„Buttergate“ skekur Kanada: Smjörið bráðnar ekki og bændur skipa nefnd Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 22:28 Hver kannast ekki við ergelsið sem skapast þegar hart smjörið vill ekki á brauðið? Ein er sú spurning sem virðist nú brenna á kanadískum matreiðslumönnum, matreiðslubókahöfundum og almennum neytendum: Af hverju mýkist smjörið ekki lengur við stofuhita? Miklar deilur hafa skapast um málið, meðal annars á samfélagsmiðlum, þar sem finna má færslur undir myllumerkinu #buttergate. Umræðurnar ku mega rekja til tísts matreiðslubókahöfundarins Julie Van Rosendaal, sem varpaði fram þeirri spurningu fyrr í mánuðinum hvort aðrir hefðu tekið eftir því að smjörið mýktist ekki, jafnvel þótt það væri geymt við stofuhita. Something is up with our butter supply, and I’m going to get to the bottom of it. Have you noticed it’s no longer soft at room temperature? Watery? Rubbery? pic.twitter.com/AblDzGiRQY— Julie Van Rosendaal (@dinnerwithjulie) February 5, 2021 Mörg hundruð manns könnuðust við að hafa upplifað sömu furðulegheit og áður en langt um leið var komin fram samsæriskenning um orsök hins síharða smjörs. Samkvæmt kanadísku mjólkurbændasamtökunum jókst eftirspurn eftir smjöri um 12 prósent í fyrra, líklega vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mæta aukinni eftirspurn gripu margir bændur til ýmissa ráða til að auka framleiðsluna. Í marga áratugi hafa kúm verið gefin bætiefni úr pálmaolíu til að stuðla að aukinni mjólkuframleiðslu og hærri fituprósentu. Sumir sérfræðingar segja bætiefnin auka hlutfall mettaðrar fitu í mjólkinni en fyrrnefnd samsæriskenning gengur út á að þar sem þetta hlutfall hafi hækkað þurfi meiri hita til að bræða smjörið og því smyrjist það ekki jafn vel og áður. Sylvain Charlebois, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu landbúnaðarframleiðslu við Dalhousie University, segir smjörið sannarlega hafa harðnað síðustu misseri. Notkun pálmaolíu við mjólkurframleiðslu sé lögleg en siðlaus þar sem olían getur aukið líkurnar á hjartasjúkdómum og framleiðsla hennar sé afar slæm fyrir umhverfið. Indeed. Most Canadians may not understand supply management, but they certainty understand two things:1) Butter should not be destroying toast...2) Palm oil is bad... https://t.co/2Xs1xwJSNn— The Food Professor (@FoodProfessor) February 23, 2021 Kanadískir mjólkurbændur neita ásökununum og benda á að notkun pálmaolíunnar þekkst víðar, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir hafa engu að síður ákveðið að setja á laggirnar nefnd sem á að komast til botns í smjörmálinu mikla. BBC greindi frá. Landbúnaður Kanada Samfélagsmiðlar Neytendur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Miklar deilur hafa skapast um málið, meðal annars á samfélagsmiðlum, þar sem finna má færslur undir myllumerkinu #buttergate. Umræðurnar ku mega rekja til tísts matreiðslubókahöfundarins Julie Van Rosendaal, sem varpaði fram þeirri spurningu fyrr í mánuðinum hvort aðrir hefðu tekið eftir því að smjörið mýktist ekki, jafnvel þótt það væri geymt við stofuhita. Something is up with our butter supply, and I’m going to get to the bottom of it. Have you noticed it’s no longer soft at room temperature? Watery? Rubbery? pic.twitter.com/AblDzGiRQY— Julie Van Rosendaal (@dinnerwithjulie) February 5, 2021 Mörg hundruð manns könnuðust við að hafa upplifað sömu furðulegheit og áður en langt um leið var komin fram samsæriskenning um orsök hins síharða smjörs. Samkvæmt kanadísku mjólkurbændasamtökunum jókst eftirspurn eftir smjöri um 12 prósent í fyrra, líklega vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mæta aukinni eftirspurn gripu margir bændur til ýmissa ráða til að auka framleiðsluna. Í marga áratugi hafa kúm verið gefin bætiefni úr pálmaolíu til að stuðla að aukinni mjólkuframleiðslu og hærri fituprósentu. Sumir sérfræðingar segja bætiefnin auka hlutfall mettaðrar fitu í mjólkinni en fyrrnefnd samsæriskenning gengur út á að þar sem þetta hlutfall hafi hækkað þurfi meiri hita til að bræða smjörið og því smyrjist það ekki jafn vel og áður. Sylvain Charlebois, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu landbúnaðarframleiðslu við Dalhousie University, segir smjörið sannarlega hafa harðnað síðustu misseri. Notkun pálmaolíu við mjólkurframleiðslu sé lögleg en siðlaus þar sem olían getur aukið líkurnar á hjartasjúkdómum og framleiðsla hennar sé afar slæm fyrir umhverfið. Indeed. Most Canadians may not understand supply management, but they certainty understand two things:1) Butter should not be destroying toast...2) Palm oil is bad... https://t.co/2Xs1xwJSNn— The Food Professor (@FoodProfessor) February 23, 2021 Kanadískir mjólkurbændur neita ásökununum og benda á að notkun pálmaolíunnar þekkst víðar, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir hafa engu að síður ákveðið að setja á laggirnar nefnd sem á að komast til botns í smjörmálinu mikla. BBC greindi frá.
Landbúnaður Kanada Samfélagsmiðlar Neytendur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira