Aðeins 36 áhorfendur mega vera á leikjum kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2021 15:21 Áfram verður tómlegt um að litast á áhorfendapöllum íþróttahúsanna í kvöld. vísir/vilhelm Liðin sem eiga heimaleiki í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld geta ekki tekið á móti tvö hundruð áhorfendum. Enn á eftir að útfæra leiðbeiningar til að það verði hægt. Þó mega tæplega fjörutíu manns mæta á leiki kvöldsins. Meðal þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á samkomutakmörkunum er að áhorfendur á íþróttaviðburði verða leyfðir á ný. Tvö hundruð manns mega mæta á íþróttaviðburði að því gefnu að hægt sé að tryggja að fólk sé í sætum og eins metra fjarlægð sé á milli óskildra aðila. Þá þarf fólk að vera með grímu. Stutt er síðan reglugerðin var gefin út, of stutt til að hægt verði að útbúa leiðbeiningar til að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á leikjum kvöldsins. Vonast er til að KKÍ og HSÍ nái að klára leiðbeiningarnar á morgun. Unnið er að lausn og útfærslu þeirra með ÍSÍ og heilbrigðisráðuneytinu. Þangað til þær verða tilbúnir gilda fyrri leiðbeiningar um framkvæmd leikja. „Ef við hefðum fengið að vita þetta í fyrradag og okkur gefið eitthvað skapalón hefði þetta geta verið tilbúið í dag. En þetta verður klárlega ekki tilbúið því það er enn verið að vinna þetta,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Of knappur tími Hannes segir að enginn sökudólgur sé í málinu, það taki bara tíma að vinna hluti sem þessa. „Það er ekki við neinn að sakast. Ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun í gær sem er gott og gilt, þannig að það var ekki hægt að vinna eftir neinu fyrr en eftir hádegi í gær. Þetta gerist bara hratt, reglugerðin tekur gildi strax á miðnætti en við megum ekki hleypa tvö hundruð áhorfendum inn fyrr en heilbrigðisráðuneytið er búið að samþykkja okkar reglugerð. Við gátum ekki klárað það fyrr en áðan því við vorum ekki búin að fá allar þær upplýsingar sem við þurftum frá heilbrigðisráðuneytinu,“ sagði Hannes. Allt að fimmtíu manns mega vera viðstaddir leiki kvöldsins í Domino's deild kvenna, á svokölluðu ytra svæði. Er þar átt við fjölmiðla, starfsfólk leiksins og svo mega 36 áhorfendur mæta á leikina í kvöld. Þeir þurfa að fylgja tveggja metra reglunni og virða grímuskylduna. 33 áhorfendur í Grillinu Fjórir leikir fara fram í Grill 66-deild kvenna í handbolta í kvöld. Aðeins 33 áhorfendur mega vera á þeim leikjum. Eins og áður sagði standa vonir til að hægt verði að klára leiðbeiningarnar til að hægt verði að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á morgun. Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslenski handboltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Meðal þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á samkomutakmörkunum er að áhorfendur á íþróttaviðburði verða leyfðir á ný. Tvö hundruð manns mega mæta á íþróttaviðburði að því gefnu að hægt sé að tryggja að fólk sé í sætum og eins metra fjarlægð sé á milli óskildra aðila. Þá þarf fólk að vera með grímu. Stutt er síðan reglugerðin var gefin út, of stutt til að hægt verði að útbúa leiðbeiningar til að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á leikjum kvöldsins. Vonast er til að KKÍ og HSÍ nái að klára leiðbeiningarnar á morgun. Unnið er að lausn og útfærslu þeirra með ÍSÍ og heilbrigðisráðuneytinu. Þangað til þær verða tilbúnir gilda fyrri leiðbeiningar um framkvæmd leikja. „Ef við hefðum fengið að vita þetta í fyrradag og okkur gefið eitthvað skapalón hefði þetta geta verið tilbúið í dag. En þetta verður klárlega ekki tilbúið því það er enn verið að vinna þetta,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Of knappur tími Hannes segir að enginn sökudólgur sé í málinu, það taki bara tíma að vinna hluti sem þessa. „Það er ekki við neinn að sakast. Ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun í gær sem er gott og gilt, þannig að það var ekki hægt að vinna eftir neinu fyrr en eftir hádegi í gær. Þetta gerist bara hratt, reglugerðin tekur gildi strax á miðnætti en við megum ekki hleypa tvö hundruð áhorfendum inn fyrr en heilbrigðisráðuneytið er búið að samþykkja okkar reglugerð. Við gátum ekki klárað það fyrr en áðan því við vorum ekki búin að fá allar þær upplýsingar sem við þurftum frá heilbrigðisráðuneytinu,“ sagði Hannes. Allt að fimmtíu manns mega vera viðstaddir leiki kvöldsins í Domino's deild kvenna, á svokölluðu ytra svæði. Er þar átt við fjölmiðla, starfsfólk leiksins og svo mega 36 áhorfendur mæta á leikina í kvöld. Þeir þurfa að fylgja tveggja metra reglunni og virða grímuskylduna. 33 áhorfendur í Grillinu Fjórir leikir fara fram í Grill 66-deild kvenna í handbolta í kvöld. Aðeins 33 áhorfendur mega vera á þeim leikjum. Eins og áður sagði standa vonir til að hægt verði að klára leiðbeiningarnar til að hægt verði að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á morgun.
Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslenski handboltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn