Sakfelldur fyrir að nauðga dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar eftir sýknu í héraði Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 17:13 Málið var fyrst tekið fyrir í Landsrétti í janúar í fyrra. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar. Einnig var hann sakfelldur fyrir vörslu kókaíns og fyrir að hafa skoðað 85 ljósmyndir og eitt myndband sem sýndu börn á kynferðislegan hátt í farsíma sínum. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi en við ákvörðun refsingar var litið til þess að með háttsemi sinni nýtti maðurinn sér yfirburðastöðu sína gagnvart brotaþola og traust hennar og trúnað sem sambýlismaður móður hennar. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður sýknað manninn af ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlkunni en Landsréttur taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði hafi gerst sekur um háttsemina. Héraðsdómur sakfelldi hins vegar manninn fyrir hin tvö brotin og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu. Málið var fyrst tekið fyrir í Landsrétti í janúar 2020 en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í október vegna annmarka á sönnunarmati og vísaði málinu aftur til Landsréttar. Hinn sakfelldi viðurkenndi fíkniefnalagabrotið en gekkst ekki við hinum ásökununum. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa snert kynfæri og rass stúlkunnar. Héraðsdómur taldi framburð stúlkunnar vera ótraustan Í sýknudómi héraðsdóms var byggt á því að framburður stúlkunnar hafi verið misvísandi um nokkur atriði og verið svo ótraustur að ekki væri unnt að útiloka áhrif annarra, einkum móður, á framburð hennar. Þá hafi frásögn brotaþola verið misvísandi um hvar brotið eigi að hafa verið framið. „Í því ljósi, en einnig að gættum öðrum atriðum sem nefnd voru í forsendum dómsins, þótti ekki unnt að slá því föstu, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um samkvæmt þessum ákærulið.“ Sagðist hafa náð óvart í myndirnar Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að framburður stúlkunnar í fyrri skýrslutöku væri ólíkur þeim sem hún gaf við síðari skýrslutöku en hann væri samt sem áður trúverðugur. „Þegar lagt er mat á trúverðugleika síðari framburðar brotaþola verður að líta til þess að hún var nýlega orðin […] ára gömul þegar hún gaf skýrsluna. Verður að fallast á með ákæruvaldinu að almennt sé ólíklegt að svo ungir brotaþolar geti lýst atvikum með þeim hætti sem brotaþoli gerði án þess að hafa upplifað þau sjálf,“ segir í dómi Landsréttar. Í tengslum við barnaníðsefnið þá skýrði maðurinn tilvist myndanna í síma sínum með því að hann hafi verið í samskiptum á spjallsíðu á netinu þar sem fólk væri að skiptast á klámmyndum. Hann hafi þá ýtt á einhvern hlekk sem þar var sendur sem færði hann inn á einhverja aðra netsíðu og hafi umræddar myndir þá vistast óumbeðið í síma hans. Þá hafi hann séð að eitthvað var athugavert við myndirnar og farið strax út af síðunni. Landsréttur taldi þessar skýringar ótrúverðugar, einkum með tilliti til þeirra gagna sem lögregla hafði handlagt úr síma hans. Bentu þau meðal annars til þess að hann hafi skoðað sumar myndirnar ítrekað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi en við ákvörðun refsingar var litið til þess að með háttsemi sinni nýtti maðurinn sér yfirburðastöðu sína gagnvart brotaþola og traust hennar og trúnað sem sambýlismaður móður hennar. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður sýknað manninn af ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlkunni en Landsréttur taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði hafi gerst sekur um háttsemina. Héraðsdómur sakfelldi hins vegar manninn fyrir hin tvö brotin og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu. Málið var fyrst tekið fyrir í Landsrétti í janúar 2020 en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í október vegna annmarka á sönnunarmati og vísaði málinu aftur til Landsréttar. Hinn sakfelldi viðurkenndi fíkniefnalagabrotið en gekkst ekki við hinum ásökununum. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa snert kynfæri og rass stúlkunnar. Héraðsdómur taldi framburð stúlkunnar vera ótraustan Í sýknudómi héraðsdóms var byggt á því að framburður stúlkunnar hafi verið misvísandi um nokkur atriði og verið svo ótraustur að ekki væri unnt að útiloka áhrif annarra, einkum móður, á framburð hennar. Þá hafi frásögn brotaþola verið misvísandi um hvar brotið eigi að hafa verið framið. „Í því ljósi, en einnig að gættum öðrum atriðum sem nefnd voru í forsendum dómsins, þótti ekki unnt að slá því föstu, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um samkvæmt þessum ákærulið.“ Sagðist hafa náð óvart í myndirnar Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að framburður stúlkunnar í fyrri skýrslutöku væri ólíkur þeim sem hún gaf við síðari skýrslutöku en hann væri samt sem áður trúverðugur. „Þegar lagt er mat á trúverðugleika síðari framburðar brotaþola verður að líta til þess að hún var nýlega orðin […] ára gömul þegar hún gaf skýrsluna. Verður að fallast á með ákæruvaldinu að almennt sé ólíklegt að svo ungir brotaþolar geti lýst atvikum með þeim hætti sem brotaþoli gerði án þess að hafa upplifað þau sjálf,“ segir í dómi Landsréttar. Í tengslum við barnaníðsefnið þá skýrði maðurinn tilvist myndanna í síma sínum með því að hann hafi verið í samskiptum á spjallsíðu á netinu þar sem fólk væri að skiptast á klámmyndum. Hann hafi þá ýtt á einhvern hlekk sem þar var sendur sem færði hann inn á einhverja aðra netsíðu og hafi umræddar myndir þá vistast óumbeðið í síma hans. Þá hafi hann séð að eitthvað var athugavert við myndirnar og farið strax út af síðunni. Landsréttur taldi þessar skýringar ótrúverðugar, einkum með tilliti til þeirra gagna sem lögregla hafði handlagt úr síma hans. Bentu þau meðal annars til þess að hann hafi skoðað sumar myndirnar ítrekað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira