaginu. Það er jú drifkraftur þeirra sem fjárfestirinn veðjar á og því má ekki taka úr sambandi fjárhagslega hvata frumkvöðlanna með því að þynna eignarhald þeirra um of með aðkomu fjárfesta. Einföld nálgun, en oft afleit útfærsla Í mörgum tilfellum er það útfærslan á þessari nálgun sem ruglar málið. Ætli frumkvöðull að leita eftir 30 m.kr. frá fjárfestum og fjárfestirinn eignast 25% í félaginu, þá er félagið þannig 120 m.kr. virði samkvæmt þessari nálgun. Ef hann leggur upp stærri áform og ákveður að sækja 100 m.kr. frá fjárfestum, þá er félagið 500 m.kr. virði eftir fjármögnun. Þetta er sama félagið, félag á hugmyndastigi, án vöru og án tekna. Hvernig gerðist þetta? Hvað ef frumkvöðlar skjóta yfir? Fjármögnun sprotafyrirtækja er eitt tímafrekasta verkefni frumkvöðla. Þegar búið er að loka einni fjármögnun þarf gjarnan að huga að þeirri næstu. Væri þá betra að sækja hærri upphæð og skapa sér svigrúm til lengri tíma svo hægt sé að einbeita sér að uppbyggingunni? Þó það gangi upp í einstaka tilfellum, getur of hátt verðmat oft orðið til þess að ekkert gengur í fjármögnun sprotafyrirtækja á frumstigi. Félagið hefur kastað frá sér tækifæri til að laða að álitlega fjárfesta þar sem þeir horfðu með öðrum hætti á verðmat fyrirtækisins og afþökkuðu aðkomu á þeim formerkjum. Það er þetta fólk sem fjárfestirinn sá fyrir sér að eiga náið samstarf við um uppbyggingu félagsins næstu 8-12 árin og þó metnaður skipti þar miklu máli, þarf raunsæi líka að vera til staðar. Það er líka svo að fjárfestar leita almennt leiða til að draga úr áhættu sinni. Hvað hefur félagið að gera með rekstrarfé til tveggja ára í bankanum þegar það er komið stutt á veg og óvissa um framgang þess er mikil? Eðlilegra er því að vænta þess að fjárfestar fjármagni félagið í áföngum, að þeir fái séð að félagið geti staðið við áformin og stóru orðin með því að ljúka einstökum áföngum í vegferðinni. Á þeim tíma kynnist fjárfestirinn félaginu og þegar það gengur eftir er fjárfestirinn gjarnan tilbúinn að fylgja fjárfestingunni eftir og bæta við hana á verðmati sem þá hefur vissulega hækkað í takt við framþróun félagsins. Hvað ef frumkvöðlar skjóta undir? En hvað ef hógværðin ræður ríkjum og frumkvöðlar semja af sér? Þeir verðmeta félagið kannski of lágt og þynnast mikið út? Eru þeir þá ekki bara farþegar í fyrirtæki sem fjárfestarnir eiga stærstan hluta í og verða nánast eins og hver annar starfsmaður? Það er auðvitað hin hlið málsins. Flestir fjárfestar sem þekkja til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum þekkja þó mikilvægi þess að tryggja fjárhagslega hagsmuni frumkvöðlanna. Þeir eru sá drifkraftur sem fjárfestarnir treysta á til tryggja góða ávöxtun við sölu félagsins síðar meir. Það að rýra fjárhagslega hagsmuni frumkvöðlanna mikið er þannig alls ekki skynsamlegt fyrir fjárfesta. Þegar við horfum til þess að frumkvöðlar veiti við hverja fjármögnun 20-25% hlut má segja að staða frumkvöðla við sölu félagsins eftir margra ára þróun og uppbyggingu þess fari annars vegar eftir þeim tíma sem það tekur að byggja það upp og hins vegar eftir því fjármagni sem þarf til uppbyggingarinnar. Almenn heilræði um verðmat og fjármögnun Það er engin ein rétt leið til að standa að verðmati og fjármögnun sprotafyrirtækja. Það fer eftir fjölmörgum þáttum og aðstæðum hvers og eins. Nokkur almenn heilræði er samt vert að hafa í huga. ·Varastu óraunhæfar hugmyndir um verðmat fyrirtækis á fyrstu stigum. ·Leggðu ríka áherslu á að tryggja nægilegt fjármagn til að stíga fyrstu skrefin í vegferðinni. ·Horfðu til skilgreindra áfanga (value triggers), til dæmis 6 – 12 mánuði fram í tímann. ·Stilltu upp grófri áætlun um áætlaða fjármögnun og vænta þynningu frumkvöðla. ·Tekjur eru einn mikilvægasti mælikvarði árangurs og staðfesting á viðskiptamódeli. ·Byggðu upp og viðhaltu góðu sambandi við líklega fjárfesta. Fjármögnun er langhlaup. Mikilvægara er að fá inn fjármagn og komast af stað með fyrirtæki og leyfa verðmæti þess að vaxa jafnt og þétt, heldur en að halda í óraunhæft verðmat og sitja jafnvel eftir með sárt ennið og ekkert fjármagn. Úr því verða engin verðmæti. Höfundur er fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og hagverkfræðingur með meistarapróf í fjármálum fyrirtækja.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun