Maria Bech nýr framkvæmdastjóri íslenska lyfjafyrirtækisins EpiEndo Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2021 13:01 Maria Bech hefur mikla reynslu úr lyfjabransanum. EpiEndo Maria Bech hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóra íslenska lyfjaþróunarfyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals. Sprotafyrirtækið vinnur að því að þróa næstu kynslóð meðferðarúrræða til meðhöndlunar á viðvarandi bólgusjúkdómum og er fyrsta íslenska fyrirtækið sem fer í klínískar rannsóknir með frumlyf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en ólíkt samheitalyfjum eru frumlyf fyrsta gerð lyfs með tiltekna verkun. Maria hefur yfir 25 ára reynslu af stjórnun lyfjaþróunar og mun leiða félagið í gegnum klínískar rannsóknir fyrsta lyfja-kanditat EpiEndo sem ber heitið EP395. Vonast fyrirtækið til að það verði „fyrsta sjúkdóms-breytandi, þekju-styrkjandi og bólgueyðandi lyfið gegn langvinnri lungnateppu.“ Maria hefur verið þróunarstjóri EpiEndo síðan síðla árs 2019 og haft umsjón með klínískri þróunarstefnu félagsins og stýrt undirbúningi að fyrstu klínísku rannsókn fyrirtækisins sem hefst í byrjun mars á þessu ári. Er meðferðarúrræðum EpiEndo ætlað að takast á við undirliggjandi orsök bólgusjúkdóma. „EpiEndo er að þróa sér nýja flokk [sic] lyfja í formi töflu til inntöku sem breytir framgangi sjúkdóma, til að takast á við gífurlega byrði langvarandi öndunarfærasjúkdóma og annara bólgusjúkdóma sem eru án meðferðarúrræðis,“ segir í tilkynningu. Hefur komið að þróun fjölbreyttra tegunda lyfja Síðustu ár hefur Maria verið vísindastjóri hjá Smartfish AS og þar á undan var hún forstöðumaður klínískrar þróunar og aðal verkefnastjóri hjá Karo Bio AB. Auk þessu hefur hún yfir þrettán ára reynslu af því að leiða klínískar rannsóknir og stýra verkefnum hjá AstraZeneca og Pharmacia & Upjohn. Hún situr einnig í stjórnum Iconovo AB, Paxman AB, EQL Pharma AB og Neuronano AB. Maria Bech er með MSc í sameindalíffræði frá Háskólanum í Lund og hefur komið að þróun lyfja fyrir efnaskiptasjúkdóma, miðtaugakerfissjúkdóma, krabbameins, barnasjúkdóma og innkirtlasjúkdóma, að því er fram kemur í tilkynningu. „Við hlökkum til að vinna náið með Mariu, sem hefur mikla reynslu af stjórnun innan stórra lyfjaþróunarfyrirtækja sem og hávaxtar líftæknifyrirtækja, og djúp þekking Mariu á klínískri þróun mun verða mikill akkur fyrir EpiEndo þegar þróun okkar færist á klínískt stig,“ er haft eftir Clive Page OBE, stjórnarformanni EpiEndo. Maria er þakklát fyrir tækifærið og segir að það séu spennandi tímar framundan hjá fyrirtækinu. „Ég tel okkar hafi [sic] raunhæfa möguleika á breyta framgangi sjúkdóma eins og langvinnri lungnateppu og við hlökkum til að útvíkka nálgun okkar á þekjuheilbrigði og þróun þekjustyrkjandi lyfja út fyrir öndunarveginn,“ segir hún í tilkynningu. Nýsköpun Vistaskipti Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en ólíkt samheitalyfjum eru frumlyf fyrsta gerð lyfs með tiltekna verkun. Maria hefur yfir 25 ára reynslu af stjórnun lyfjaþróunar og mun leiða félagið í gegnum klínískar rannsóknir fyrsta lyfja-kanditat EpiEndo sem ber heitið EP395. Vonast fyrirtækið til að það verði „fyrsta sjúkdóms-breytandi, þekju-styrkjandi og bólgueyðandi lyfið gegn langvinnri lungnateppu.“ Maria hefur verið þróunarstjóri EpiEndo síðan síðla árs 2019 og haft umsjón með klínískri þróunarstefnu félagsins og stýrt undirbúningi að fyrstu klínísku rannsókn fyrirtækisins sem hefst í byrjun mars á þessu ári. Er meðferðarúrræðum EpiEndo ætlað að takast á við undirliggjandi orsök bólgusjúkdóma. „EpiEndo er að þróa sér nýja flokk [sic] lyfja í formi töflu til inntöku sem breytir framgangi sjúkdóma, til að takast á við gífurlega byrði langvarandi öndunarfærasjúkdóma og annara bólgusjúkdóma sem eru án meðferðarúrræðis,“ segir í tilkynningu. Hefur komið að þróun fjölbreyttra tegunda lyfja Síðustu ár hefur Maria verið vísindastjóri hjá Smartfish AS og þar á undan var hún forstöðumaður klínískrar þróunar og aðal verkefnastjóri hjá Karo Bio AB. Auk þessu hefur hún yfir þrettán ára reynslu af því að leiða klínískar rannsóknir og stýra verkefnum hjá AstraZeneca og Pharmacia & Upjohn. Hún situr einnig í stjórnum Iconovo AB, Paxman AB, EQL Pharma AB og Neuronano AB. Maria Bech er með MSc í sameindalíffræði frá Háskólanum í Lund og hefur komið að þróun lyfja fyrir efnaskiptasjúkdóma, miðtaugakerfissjúkdóma, krabbameins, barnasjúkdóma og innkirtlasjúkdóma, að því er fram kemur í tilkynningu. „Við hlökkum til að vinna náið með Mariu, sem hefur mikla reynslu af stjórnun innan stórra lyfjaþróunarfyrirtækja sem og hávaxtar líftæknifyrirtækja, og djúp þekking Mariu á klínískri þróun mun verða mikill akkur fyrir EpiEndo þegar þróun okkar færist á klínískt stig,“ er haft eftir Clive Page OBE, stjórnarformanni EpiEndo. Maria er þakklát fyrir tækifærið og segir að það séu spennandi tímar framundan hjá fyrirtækinu. „Ég tel okkar hafi [sic] raunhæfa möguleika á breyta framgangi sjúkdóma eins og langvinnri lungnateppu og við hlökkum til að útvíkka nálgun okkar á þekjuheilbrigði og þróun þekjustyrkjandi lyfja út fyrir öndunarveginn,“ segir hún í tilkynningu.
Nýsköpun Vistaskipti Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira