Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 15:02 Búið er grafa dúpa holu skammt frá gömlum kjarnaklúfi sem notaður var til að þróa og framleiða kjarnorkuvopn Ísraels. AP/Planet Labs Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. Verið er að grafa holu á stærð við fótboltavöll við Shimon Peres Negev kjarnorkurannsóknarstöðina nærri borginni Dimona og er hún talin vera nokkrar hæðir á dýpt, miðað við gervihnattarmyndir. Í rannsóknarstöðinni eru neðanjarðar rannsóknarstofur þar sem plútóníum úr kjarnakljúfinum er auðgað svo hægt sé að nota það í kjarnorkuvopn. Opinber stefna Ísraels hefur um árabil verið að hvorki viðurkenna né hafna að ríkið búi yfir kjarnorkuvopnum. Tilvist kjarnorkuvopna í Ísrael er þó ekki leyndarmál og hefur ekki verið lengi. Árið 1986 veitti vísindamaðurinn Mordechai Vanunu, sem hafði lengi unnið við kjarnorkuvopnaþróun í Ísrael, Sunday Times ítarlegar upplýsingar um starfsemina í Shimon Peres Negev rannsóknarstöðinni, sem var reist með aðstoð Frakka, og var hann dæmdur í átján ára fangelsi fyrir njósnir. Ekki er þó vitað með fullu hve mörg kjarnorkuvopn Ísrael á en áætlanir eru á bilinu 80 til 200. AP fréttaveitan segir framkvæmdirnar við rannsóknarstöðina þær umfangsmestu í marga áratugi.AP/Planet Labs Ríkisstjórn Ísraels neitaði að svara spurningum AP fréttaveitunnar um framkvæmdirnar. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið mjög harðorður í garð stjórnvalda í Íran vegna kjarnorkuáætlunarinnar þar í landi. Sú áætlun er vöktuð af Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, öfugt við kjarnorkuvopnaáætlun Ísraels, þó Íranir hafi verið sakaðir um að grafa undan því eftirliti að undanförnu eftir að Bandaríkin riftu kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Ráðamenn í Íran tilkynntu nýverið að þeir væru byrjaðir að auðga úraníum í tuttugu prósent. Stuttan tíma tekur að vopnvæða tuttugu prósenta auðgað úraníum. Evrópuríki hafa undanfarið hvatt Írani til að draga úr auðguninni. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við gáfu nokkrar mögulegar skýringar á framkvæmdunum sem sjást á gervihnattamyndum. Mögulega sé verið að gera endurbætur á kjarnakljúfinum eða jafnvel slökkva á honum og gera nýjan. Ísrael Íran Kjarnorka Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Verið er að grafa holu á stærð við fótboltavöll við Shimon Peres Negev kjarnorkurannsóknarstöðina nærri borginni Dimona og er hún talin vera nokkrar hæðir á dýpt, miðað við gervihnattarmyndir. Í rannsóknarstöðinni eru neðanjarðar rannsóknarstofur þar sem plútóníum úr kjarnakljúfinum er auðgað svo hægt sé að nota það í kjarnorkuvopn. Opinber stefna Ísraels hefur um árabil verið að hvorki viðurkenna né hafna að ríkið búi yfir kjarnorkuvopnum. Tilvist kjarnorkuvopna í Ísrael er þó ekki leyndarmál og hefur ekki verið lengi. Árið 1986 veitti vísindamaðurinn Mordechai Vanunu, sem hafði lengi unnið við kjarnorkuvopnaþróun í Ísrael, Sunday Times ítarlegar upplýsingar um starfsemina í Shimon Peres Negev rannsóknarstöðinni, sem var reist með aðstoð Frakka, og var hann dæmdur í átján ára fangelsi fyrir njósnir. Ekki er þó vitað með fullu hve mörg kjarnorkuvopn Ísrael á en áætlanir eru á bilinu 80 til 200. AP fréttaveitan segir framkvæmdirnar við rannsóknarstöðina þær umfangsmestu í marga áratugi.AP/Planet Labs Ríkisstjórn Ísraels neitaði að svara spurningum AP fréttaveitunnar um framkvæmdirnar. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið mjög harðorður í garð stjórnvalda í Íran vegna kjarnorkuáætlunarinnar þar í landi. Sú áætlun er vöktuð af Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, öfugt við kjarnorkuvopnaáætlun Ísraels, þó Íranir hafi verið sakaðir um að grafa undan því eftirliti að undanförnu eftir að Bandaríkin riftu kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Ráðamenn í Íran tilkynntu nýverið að þeir væru byrjaðir að auðga úraníum í tuttugu prósent. Stuttan tíma tekur að vopnvæða tuttugu prósenta auðgað úraníum. Evrópuríki hafa undanfarið hvatt Írani til að draga úr auðguninni. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við gáfu nokkrar mögulegar skýringar á framkvæmdunum sem sjást á gervihnattamyndum. Mögulega sé verið að gera endurbætur á kjarnakljúfinum eða jafnvel slökkva á honum og gera nýjan.
Ísrael Íran Kjarnorka Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira