Handbolti

Teitur næstmarkahæstur í sigri Kristianstad

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Teitur Örn Einarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Teitur Örn Einarsson í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty

Íslendingalið Kristianstad vann þriggja marka sigur í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Kristianstad fékk Redbergslids í heimsókn og úr varð hörkuleikur.

Gestirnir í Redbergslids leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 14-16, en í síðari hálfleik tóku heimamenn völdin og fór að lokum svo að þriggja marka sigur Kristanstad varð niðurstaðan, 32-29.

Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson voru á sínum stað í liði Kristianstad og stóðu fyrir sínu. Teitur skoraði sjö mörk og var næstmarkahæstur hjá Kristianstad en Adam Nyfjall var markahæstur með níu mörk. Ólafur skoraði tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×