Barnalega bjartsýn Vala Rún Magnúsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 12:31 Dropinn holar steininn. Margt smátt gerir eitt stórt. Safnast þegar saman kemur. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ég hef aldrei tengt við þessa málshætti eða orðatiltæki. Ég er, eins og ég segi sjálf, barnalega bjartsýn og ótrúlega óþolinmóð. Ég skil ekki afhverju sumir hlutir taka langan tíma, þetta er bara spurning um að taka ákvörðun og henda hlutunum í framkvæmd. Jafnrétti í heiminum er stöðugt í umræðunni, enda ærin ástæða til, en lítill árangur hefur náðst og virðist sama hvort það snúi að kyni, kynþætti, kynhneigð, uppruna eða öðru. Ávallt er vísað í að þetta taki bara ákveðinn tíma, þetta muni deyja út með kynslóðum eða að þetta einfaldlega hafi bara alltaf verið svona. Þegar heimsfaraldurinn skall á fyrir um ári síðan gerðist eitthvað magnað. Öll heimsbyggðin stóð saman og langflest tókum við þátt í að koma í veg fyrir smit, sinntum sóttkví, héldum fjarlægð, hættum við brúðkaupin og tónleikana, héldum okkur heima fyrir og lærðum að lifa upp á nýtt, í nýjum veruleika. Stjórnvöld, vísindafólk, sérfræðingar og allt samfélagið stóðu saman og sigldu í sömu átt með sama markmið; að sigrast á þessu alheims vandamáli. Af hverju sjáum við ekki sömu viðbrögð við öðrum knýjandi vandamálum og málefnum sem skipta okkur öll alltaf máli? Hægt væri að nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál, geðheilbrigði eða Black Lives Matter hreyfingin, sem allt eru dæmi um nauðsynlegar baráttur sem stuðla að betra samfélagi. Ef viðbrögðin við þessum vandamálum hefðu verið þau sömu og við heimsfaraldrinum, hvað hefði gerst? Hefðu stjórnvöld stokkið til og bannað plast með 3 vikna fyrirvara? Sett viðurlög á kynjakvótalögin um leið og þau voru gefin út? Niðurgreitt sálfræðiþjónustu fyrir löngu síðan? Það væri óskandi að þessi samstaða, orka og drifkraftur í Covid myndu smitast út í önnur vandamál eins og þessi sem ég nefndi hér að ofan. Því oft þarf ekkert bara að hola steininn með einum dropa í einu. Stundum er það skilvirkara að hella heilu vatnsglasi til að ná einhverju fram. En mikilvægast er að stoppa ekki í baráttunni. Einn daginn á maður kannski hálfan dropa, en þann næsta heilt baðkar. Og hver einasti dropi skiptir auðvitað máli. Þess vegna ætlum við í UAK, Ungum athafnakonum, ekki að bíða eftir breytingunum. Við ætlum að taka þátt í þeim, taka af skarið og sýna vilja í verki. Höldum áfram að hafa áhrif. Framkvæmum þær aðgerðir sem þarf. Pönkastu ef þess þarf. Verum djörf. Verum breytingin. Holum steininn. Höfundur er formaður UAK og markaðsfulltrúi 66°Norður. Greinin er skrifuð í tilefni UAK ráðstefnunnar, Frá aðgerðum til áhrifa: Vertu breytingin sem fer fram er í Hörpu 27. febrúar. Hægt er að kaupa miða hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Dropinn holar steininn. Margt smátt gerir eitt stórt. Safnast þegar saman kemur. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ég hef aldrei tengt við þessa málshætti eða orðatiltæki. Ég er, eins og ég segi sjálf, barnalega bjartsýn og ótrúlega óþolinmóð. Ég skil ekki afhverju sumir hlutir taka langan tíma, þetta er bara spurning um að taka ákvörðun og henda hlutunum í framkvæmd. Jafnrétti í heiminum er stöðugt í umræðunni, enda ærin ástæða til, en lítill árangur hefur náðst og virðist sama hvort það snúi að kyni, kynþætti, kynhneigð, uppruna eða öðru. Ávallt er vísað í að þetta taki bara ákveðinn tíma, þetta muni deyja út með kynslóðum eða að þetta einfaldlega hafi bara alltaf verið svona. Þegar heimsfaraldurinn skall á fyrir um ári síðan gerðist eitthvað magnað. Öll heimsbyggðin stóð saman og langflest tókum við þátt í að koma í veg fyrir smit, sinntum sóttkví, héldum fjarlægð, hættum við brúðkaupin og tónleikana, héldum okkur heima fyrir og lærðum að lifa upp á nýtt, í nýjum veruleika. Stjórnvöld, vísindafólk, sérfræðingar og allt samfélagið stóðu saman og sigldu í sömu átt með sama markmið; að sigrast á þessu alheims vandamáli. Af hverju sjáum við ekki sömu viðbrögð við öðrum knýjandi vandamálum og málefnum sem skipta okkur öll alltaf máli? Hægt væri að nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál, geðheilbrigði eða Black Lives Matter hreyfingin, sem allt eru dæmi um nauðsynlegar baráttur sem stuðla að betra samfélagi. Ef viðbrögðin við þessum vandamálum hefðu verið þau sömu og við heimsfaraldrinum, hvað hefði gerst? Hefðu stjórnvöld stokkið til og bannað plast með 3 vikna fyrirvara? Sett viðurlög á kynjakvótalögin um leið og þau voru gefin út? Niðurgreitt sálfræðiþjónustu fyrir löngu síðan? Það væri óskandi að þessi samstaða, orka og drifkraftur í Covid myndu smitast út í önnur vandamál eins og þessi sem ég nefndi hér að ofan. Því oft þarf ekkert bara að hola steininn með einum dropa í einu. Stundum er það skilvirkara að hella heilu vatnsglasi til að ná einhverju fram. En mikilvægast er að stoppa ekki í baráttunni. Einn daginn á maður kannski hálfan dropa, en þann næsta heilt baðkar. Og hver einasti dropi skiptir auðvitað máli. Þess vegna ætlum við í UAK, Ungum athafnakonum, ekki að bíða eftir breytingunum. Við ætlum að taka þátt í þeim, taka af skarið og sýna vilja í verki. Höldum áfram að hafa áhrif. Framkvæmum þær aðgerðir sem þarf. Pönkastu ef þess þarf. Verum djörf. Verum breytingin. Holum steininn. Höfundur er formaður UAK og markaðsfulltrúi 66°Norður. Greinin er skrifuð í tilefni UAK ráðstefnunnar, Frá aðgerðum til áhrifa: Vertu breytingin sem fer fram er í Hörpu 27. febrúar. Hægt er að kaupa miða hér.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun