Við þurfum Rannsóknarskýrslu heimilanna Ólafur Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2021 09:00 Í liðinni viku var rædd á Alþingi skýrsla um aðgerðir í stjórnsýslu samkvæmt ábendingum í rannsóknarskýrslum um hrunið. Er gagn að slíkri úttekt. Eftirleikur hrunsins sýnist hálfu verri en hrunið sjálft. Hrunið fólst í falli banka, verðfalli hlutabréfa, stórtjóni fyrir eigendur hlutabréfa. Efnahagslífið var í uppnámi. Verðbólgan rauk upp úr öllu valdi. Fjölskyldur og heimili landsmanna voru grátt leikin. Loforðið um skjaldborg um heimilin var ekki efnt. Á ábyrgð stjórnvalda var gerð aðför að heimilum landsmanna ólík því sem sést hefur hér eða annars staðar, fyrr eða síðar. Tugþúsundir hraktar af heimilum sínum Staðfest var með upplýsingum dómsmálaráðherra í svari við fyrirspurn frá mér 2018 að á tíunda þúsund fasteignir einstaklinga hafi verið seldar nauðungarsölu árin 2008–2017. Í ljósi þess að tölur afmarkast við nauðungarsölur sýnist óhætt að álykta að á annan tug þúsunda fjölskyldna hafi misst heimili sitt í eftirleik hrunsins. Foreldrar máttu þúsundum saman leiða börn sín sér við hönd út af heimilunum með öllu því raski, angist og þjáningu sem slíku fylgir. Svona snerti eftirleikurinn tugi þúsunda Íslendinga. Sú spurning vaknar hvort annað eins rask á högum almennra borgara gæti hafa gerst í nokkru öðru landi nema eftir stórfelldar náttúruhamfarir eða styrjaldarátök. Þessar skýringar eiga ekki við en við höfum verðtrygginguna. Rannsóknarskýrsla heimilanna Glöggt finnst sú reiði og gremja sem undir býr í íslensku samfélagi vegna þessarar reynslu þótt bætt hafi verið úr skák með leiðréttingunni svonefndu í tíð ríkisstjórnarinnar sem við tók 2013 undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Fullt tilefni er til að gerð verði úttekt á þessum atburðum, húsnæðismissi tugþúsunda Íslendinga sem varpað var út á götu, mat á aðgerðum sem gripið var til og mat á öðrum kostum sem kunna að hafa verið fyrir hendi. Eftir slíkri skýrslu hefur verið kallað af hálfu Hagsmunasamtaka heimilanna, Rannsóknarskýrslu heimilanna, og rökstutt er með svofelldum hætti af þeirra hálfu: „Rannsóknarskýrsla heimilanna er nauðsynleg forsenda þess að hægt verði að gera upp við hrunið og leitast við að græða þau sár sem það skildi eftir sig, að því marki sem kostur er. Án slíkrar rannsóknar og réttmætra viðbragða við niðurstöðum hennar, er hin raunverulega staða fjármálakerfisins óvissu háð því ekki eru öll kurl komin til grafar. Sem dæmi eru enn að koma upp mál þar sem lánastofnanir hafa orðið uppvísar að því að hlunnfara viðskiptavini og þurft að endurgreiða háar fjárhæðir.“ Miðflokkurinn vil bregðast við ákalli Hagsmunasamtakanna og mun á næstunni leggja fram skýrslubeiðni þessa efnis, Rannsóknarskýrslu heimilanna. Aðgerðir til að verja heimilin Fjölmörg mál til að bæta hag heimila með aukinni réttarvernd gætu þurft að bíða þess að þingstyrkur aukist við slík sjónarmið. Erfitt er að álykta með öðrum hætti í ljósi reynslu höfundar sem ítrekað hefur flutt á Alþingi í góðu samstarfi við Hagsmunasamtök heimilanna frumvörp og þingsályktunartillögur. Nefna má lyklafrumvarp, frumvarp um vexti og verðtryggingu, frumvarp um breytingu á innheimtulögum og þingsályktunartillögu um umgjörð vanskilaskrár. Lyklafrumvarp Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi hina veðsettu fasteign að baki láninu og ganga skuldlausir frá borði ef engin önnur úræði finnast. Frumvarpið er mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánaviðskiptum. Sé örvænt um að önnur úrræði dugi, þar á meðal samningaleið, á fólk þann rétt að skila lyklunum og ganga út án eftirmála. Tangarsókn gegn verðtryggingunni Frumvarp höfundar um verðtryggð íbúðalán felur í sér fjórar meginbreytingar: Fyrst ber að telja að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni. Í annan stað eru áhrif óbeinna skatta tekin út svo að hækkanir á áfengi, tóbaki, bensíngjöldum og kolefnisskatti leiði ekki til hækkunar húsnæðislána og þyngri greiðslubyrði. Í þriðja lagi er eitraði kokkteillinn svonefndi tekinn út, það er verðtryggð jafngreiðslulán til 40 ára sem hafa þann eiginleika að eftir skilvísar greiðslur í 20 ár hefur höfuðstóll ekki lækkað um svo mikið sem eina krónu. Í fjórða lagi gerir frumvarpið ráð fyrir að vextir á verðtryggðum lánum fari ekki upp fyrir 2% og styðst sú tala við viðurkennd viðmið um aukningu á framleiðni og hagvöxt til langs tíma. Frumvarpið felur í sér tangarsókn gegn verðtryggingunni úr öllum fjórum höfuðáttum. Innheimtumenn starfi undir eftirliti Frumvarpi um breytingu á innheimtulögum er ætlað að koma í veg fyrir að nokkur maður þurfi að þola innheimtuaðgerðir af hálfu aðila sem ganga um eftirlitslausir. Gildandi fyrirkomulag felur í sér glufur þannig að óvissa ríkir um hvort Fjármálaeftirliti eða Lögmannafélaginu sé ætlað sinna eftirliti með tilteknum aðilum. Í reynd hefur hvorugur aðilinn eftirlit. Auknar kröfur um vanskilaskrá og lánshæfismat Nýlegri þingsályktunartillögu er ætlað að stuðla að bættri umgjörð lánshæfismats og vanskilaskrár þannig að óvandaðir aðilar geti ekki misnotað kerfið til að varpa fólki fyrir þau björg sem það að lenda á vanskilaskrá felur í sér í fjárhagslegu tilliti. Ógnanir og hótanir smálánafyrirtækja eru nefnd í þessu sambandi. Verk að vinna Við höfum verk að vinna við að auka neytendavernd á fjármálamarkaði og verja þannig heimili landsmanna. Hvar í flokki sem við stöndum hljótum við að sameinast um stöðu heimilisins. Heimilið er griðastaður fjölskyldunnar. Heimilið er friðheilagt. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Hrunið Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Húsnæðismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í liðinni viku var rædd á Alþingi skýrsla um aðgerðir í stjórnsýslu samkvæmt ábendingum í rannsóknarskýrslum um hrunið. Er gagn að slíkri úttekt. Eftirleikur hrunsins sýnist hálfu verri en hrunið sjálft. Hrunið fólst í falli banka, verðfalli hlutabréfa, stórtjóni fyrir eigendur hlutabréfa. Efnahagslífið var í uppnámi. Verðbólgan rauk upp úr öllu valdi. Fjölskyldur og heimili landsmanna voru grátt leikin. Loforðið um skjaldborg um heimilin var ekki efnt. Á ábyrgð stjórnvalda var gerð aðför að heimilum landsmanna ólík því sem sést hefur hér eða annars staðar, fyrr eða síðar. Tugþúsundir hraktar af heimilum sínum Staðfest var með upplýsingum dómsmálaráðherra í svari við fyrirspurn frá mér 2018 að á tíunda þúsund fasteignir einstaklinga hafi verið seldar nauðungarsölu árin 2008–2017. Í ljósi þess að tölur afmarkast við nauðungarsölur sýnist óhætt að álykta að á annan tug þúsunda fjölskyldna hafi misst heimili sitt í eftirleik hrunsins. Foreldrar máttu þúsundum saman leiða börn sín sér við hönd út af heimilunum með öllu því raski, angist og þjáningu sem slíku fylgir. Svona snerti eftirleikurinn tugi þúsunda Íslendinga. Sú spurning vaknar hvort annað eins rask á högum almennra borgara gæti hafa gerst í nokkru öðru landi nema eftir stórfelldar náttúruhamfarir eða styrjaldarátök. Þessar skýringar eiga ekki við en við höfum verðtrygginguna. Rannsóknarskýrsla heimilanna Glöggt finnst sú reiði og gremja sem undir býr í íslensku samfélagi vegna þessarar reynslu þótt bætt hafi verið úr skák með leiðréttingunni svonefndu í tíð ríkisstjórnarinnar sem við tók 2013 undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Fullt tilefni er til að gerð verði úttekt á þessum atburðum, húsnæðismissi tugþúsunda Íslendinga sem varpað