„Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 24. febrúar 2021 20:08 Móeiður Lárusdóttir, áhrifavaldur og bloggari, segir frá reynslu sinni og upplifun af meðgöngu og fæðingu. Hún og kærasti hennar, landsliðsmaðurinn Hörður Björgvinsson, eignuðust sitt fyrsta barn á síðasta ári. Saga Sig „Ég var ein nánast í allri fæðingunni og það var mjög óþægilegt þar sem ég var að gera þetta í fyrsta skipti og vissi ekkert. En ljósmæðurnar voru æðislegar svo að það hjálpaði mikið til.“ Þetta segir Móeiður Lárusdóttir, eða Móa eins og hún er alltaf kölluð, í viðtali við Makamál. Móa og kærasti hennar, landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon, eignuðust sitt fyrsta barn á síðasta ári. Fjölskyldan er búsett í Moskvu í Rússlandi þar sem Hörður spilar fótbolta með liðinu CSKA. „Okkur líkar mjög vel í Moskvu en núna er ég stödd á Íslandi í fæðingarorlofi með dóttur okkar hana Matteu Móu sem er tíu mánaða.“ Hörður gat eytt fyrsta mánuðinum hér á Íslandi með þeim mæðgum en þurfti þá að fara aftur út að spila þegar deildin byrjaði. Hann fékk svo að koma heim í landsleikjahlé fjórum mánuðum seinna og segir Móa stefnuna hjá þeim mæðgum að fara fljótlega aftur til Moskvu svo að fjölskyldan geti sameinast og notið saman. Hvernig upplifun hefur það verið að vera aðskilin að hluta þessa fystu mánuði? „Það getur tekið verulega á, sérstaklega fyrir hann að missa af fyrstu mánuðunum í lífi hennar. Þau stækka svo hratt og það er mikið að gerast á þessum tíma. Ömurlegt að geta ekki upplifað þessa hluti saman.“ Heimsfaraldurinn segir Móa hafa haft mikil áhrif á meðgönguna og þá sérstaklega seinni hluta hennar. Þetta var allt svo mikil óvissa. Ég kom til Íslands miklu fyrr en ég ætlaði mér og svo var alveg óvíst hvenær Hörður kæmist heim. „Planið mitt var alltaf að koma heim á 35. viku en vegna ástandsins var ég komin heim á 30. viku. Svo átti ég stelpuna okkar á 34. viku svo að Covid hafði allavega þau góðu áhrif að ég var komin heim áður en ég fór af stað en ætlunin var alltaf að fæða hér á Íslandi.“ Móar segir það einnig hafa tekið á að geta ekki fengið að hafa Hörð hjá sér eftir fæðinguna. „Það erfitt að vera ein á sængurlegunni því að við mæðgur þurftum að gista á sjúkrahúsinu í þrjár nætur og þar af leiðandi missti Hörður af fyrstu dögunum í lífi hennar. En hann hafði svo sem nóg að gera heima, enda lítið sem ekkert tilbúið fyrir komu barnsins svona snemma.“ Nýbökuð og falleg fjölskylda. Íris Dögg Einarsdóttir Hér fyrir neðan svarar Móa spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Nafn? Móeiður Lársdóttir. Aldur? 28 ára. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Mig var aðeins farið að gruna það þannig að ég ákvað að stoppa í apóteki þegar ég fór úti í göngutúr með Tangó hundinn minn. Við keyptum próf og Tangó var fyrstur til að fá fréttirnar. Hörður var erlendis að spila svo að ég sagði honum fréttirnar á Facetime. Hann var staddur í Ungverjalandi og þessar fréttir komu honum mjög á óvart. Hann var bara ekki að trúa þessu strax. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég fékk rosalega mikla ógleði og var bara uppi í rúmi fyrstu tólf til fjórtán vikurnar. Ristað brauð með smjöri var það eina sem ég gat komið niður og líka skinkuhorn, sem ég var alltaf með í veskinu. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Bara mjög vel, fannst magnað hvað kvenlíkaminn getur áorkað og ég var mjög stolt af kúlunni. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mjög vel, bæði hér og í Rússlandi. Ég var með yndislega ljósmóður hérna heima sem ég mátti alltaf senda skilaboð á ef ég hafði einhverjar spurningar, það veitti mér mikið öryggi þegar ég var úti. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, ég elskaði kringlu með paprikuosti og svo var ég fastagestur á Gló því ég fékk æði fyrir spínat lasagne. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Nei, svo sem ekki. Ég er alltaf kölluð Móa og vissi að mig langaði til þess að nota það sem seinna nafnið. Síðan bjuggum við saman á Ítalíu og langaði okkur að tengja nafnið við það, Mattea Móa. Litla stúlkan fékk nafnið Mattea Móa. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Ég var mjög heppin og fékk enga verki í líkamann þannig að ógleðin fyrstu vikurnar var erfiðust. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Að undirbúa allt og kaupa barnafötin. Einnig fannst mér gaman að klæða mig þannig að kúlan fengi að njóta sín. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Hvort ég myndi eiga hana heima á Íslandi eða í Rússlandi. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Nei, ekki neitt. Ég var ekki búin að hugsa svo langt þegar ég fór af stað. Hvernig gekk fæðingin? Þegar ég var gengin 34 vikur og fjóra daga þá fór slímtappinn. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast. Ég hringdi og spurði út í þetta og ljósmóðirin sagði mér að þetta gerðist stundum en ekkert til að hafa áhyggjur af. Þetta þyrfti ekkert að þýða ég væri að fara af stað. Þannig að ég var bara róleg, fór að versla mér snúningslak og svo fór ég út að borða. Ég bjóst alltaf við því að ganga fram yfir, enda fyrsta barn. Síðan um kvöldið lá ég í sófanum og það var eins og einhver hafi tekið tappa úr baðkari þegar ég missi skyndilega vatnið. Sjúkrabíllinn kom og sótti mig til að fara í frekari skoðun á spítalanum og þá kom í ljós að þetta hafi verið legvatnið sem fór. Þá fékk ég líka að vita að fæðingar eru ekki stoppaðar af á þessari viku. Mér var sagt að hvíla mig því ég ætti að fá sýklalyf morguninn eftir og framhaldið yrði þá skoðað. Hörður beið úti í bíl á meðan og ég sagði honum að fara heim því það væri ekkert að fara gerast strax. Síðan fór ég niður á sængurlegu og átti að leggja mig en eftir sirka klukkustund byrjaði ég að finna fyrir verkjum og þeir urðu bara verri og verri. Ég fékk einhverjar verkjatöflur og átti að reyna sofna en byrjaði fljótlega að æla vegna verkja. Þá var ég sett í rit, skoðuð betur og var þá komin með átta í útvíkkun. Ljósan sagði að ef kærasti minn ætlaði að ná fæðingunni þyrfti hann að koma strax. Aðeins klukkutíma eftir að Móa fann fyrir fyrstu verkjunum var lítil stelpa mætt í heiminn. Stuttu eftir það fékk ég rembings tilfinninguna en var ekki ennþá komin inni á fæðingadeild. Þegar þangað var komið mátti ég byrjað að rembast og Hörður var ekki enn kominn. Hann kom þó nokkrum mínútum seinna og hún fæddist bara tíu mínútum eftir að hann kom. Þetta gerðist allt mjög hratt, enginn tími fyrir neina deyfingu eða gas. Ég hafði heyrt góða hluti um gasið og var spenntust fyrir því. Frá því ég fékk fyrsta verk leið sirka klukkustund þangað til hún var bara mætt. Þetta gerðist svo fljótt. Fjölskyldan og vinir voru mjög hissa þegar þeir fengu mynd af henni um morguninn. Ég er þakklát fyrir hvað allt gekk hratt og vel fyrir sig og að Hörður hafi náð að vera viðstaddur. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Ég var eiginlega bara í sjokki, þetta gerðist svo hratt og allt í einu hélt ég á barni. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn og verða móðir í fyrsta sinn? Hvað kvenlíkamninn er magnaður og hvað hann veit alveg hvað hann er að gera. Það kom mér líka á óvart hvað fæðing getur tekið stuttan tíma. Móa segir kynið ekki hafa komið á óvart því hún hafði haft tilfinningu fyrir því að þetta væri stelpa frá byrjun. Fengu þið að vita kynið? Já, ég hafði alltaf á tilfinningunni að þetta væri stelpa. Við ákváðum að halda stórt kynjapartý. Við buðum fjölskyldu og vinum og tilkynntum svo kynið með flugeldum. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngur og fæðingar? Mér dettur ekkert í hug tengt fæðingu eða meðgöngu. En mér finnst mega opna umræðuna um þetta mömmu-samviskubit sem svo margar mæður finna sterkt fyrir. Það þarf að tala um mikilvægi þess að halda áfram að gera hluti fyrir sjálfan sig þó að maður sé orðin mamma. Ég fann það til dæmis hjá sjálfri mér þegar brjóstagjöfin gekk ekki upp og samviskubitið helltist yfir mig. Ég ákvað þó fljótt að ef þetta gengi ekki upp þá væri það bara þannig og ég æltaði frekar að eyða tíma í að njóta með henni í staðinn fyrir að vera endalaust að velta mér upp úr því. Einnig finnst mér mikilvægt að fá ekki samviskubit yfir því að senda barnið í pössun, því allir foreldrar hafa gott af fríi af og til. Mattea og hundurinn Tangó í góðu kúri. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Vissulega er svolítið mikil pressa í gegnum samfélagsmiðla og það er svo mikið í boði. En hver og einn verður að finna út hvað hentar sínu barni og hvað er raunverulega nauðsynlegt að eiga. Hvernig gekk brjóstagjöfin? Þar sem hún var síðburi var hún ekki með nægan sogkraft þannig að við náðum ekki nægilega góðu taki á brjóstagjöfinni. En hún var dugleg að taka pelann. Ég pumpaði mig á þriggja tíma fresti og við gerðum það í tvo mánuði. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já, mér líður eins og við séum að byrja saman upp á nýtt. Það er mögnuð tilfinning að eiga lítinn einstakling sem er blanda af okkur báðum. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Já. Þó svo að það sé ekki allt tilbúið, þá reddast allt og það þarf ekki að eiga allt. Maður sér eiginlega bara hvað hentar sér og sínu barni. Ég var til dæmis ekki með neina spítalatösku klára, enda ekki að búast við því að fara eignast hana strax. Samt gekk þetta allt upp á endanum. Bráðlega sameinast fjölskyldan aftur. Móðurmál Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Matarást: Hvað eldar Eva Laufey fyrir ástina? Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Móa og kærasti hennar, landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon, eignuðust sitt fyrsta barn á síðasta ári. Fjölskyldan er búsett í Moskvu í Rússlandi þar sem Hörður spilar fótbolta með liðinu CSKA. „Okkur líkar mjög vel í Moskvu en núna er ég stödd á Íslandi í fæðingarorlofi með dóttur okkar hana Matteu Móu sem er tíu mánaða.“ Hörður gat eytt fyrsta mánuðinum hér á Íslandi með þeim mæðgum en þurfti þá að fara aftur út að spila þegar deildin byrjaði. Hann fékk svo að koma heim í landsleikjahlé fjórum mánuðum seinna og segir Móa stefnuna hjá þeim mæðgum að fara fljótlega aftur til Moskvu svo að fjölskyldan geti sameinast og notið saman. Hvernig upplifun hefur það verið að vera aðskilin að hluta þessa fystu mánuði? „Það getur tekið verulega á, sérstaklega fyrir hann að missa af fyrstu mánuðunum í lífi hennar. Þau stækka svo hratt og það er mikið að gerast á þessum tíma. Ömurlegt að geta ekki upplifað þessa hluti saman.“ Heimsfaraldurinn segir Móa hafa haft mikil áhrif á meðgönguna og þá sérstaklega seinni hluta hennar. Þetta var allt svo mikil óvissa. Ég kom til Íslands miklu fyrr en ég ætlaði mér og svo var alveg óvíst hvenær Hörður kæmist heim. „Planið mitt var alltaf að koma heim á 35. viku en vegna ástandsins var ég komin heim á 30. viku. Svo átti ég stelpuna okkar á 34. viku svo að Covid hafði allavega þau góðu áhrif að ég var komin heim áður en ég fór af stað en ætlunin var alltaf að fæða hér á Íslandi.“ Móar segir það einnig hafa tekið á að geta ekki fengið að hafa Hörð hjá sér eftir fæðinguna. „Það erfitt að vera ein á sængurlegunni því að við mæðgur þurftum að gista á sjúkrahúsinu í þrjár nætur og þar af leiðandi missti Hörður af fyrstu dögunum í lífi hennar. En hann hafði svo sem nóg að gera heima, enda lítið sem ekkert tilbúið fyrir komu barnsins svona snemma.“ Nýbökuð og falleg fjölskylda. Íris Dögg Einarsdóttir Hér fyrir neðan svarar Móa spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Nafn? Móeiður Lársdóttir. Aldur? 28 ára. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Mig var aðeins farið að gruna það þannig að ég ákvað að stoppa í apóteki þegar ég fór úti í göngutúr með Tangó hundinn minn. Við keyptum próf og Tangó var fyrstur til að fá fréttirnar. Hörður var erlendis að spila svo að ég sagði honum fréttirnar á Facetime. Hann var staddur í Ungverjalandi og þessar fréttir komu honum mjög á óvart. Hann var bara ekki að trúa þessu strax. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég fékk rosalega mikla ógleði og var bara uppi í rúmi fyrstu tólf til fjórtán vikurnar. Ristað brauð með smjöri var það eina sem ég gat komið niður og líka skinkuhorn, sem ég var alltaf með í veskinu. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Bara mjög vel, fannst magnað hvað kvenlíkaminn getur áorkað og ég var mjög stolt af kúlunni. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mjög vel, bæði hér og í Rússlandi. Ég var með yndislega ljósmóður hérna heima sem ég mátti alltaf senda skilaboð á ef ég hafði einhverjar spurningar, það veitti mér mikið öryggi þegar ég var úti. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, ég elskaði kringlu með paprikuosti og svo var ég fastagestur á Gló því ég fékk æði fyrir spínat lasagne. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Nei, svo sem ekki. Ég er alltaf kölluð Móa og vissi að mig langaði til þess að nota það sem seinna nafnið. Síðan bjuggum við saman á Ítalíu og langaði okkur að tengja nafnið við það, Mattea Móa. Litla stúlkan fékk nafnið Mattea Móa. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Ég var mjög heppin og fékk enga verki í líkamann þannig að ógleðin fyrstu vikurnar var erfiðust. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Að undirbúa allt og kaupa barnafötin. Einnig fannst mér gaman að klæða mig þannig að kúlan fengi að njóta sín. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Hvort ég myndi eiga hana heima á Íslandi eða í Rússlandi. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Nei, ekki neitt. Ég var ekki búin að hugsa svo langt þegar ég fór af stað. Hvernig gekk fæðingin? Þegar ég var gengin 34 vikur og fjóra daga þá fór slímtappinn. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast. Ég hringdi og spurði út í þetta og ljósmóðirin sagði mér að þetta gerðist stundum en ekkert til að hafa áhyggjur af. Þetta þyrfti ekkert að þýða ég væri að fara af stað. Þannig að ég var bara róleg, fór að versla mér snúningslak og svo fór ég út að borða. Ég bjóst alltaf við því að ganga fram yfir, enda fyrsta barn. Síðan um kvöldið lá ég í sófanum og það var eins og einhver hafi tekið tappa úr baðkari þegar ég missi skyndilega vatnið. Sjúkrabíllinn kom og sótti mig til að fara í frekari skoðun á spítalanum og þá kom í ljós að þetta hafi verið legvatnið sem fór. Þá fékk ég líka að vita að fæðingar eru ekki stoppaðar af á þessari viku. Mér var sagt að hvíla mig því ég ætti að fá sýklalyf morguninn eftir og framhaldið yrði þá skoðað. Hörður beið úti í bíl á meðan og ég sagði honum að fara heim því það væri ekkert að fara gerast strax. Síðan fór ég niður á sængurlegu og átti að leggja mig en eftir sirka klukkustund byrjaði ég að finna fyrir verkjum og þeir urðu bara verri og verri. Ég fékk einhverjar verkjatöflur og átti að reyna sofna en byrjaði fljótlega að æla vegna verkja. Þá var ég sett í rit, skoðuð betur og var þá komin með átta í útvíkkun. Ljósan sagði að ef kærasti minn ætlaði að ná fæðingunni þyrfti hann að koma strax. Aðeins klukkutíma eftir að Móa fann fyrir fyrstu verkjunum var lítil stelpa mætt í heiminn. Stuttu eftir það fékk ég rembings tilfinninguna en var ekki ennþá komin inni á fæðingadeild. Þegar þangað var komið mátti ég byrjað að rembast og Hörður var ekki enn kominn. Hann kom þó nokkrum mínútum seinna og hún fæddist bara tíu mínútum eftir að hann kom. Þetta gerðist allt mjög hratt, enginn tími fyrir neina deyfingu eða gas. Ég hafði heyrt góða hluti um gasið og var spenntust fyrir því. Frá því ég fékk fyrsta verk leið sirka klukkustund þangað til hún var bara mætt. Þetta gerðist svo fljótt. Fjölskyldan og vinir voru mjög hissa þegar þeir fengu mynd af henni um morguninn. Ég er þakklát fyrir hvað allt gekk hratt og vel fyrir sig og að Hörður hafi náð að vera viðstaddur. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Ég var eiginlega bara í sjokki, þetta gerðist svo hratt og allt í einu hélt ég á barni. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn og verða móðir í fyrsta sinn? Hvað kvenlíkamninn er magnaður og hvað hann veit alveg hvað hann er að gera. Það kom mér líka á óvart hvað fæðing getur tekið stuttan tíma. Móa segir kynið ekki hafa komið á óvart því hún hafði haft tilfinningu fyrir því að þetta væri stelpa frá byrjun. Fengu þið að vita kynið? Já, ég hafði alltaf á tilfinningunni að þetta væri stelpa. Við ákváðum að halda stórt kynjapartý. Við buðum fjölskyldu og vinum og tilkynntum svo kynið með flugeldum. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngur og fæðingar? Mér dettur ekkert í hug tengt fæðingu eða meðgöngu. En mér finnst mega opna umræðuna um þetta mömmu-samviskubit sem svo margar mæður finna sterkt fyrir. Það þarf að tala um mikilvægi þess að halda áfram að gera hluti fyrir sjálfan sig þó að maður sé orðin mamma. Ég fann það til dæmis hjá sjálfri mér þegar brjóstagjöfin gekk ekki upp og samviskubitið helltist yfir mig. Ég ákvað þó fljótt að ef þetta gengi ekki upp þá væri það bara þannig og ég æltaði frekar að eyða tíma í að njóta með henni í staðinn fyrir að vera endalaust að velta mér upp úr því. Einnig finnst mér mikilvægt að fá ekki samviskubit yfir því að senda barnið í pössun, því allir foreldrar hafa gott af fríi af og til. Mattea og hundurinn Tangó í góðu kúri. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Vissulega er svolítið mikil pressa í gegnum samfélagsmiðla og það er svo mikið í boði. En hver og einn verður að finna út hvað hentar sínu barni og hvað er raunverulega nauðsynlegt að eiga. Hvernig gekk brjóstagjöfin? Þar sem hún var síðburi var hún ekki með nægan sogkraft þannig að við náðum ekki nægilega góðu taki á brjóstagjöfinni. En hún var dugleg að taka pelann. Ég pumpaði mig á þriggja tíma fresti og við gerðum það í tvo mánuði. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já, mér líður eins og við séum að byrja saman upp á nýtt. Það er mögnuð tilfinning að eiga lítinn einstakling sem er blanda af okkur báðum. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Já. Þó svo að það sé ekki allt tilbúið, þá reddast allt og það þarf ekki að eiga allt. Maður sér eiginlega bara hvað hentar sér og sínu barni. Ég var til dæmis ekki með neina spítalatösku klára, enda ekki að búast við því að fara eignast hana strax. Samt gekk þetta allt upp á endanum. Bráðlega sameinast fjölskyldan aftur.
Móðurmál Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Matarást: Hvað eldar Eva Laufey fyrir ástina? Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira