Fyrsta mark leiksins gerði Romelu Lukaku strax á fyrstu mínútu en þá skoraði hann eftir undirbúning Lautaro Martinez.
Þannig stóðu leikar allt þangað til á 69. mínútu er vængbakvörðurinn Matteo Darmian tvöfaldaði forystuna, einmitt eftir stoðsendingu Lukaku.
🤪 | 1' - GOOOAAAALLLLLLL!
— Inter (@Inter_en) February 28, 2021
Barely 30 seconds gone and we lead!
🔥 @RomeluLukaku9 🔥#InterGenoa 1⃣-0⃣#FORZAINTER ⚫️🔵 pic.twitter.com/wHsWYLO62e
Þriðja og síðasta mark leiksins gerði Alexis Sanchez á 79. mínútu, þremur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Það urðu lokatölur leiksins en Inter er þar með sjö stiga forystu á toppnum, að minnsta kosti þangað til í kvöld er AC Milan spilar gegn Roma á útivelli.
Udinese vann 1-0 sigur á Fiorentina og Cgliari vann 2-0 sigur á Crotone. Fyrr í dag vann Atalanta 2-0 útisigur á Sampdoria.

Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.