Í nýjum þætti Um land allt frá Barðaströnd kemur fram að Elín átti dálítið bágt með að svara spurningunni á þeim tíma. Hún gekk nefnilega með lítinn leynigest.

„Já, það var einmitt mjög fyndið þegar þú varst að spyrja hvort það væri eitthvað von á fjölgun í sveitinni. Þá var ég einmitt nýorðin ófrísk af syni mínum.
En það bara vissi enginn af því þannig að ég kunni nú ekki við að vera að segja það. Og ég var einmitt að verða of sein í fyrsta mæðraskoðunartímann þegar þetta var,“ segir Elín.

Í þættinum er fjallað um þann viðsnúning sem orðið hefur á Barðaströnd. Ungt fólk hefur verið að flytja í sveitina og börnum fjölgað. Ný íbúðarhús hafa risið og eyðijörð byggst að nýju eftir 120 ára hlé.
Hér má sjá sjö mínútna kafla úr nýja þættinum:
Hér má sjá þáttinn um Brjánslæk fyrir sex árum: