Barist um Arnarnesið í beinni úr Forsetahöllinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 16:30 Hrafn Kristjánsson þjálfar liðið hjá Álftanesi og hér ræðir hann við leikmenn liðsins í leik í Forsetahöllinni fyrr á tímabilinu. Álftanes körfubolti Blikar og Álftanesmenn eru í baráttu um sæti í Domino´s deild karla í körfubolta og innbyrðis leikur liðanna í kvöld gæti skipt miklu máli í lokaröð liðanna í vor. Leikur nágrannaliðanna Breiðabliks og Álftaness í 1. deild karla í körfubolta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Breiðablik er á toppi deildarinnar en Álftanesliðið er í fjórða sæti og aðeins tveimur stigum á eftir Blikum. Leikurinn fer fram á heimavelli Álftanesliðsins, Forsetahöllinni sjálfri, og hefst hann klukkan 19.15. Útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.05 en það er Tómas Steindórsson sem lýsir. Breiðablik hefur spilað í Domino´s deildinni áður en Álftanes, sem kom upp úr 2. deildinni fyrir tveimur árum, er að reyna að komast þangað í fyrsta sinn í sögu félagsins. Álftanes hefði verið með jafnmörg stig og Breiðablik hefði liðið snúið með bæði stigin heim frá Ísafirði en liðið tapaði þá með eins stigs mun á móti Vestra, 76-75. Álftanes var fimm stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir en Vestramenn skoruðu sex síðustu stig leiksins og tryggðu sér sigurinn. Blikar hafa ekki spilað í ellefu daga eða síðan þeir töpuðu 100-88 á móti Skallagrími í Borgarnesi 15. febrúar síðastliðinn. Þeir höfðu þá unnið sex leiki í röð frá því að þeir töpuðu á móti Álftanesi 15. janúar síðastliðinn. Þetta er nefnilega annar leikur liðanna í vetur en Álftanes vann 96-87 sigur á Blikum í Smáranum í fyrsta leik liðanna eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveiruhlé. Cedrick Taylor Bowen skoraði þá 26 stig fyrir Álftanes og leikstjórnandinn Róbert Sigurðsson var með þrennu, skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Vilhjálmur Kári Jensson var síðan með 11 stig og 13 fráköst. Árni Elmar Hrafnsson var stigahæstur hjá Blikum í þeim leik með 21 stig en Samuel Prescott Jr. skoraði 12 stig. Þetta er annar leikurinn út 1. deild karla sem Stöð 2 Sport sýnir beint en það var boðið upp á mikla spennu fyrir viku síðan þegar Selfoss vann Hrunamenn 89-85 eftir æsispennu og framlengdan leik. Blikarnir koma í heimsókn í Forsetahöllina og leikurinn verður í beinni á Stöð2 Sport. Föstudagsvöld kl. 19:15. Áfram Álftanes!Posted by Álftanes körfubolti on Þriðjudagur, 23. febrúar 2021 Körfubolti Breiðablik Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Leikur nágrannaliðanna Breiðabliks og Álftaness í 1. deild karla í körfubolta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Breiðablik er á toppi deildarinnar en Álftanesliðið er í fjórða sæti og aðeins tveimur stigum á eftir Blikum. Leikurinn fer fram á heimavelli Álftanesliðsins, Forsetahöllinni sjálfri, og hefst hann klukkan 19.15. Útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.05 en það er Tómas Steindórsson sem lýsir. Breiðablik hefur spilað í Domino´s deildinni áður en Álftanes, sem kom upp úr 2. deildinni fyrir tveimur árum, er að reyna að komast þangað í fyrsta sinn í sögu félagsins. Álftanes hefði verið með jafnmörg stig og Breiðablik hefði liðið snúið með bæði stigin heim frá Ísafirði en liðið tapaði þá með eins stigs mun á móti Vestra, 76-75. Álftanes var fimm stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir en Vestramenn skoruðu sex síðustu stig leiksins og tryggðu sér sigurinn. Blikar hafa ekki spilað í ellefu daga eða síðan þeir töpuðu 100-88 á móti Skallagrími í Borgarnesi 15. febrúar síðastliðinn. Þeir höfðu þá unnið sex leiki í röð frá því að þeir töpuðu á móti Álftanesi 15. janúar síðastliðinn. Þetta er nefnilega annar leikur liðanna í vetur en Álftanes vann 96-87 sigur á Blikum í Smáranum í fyrsta leik liðanna eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveiruhlé. Cedrick Taylor Bowen skoraði þá 26 stig fyrir Álftanes og leikstjórnandinn Róbert Sigurðsson var með þrennu, skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Vilhjálmur Kári Jensson var síðan með 11 stig og 13 fráköst. Árni Elmar Hrafnsson var stigahæstur hjá Blikum í þeim leik með 21 stig en Samuel Prescott Jr. skoraði 12 stig. Þetta er annar leikurinn út 1. deild karla sem Stöð 2 Sport sýnir beint en það var boðið upp á mikla spennu fyrir viku síðan þegar Selfoss vann Hrunamenn 89-85 eftir æsispennu og framlengdan leik. Blikarnir koma í heimsókn í Forsetahöllina og leikurinn verður í beinni á Stöð2 Sport. Föstudagsvöld kl. 19:15. Áfram Álftanes!Posted by Álftanes körfubolti on Þriðjudagur, 23. febrúar 2021
Körfubolti Breiðablik Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira