Virðist það hafa verið hefndaraðgerð að fella líka tillögu stjórnar KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2021 16:03 Viðar Halldórsson fór yfir hlutina með Rikka G í Kaplakrika í dag. Stöð 2 „Þetta eru ákveðin vonbrigði,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH, um þá niðurstöðu að ekki verði breyting á fyrirkomulaginu í efstu deild karla í fótbolta að sinni. Viðar vildi líkt og fleiri forkólfar félaga í efstu deild sjá tillögu stjórnar KSÍ samþykkta, um áframhaldandi 12 liða deild en að viðbættri úrslitakeppni. Sú tillaga náði ekki 2/3 hluta atkvæða, ekki frekar en tillaga Fram um 14 liða efstu deild. „Það sem við viljum flestir er að fá fleiri leiki yfir sumarið, og með þessari tillögu KSÍ hefði gæðum leikjanna heldur ekki hrakað. Tillaga Fram hefði fjölgað leikjum einnig, en þar hefði magnið aukist en ekki gæðin. Í mínum huga var það ekki það sem þurfti,“ segir Viðar í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sem sjá má hér að neðan. Klippa: Viðar Halldórsson eftir ársþing KSÍ Aðspurður hvað kæmi til að tillaga stjórnar KSÍ hefði ekki verið samþykkt, hvort undirbúningurinn hefði ekki verið nægur, svarar Viðar: „Já, ég held að maður verði að segja að undirbúningurinn var ekki nægjanlegur. Svo held ég að vonbrigðin með að 14 liða tillagan skyldi ekki ná í gegn hafi haft áhrif á að hin tillagan næði ekki í gegn, þrátt fyrir að allir á þinginu segðu að það væri nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta að auka fjölda leikja. Það hafi verið hálfgerð hefndaraðgerð að fella hina tillöguna líka,“ segir Viðar. Nú er ljóst að keppnisfyrirkomulagið verður óbreytt á komandi tímabili og væntanlega einnig árið 2022, þrátt fyrir að langflestir vilji fjölga leikjum. Telur Viðar að taka þurfi málið úr höndum félaganna? „Ég held að það sé alveg ljóst á því hvernig tillaga KSÍ fór að 90 prósent félaga í efstu deild hafi viljað þessa tillögu. Ég myndi skjóta á það. En þá er það hinn hluti þingsins sem af einhverjum orsökum segir nei. Ég held að það sé alveg ljóst að lögin og þær reglugerðir sem við vinnum eftir séu orðnar barn síns tíma og það þurfi virkilega að skoða þær. Ég held að þetta þing sýni það,“ segir Viðar. Pepsi Max-deild karla KSÍ FH Tengdar fréttir Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. 1. mars 2021 13:02 Báðar tillögurnar felldar og áfram tólf liða efsta deild karla með tvöfaldri umferð Hvorki tillaga starfshóps KSÍ eða Fram um breytingu á efstu deild karla náðu í gegn. Þetta var staðfest á ársþingi KSÍ sem fer fram með rafrænum hætti í dag. 27. febrúar 2021 15:24 Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Sjá meira
Viðar vildi líkt og fleiri forkólfar félaga í efstu deild sjá tillögu stjórnar KSÍ samþykkta, um áframhaldandi 12 liða deild en að viðbættri úrslitakeppni. Sú tillaga náði ekki 2/3 hluta atkvæða, ekki frekar en tillaga Fram um 14 liða efstu deild. „Það sem við viljum flestir er að fá fleiri leiki yfir sumarið, og með þessari tillögu KSÍ hefði gæðum leikjanna heldur ekki hrakað. Tillaga Fram hefði fjölgað leikjum einnig, en þar hefði magnið aukist en ekki gæðin. Í mínum huga var það ekki það sem þurfti,“ segir Viðar í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sem sjá má hér að neðan. Klippa: Viðar Halldórsson eftir ársþing KSÍ Aðspurður hvað kæmi til að tillaga stjórnar KSÍ hefði ekki verið samþykkt, hvort undirbúningurinn hefði ekki verið nægur, svarar Viðar: „Já, ég held að maður verði að segja að undirbúningurinn var ekki nægjanlegur. Svo held ég að vonbrigðin með að 14 liða tillagan skyldi ekki ná í gegn hafi haft áhrif á að hin tillagan næði ekki í gegn, þrátt fyrir að allir á þinginu segðu að það væri nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta að auka fjölda leikja. Það hafi verið hálfgerð hefndaraðgerð að fella hina tillöguna líka,“ segir Viðar. Nú er ljóst að keppnisfyrirkomulagið verður óbreytt á komandi tímabili og væntanlega einnig árið 2022, þrátt fyrir að langflestir vilji fjölga leikjum. Telur Viðar að taka þurfi málið úr höndum félaganna? „Ég held að það sé alveg ljóst á því hvernig tillaga KSÍ fór að 90 prósent félaga í efstu deild hafi viljað þessa tillögu. Ég myndi skjóta á það. En þá er það hinn hluti þingsins sem af einhverjum orsökum segir nei. Ég held að það sé alveg ljóst að lögin og þær reglugerðir sem við vinnum eftir séu orðnar barn síns tíma og það þurfi virkilega að skoða þær. Ég held að þetta þing sýni það,“ segir Viðar.
Pepsi Max-deild karla KSÍ FH Tengdar fréttir Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. 1. mars 2021 13:02 Báðar tillögurnar felldar og áfram tólf liða efsta deild karla með tvöfaldri umferð Hvorki tillaga starfshóps KSÍ eða Fram um breytingu á efstu deild karla náðu í gegn. Þetta var staðfest á ársþingi KSÍ sem fer fram með rafrænum hætti í dag. 27. febrúar 2021 15:24 Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Sjá meira
Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. 1. mars 2021 13:02
Báðar tillögurnar felldar og áfram tólf liða efsta deild karla með tvöfaldri umferð Hvorki tillaga starfshóps KSÍ eða Fram um breytingu á efstu deild karla náðu í gegn. Þetta var staðfest á ársþingi KSÍ sem fer fram með rafrænum hætti í dag. 27. febrúar 2021 15:24
Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31