Þrjú stig skildu liðin að í 3. og 5.sæti deildarinnar þegar kom að leik dagsins og úr varð hörkuleikur.
Feyenoord komst í forystu í tvígang í fyrri hálfleik en Myron Boadu jafnaði leikinn jafnharðan fyrir heimamenn í AZ og staðan í leikhléi 2-2.
Boadu fullkomnaði þrennu sína og kom AZ í forystu á 64.mínútu. Fyrirliðinn Teun Koopmeiners gulltryggði svo mikilvægan sigur heimamanna með marki úr vítaspyrnu á 76.mínútu. Lokatölur 4-2 fyrir AZ Alkmaar.
Albert lék allan leikinn á miðju AZ sem er nú átta stigum á eftir toppliði Ajax.
Ajax og PSV Eindhoven mættust í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar fyrr í dag og lauk leiknum með 1-1 jafntefli