Kristianstad fékk Redbergslids í heimsókn og úr varð hörkuleikur.
Gestirnir í Redbergslids leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 14-16, en í síðari hálfleik tóku heimamenn völdin og fór að lokum svo að þriggja marka sigur Kristanstad varð niðurstaðan, 32-29.
Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson voru á sínum stað í liði Kristianstad og stóðu fyrir sínu. Teitur skoraði sjö mörk og var næstmarkahæstur hjá Kristianstad en Adam Nyfjall var markahæstur með níu mörk. Ólafur skoraði tvö mörk.