Íbúar fátækra ríkja í langmestri hættu vegna loftslagsbreytinga Heimsljós 23. febrúar 2021 10:55 IRIN/ Jacob Zocherman Loftslagsbreytingar hafa orðið til þess að milljónir jarðarbúa þurfa á neyðaraðstoð að halda. Íbúar lágtekjuríkja eru að minnsta kosti fjórum sinnum líklegri til þess að lenda á vergangi vegna loftslagsbreytinga en íbúar efnaðri ríkja, þrátt fyrir að bera minnstu ábyrgð á breytingum í veðurfari. Þetta staðhæfir Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA. Veðurhamfarir leiða ár hvert til þess að milljónir jarðarbúa þurfa á neyðaraðstoð að halda. Að mati Sameinuðu þjóðanna þarf að gera miklu meira til þess að sjá fyrir og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða áður en lífi milljóna manna er stefnt í hættu. Árið 2019 voru 34 milljónir manna á heimsvísu á barmi hungursneyðar vegna öfga í veðurfari og hættur tengdar veðri leiddu til fólksflótta 24,9 milljóna í 140 löndum. OCHA hefur sett upp vefsíðu með sláandi dæmum um breytingar á loftslagi og áhrifum þeirra á íbúa fjölmargra fátækra ríkja í heiminum, eins og Suður-Súdan, Sýrland, Jemen og ríkja í Suður-Asíu. OCHA er ein af helstu samstarfsstofnunum Íslands í mannúðarmálum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent
Íbúar lágtekjuríkja eru að minnsta kosti fjórum sinnum líklegri til þess að lenda á vergangi vegna loftslagsbreytinga en íbúar efnaðri ríkja, þrátt fyrir að bera minnstu ábyrgð á breytingum í veðurfari. Þetta staðhæfir Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA. Veðurhamfarir leiða ár hvert til þess að milljónir jarðarbúa þurfa á neyðaraðstoð að halda. Að mati Sameinuðu þjóðanna þarf að gera miklu meira til þess að sjá fyrir og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða áður en lífi milljóna manna er stefnt í hættu. Árið 2019 voru 34 milljónir manna á heimsvísu á barmi hungursneyðar vegna öfga í veðurfari og hættur tengdar veðri leiddu til fólksflótta 24,9 milljóna í 140 löndum. OCHA hefur sett upp vefsíðu með sláandi dæmum um breytingar á loftslagi og áhrifum þeirra á íbúa fjölmargra fátækra ríkja í heiminum, eins og Suður-Súdan, Sýrland, Jemen og ríkja í Suður-Asíu. OCHA er ein af helstu samstarfsstofnunum Íslands í mannúðarmálum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent