Þetta verður 310. vika Novak Djokovic á toppi heimslistans í tennis og með því jafnar hann met Roger Federer.
Með því að vinna Opna ástralska risamótið á dögunum þá er Novak Djokovic einnig öruggur um að vera líka í efsta sæti á næsta heimslista sem verður gefinn út 8. mars næstkomandi. Met Federer mun því falla eftir viku, 311. vika Djokovic sem sá besti í heimi.
3 1 0 weeks!
— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 1, 2021
Novak Djokovic ties officially today Roger Federer's record of number of weeks as World No.1! pic.twitter.com/3KN3onokLB
Novak Djokovic ætlar nú að einbeita sér að því að vinna fleiri risamót og ná þar með meti Federer og Rafael Nadal sem hafa báðir unnið tuttugu risamót. Djokovic hefur sjálfur unnið átján.
„Nú þegar ég er búinn að ná þessu sögulega fyrsta sæti og hef verið lengur en nokkur annar í efsta sæti heimslistans þá er það léttir fyrir mig. Nú get ég verið með fulla einbeitingu á risamótin,“ sagði Novak Djokovic eftir sigur sinn í Melbourne.
310 weeks as number one in the world
— Novak Djokovic (@novakfanchile) March 1, 2021
Yes my friend @djokernole
Celebrate #NoleFam
Video credits: YouTube pic.twitter.com/m2xDQcQ16a
„Þegar þú ert að reyna að ná fyrsta sæti heimslistans þá þarftu að vera að spila allt tímabilið sem og að spila vel. Þú þarft að taka þátt í öllum mótum“ sagði Djokovic.
„Markmið mín breytast nú aðeins og aðlagast. Nú ætti ég að hafa meiri tíma sem eiginmaður og faðir og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Djokovic.
Þetta er í fimmta skiptið sem Djokovic kemst í efsta sæti heimslistans. Hinn 33 ára gamli Serbi náði efsta sætinu af Nadal í febrúar á síðasta ári og endaði árið í sjötta sinn á toppnum. Með því jafnaði hann met Pete Sampras.
"I m going to focus all my attention on Slams, mostly. (...) My goals will adapt and will shift a little bit, which means that I will have an opportunity to do that which, as a father and a husband, I m really looking forward to that."
— We Are Tennis (@WeAreTennis) February 23, 2021
Novak Djokovic pic.twitter.com/RuMbzpFFfn