var út á götu, mat á aðgerðum sem gripið var til og mat á öðrum kostum sem kunna að hafa verið fyrir hendi. Eftir slíkri skýrslu hefur verið kallað af hálfu Hagsmunasamtaka heimilanna, Rannsóknarskýrslu heimilanna, og rökstutt er með svofelldum hætti af þeirra hálfu: „Rannsóknarskýrsla heimilanna er nauðsynleg forsenda þess að hægt verði að gera upp við hrunið og leitast við að græða þau sár sem það skildi eftir sig, að því marki sem kostur er. Án slíkrar rannsóknar og réttmætra viðbragða við niðurstöðum hennar, er hin raunverulega staða fjármálakerfisins óvissu háð því ekki eru öll kurl komin til grafar. Sem dæmi eru enn að koma upp mál þar sem lánastofnanir hafa orðið uppvísar að því að hlunnfara viðskiptavini og þurft að endurgreiða háar fjárhæðir.“ Miðflokkurinn vil bregðast við ákalli Hagsmunasamtakanna og mun á næstunni leggja fram skýrslubeiðni þessa efnis, Rannsóknarskýrslu heimilanna. Aðgerðir til að verja heimilin Fjölmörg mál til að bæta hag heimila með aukinni réttarvernd gætu þurft að bíða þess að þingstyrkur aukist við slík sjónarmið. Erfitt er að álykta með öðrum hætti í ljósi reynslu höfundar sem ítrekað hefur flutt á Alþingi í góðu samstarfi við Hagsmunasamtök heimilanna frumvörp og þingsályktunartillögur. Nefna má lyklafrumvarp, frumvarp um vexti og verðtryggingu, frumvarp um breytingu á innheimtulögum og þingsályktunartillögu um umgjörð vanskilaskrár. Lyklafrumvarp Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi hina veðsettu fasteign að baki láninu og ganga skuldlausir frá borði ef engin önnur úræði finnast. Frumvarpið er mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánaviðskiptum. Sé örvænt um að önnur úrræði dugi, þar á meðal samningaleið, á fólk þann rétt að skila lyklunum og ganga út án eftirmála. Tangarsókn gegn verðtryggingunni Frumvarp höfundar um verðtryggð íbúðalán felur í sér fjórar meginbreytingar: Fyrst ber að telja að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni. Í annan stað eru áhrif óbeinna skatta tekin út svo að hækkanir á áfengi, tóbaki, bensíngjöldum og kolefnisskatti leiði ekki til hækkunar húsnæðislána og þyngri greiðslubyrði. Í þriðja lagi er eitraði kokkteillinn svonefndi tekinn út, það er verðtryggð jafngreiðslulán til 40 ára sem hafa þann eiginleika að eftir skilvísar greiðslur í 20 ár hefur höfuðstóll ekki lækkað um svo mikið sem eina krónu. Í fjórða lagi gerir frumvarpið ráð fyrir að vextir á verðtryggðum lánum fari ekki upp fyrir 2% og styðst sú tala við viðurkennd viðmið um aukningu á framleiðni og hagvöxt til langs tíma. Frumvarpið felur í sér tangarsókn gegn verðtryggingunni úr öllum fjórum höfuðáttum. Innheimtumenn starfi undir eftirliti Frumvarpi um breytingu á innheimtulögum er ætlað að koma í veg fyrir að nokkur maður þurfi að þola innheimtuaðgerðir af hálfu aðila sem ganga um eftirlitslausir. Gildandi fyrirkomulag felur í sér glufur þannig að óvissa ríkir um hvort Fjármálaeftirliti eða Lögmannafélaginu sé ætlað sinna eftirliti með tilteknum aðilum. Í reynd hefur hvorugur aðilinn eftirlit. Auknar kröfur um vanskilaskrá og lánshæfismat Nýlegri þingsályktunartillögu er ætlað að stuðla að bættri umgjörð lánshæfismats og vanskilaskrár þannig að óvandaðir aðilar geti ekki misnotað kerfið til að varpa fólki fyrir þau björg sem það að lenda á vanskilaskrá felur í sér í fjárhagslegu tilliti. Ógnanir og hótanir smálánafyrirtækja eru nefnd í þessu sambandi. Verk að vinna Við höfum verk að vinna við að auka neytendavernd á fjármálamarkaði og verja þannig heimili landsmanna. Hvar í flokki sem við stöndum hljótum við að sameinast um stöðu heimilisins. Heimilið er griðastaður fjölskyldunnar. Heimilið er friðheilagt. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun