Miklar væntingar gerðar til Söru og Björgvins og nú eru peningar í spilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir hafa bæði verið að gera frábæra hluti í The Open undanfarin ár. vísir/vilhelm Tæpar tvær milljónir eru í boði fyrir sigur í The Open í ár og bæði Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson er í hópi þeirra sem þykja líklegur sigurvegarar. Peningaverðlaun verða í boði í opna hluta heimsleikanna í ár og að sjálfsögðu er íslensk afreksfólk á blaði þegar er spáð er hvaða CrossFit fólk muni skara fram úr í ár. Morning Chalk Up tók það saman hvaða CrossFit fólk sé sigurstranglegast í karla- og kvennaflokki. The Open hefst eftir rétt tæpar tvær vikur eða 11. mars næstkomandi. Þetta árið mun keppnin taka þrjár vikur en þetta markar upphaf keppnistímabilsins í CrossFit. Það vakti athygli að myndin með fréttinni hjá Morning Chalk Up er af engum öðrum en Íslendingnum Björgvini Karli Guðmundssyni. Björgvin Karl er nefndur sem einn af fjórum sigurstranglegustu körlunum á The Open í ár. Það eru talsverða sviptingar í karlaflokknum þar sem að fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser er hættur keppni. Björgvin Karl hefur verið að gera góða hluti í The Open undanfarin ár. Hann var fjórði í fyrra og annar árið á undan auk þess að náð fjórða sætinu árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Hinir sem þykja sigurstranglegir eru Noah Ohlsen, Patrick Vellner og Jean-Simon Roy-Lemaire. Roy-Lemaire meiddist á hásin í lok síðasta árs en væri annars í þessum hópi. Þá eru líka taldir upp fjórir í viðbót sem gætu komið á óvart en það eru Jacob Heppner, Samuel Cournoyer, Jeffery Adler og Rich Froning. Sara Sigmundsdóttir er jafnframt ein af þeim fimm sigurstranglegustu í kvennaflokki en hún er nefnd ásamt þeim Kristin Holte, Tia-Clair Toomey, Jamie Simmonds og Brooke Wells. Sara hefur unnið The Open undanfarin tvö ár og alls þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Það þarf ekki að koma á óvart að fólk hafi mikla trú á henni. Sara hefur farið á kostum í The Open en hefur aftur á móti átt í vandræðum með að ná sínu besta fram á heimsleikunum sjálfum. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur aftur á móti gert betur á heimsleikunum sjálfum heldur en í The Open. Hún er samt ein af þeim sem eru fá heiðurstilnefningu en hinar eru Amanda Barnhart, Kari Pearce, Emma McQuaid, Carol-Ann Reason-Thibeault og Karin Freyova. Þessar þykja ekki sigurstranglegar en eigi þó möguleika á því að skapa usla. Það eru peningaverðlaun í boði fyrir fimm fyrstu sætin í The Open í ár þar af fimmtán þúsund Bandaríkjadalir fyrir sigurvegarann eða 1,88 milljónir íslenskra króna. Annað sætið fær tíu þúsund dollara og þriðja til fimmta sæti fær síðan frá 7500 dollara niður í fimm þúsund dollara. CrossFit Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Sjá meira
Peningaverðlaun verða í boði í opna hluta heimsleikanna í ár og að sjálfsögðu er íslensk afreksfólk á blaði þegar er spáð er hvaða CrossFit fólk muni skara fram úr í ár. Morning Chalk Up tók það saman hvaða CrossFit fólk sé sigurstranglegast í karla- og kvennaflokki. The Open hefst eftir rétt tæpar tvær vikur eða 11. mars næstkomandi. Þetta árið mun keppnin taka þrjár vikur en þetta markar upphaf keppnistímabilsins í CrossFit. Það vakti athygli að myndin með fréttinni hjá Morning Chalk Up er af engum öðrum en Íslendingnum Björgvini Karli Guðmundssyni. Björgvin Karl er nefndur sem einn af fjórum sigurstranglegustu körlunum á The Open í ár. Það eru talsverða sviptingar í karlaflokknum þar sem að fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser er hættur keppni. Björgvin Karl hefur verið að gera góða hluti í The Open undanfarin ár. Hann var fjórði í fyrra og annar árið á undan auk þess að náð fjórða sætinu árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Hinir sem þykja sigurstranglegir eru Noah Ohlsen, Patrick Vellner og Jean-Simon Roy-Lemaire. Roy-Lemaire meiddist á hásin í lok síðasta árs en væri annars í þessum hópi. Þá eru líka taldir upp fjórir í viðbót sem gætu komið á óvart en það eru Jacob Heppner, Samuel Cournoyer, Jeffery Adler og Rich Froning. Sara Sigmundsdóttir er jafnframt ein af þeim fimm sigurstranglegustu í kvennaflokki en hún er nefnd ásamt þeim Kristin Holte, Tia-Clair Toomey, Jamie Simmonds og Brooke Wells. Sara hefur unnið The Open undanfarin tvö ár og alls þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Það þarf ekki að koma á óvart að fólk hafi mikla trú á henni. Sara hefur farið á kostum í The Open en hefur aftur á móti átt í vandræðum með að ná sínu besta fram á heimsleikunum sjálfum. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur aftur á móti gert betur á heimsleikunum sjálfum heldur en í The Open. Hún er samt ein af þeim sem eru fá heiðurstilnefningu en hinar eru Amanda Barnhart, Kari Pearce, Emma McQuaid, Carol-Ann Reason-Thibeault og Karin Freyova. Þessar þykja ekki sigurstranglegar en eigi þó möguleika á því að skapa usla. Það eru peningaverðlaun í boði fyrir fimm fyrstu sætin í The Open í ár þar af fimmtán þúsund Bandaríkjadalir fyrir sigurvegarann eða 1,88 milljónir íslenskra króna. Annað sætið fær tíu þúsund dollara og þriðja til fimmta sæti fær síðan frá 7500 dollara niður í fimm þúsund dollara.
CrossFit Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Sjá meira