Nærri 90 prósent sölu tónlistar í gegnum Spotify Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2021 09:44 Söluandvirði hljóðrita frá útgefendum og dreifendum jókst um 18 prósent á milli áranna 2018 og 2019, samkvæmt tölum frá Spotify. Getty Söluandvirði hljóðrita frá útgefendum og dreifendum jókst um 18 prósent á milli áranna 2018 og 2019. Er það fjórða árið í röð sem söluandvirðið hækkar að raunvirði eftir nær samfelldan samdrátt frá því um aldamót. Nærri níutíu prósent allrar tónlistarsölu á árinu 2019 fór í gegnum tónlistarveituna Spotify. Frá þessu segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar. Þar segir að söluaukninguna síðustu ár megi alfarið rekja til greiðslna á stafrænum skrám í streymi á sama tíma og andvirði af sölu geisladiska og hljómplata hefur dregist saman ár frá ári. „Nærri lætur að 90% söluandvirðisins árið 2019 stafi af greiðslum fyrir hlustun á tónlistarveitur. Samdráttur í sölu geisladiska og hljómplata kemur einnig fram í sífellt færri útgefnum titlum diska og platna. Söluandvirði hljóðrita 1991-2019.Hagstofan Toppurinn var árið 1999 Heildarverðmæti seldra geisladiska, hljómplata og stafrænna skráa árið 2019 nam 802 milljónum króna, þar af voru greiðslur fyrir stafrænar skrár 713 milljónir króna en sala á diskum og plötum 88 milljónir. Þrátt fyrir talsverða aukningu í sölu hljóðrita undanfarin þrjú ár, sem alfarið er vegna greiðsla til tónlistarveitna, var söluverðmætið reiknað á föstu verðlagi um helmingi minna árið 2019 en þegar best lét árið 1999. Útgefin hljóðrit 1979-2019.Hagstofan Samkvæmt upplagseftirliti Félags hljómplötuútgefenda nam áætluð sala tónlistarveitunnar Spotify til notenda hér á landi tæpum 700 milljónum króna árið 2019. Það jafngildir því að 87% af heildarsöluverðmæti hljóðrita og allt að 98% af streymdri tónlist hafi farið í gegnum tónlistarveituna eða samanlagt fast að 90% tónlistarsölunnar,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Sala geisladiska, platna og snældna í þúsundum eintaka 1991-2019.Hagstofan Tónlist Tækni Stafræn þróun Spotify Tengdar fréttir Verður byltingunni streymt? Í bók sinni Capitalism, Socialism and Democracy, sem kom út árið 1942, setti austurríski hagfræðingurinn Joseph Schumpeter fram hugmyndir sínar um skapandi eyðileggingu (e. creative destruction). 28. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar. Þar segir að söluaukninguna síðustu ár megi alfarið rekja til greiðslna á stafrænum skrám í streymi á sama tíma og andvirði af sölu geisladiska og hljómplata hefur dregist saman ár frá ári. „Nærri lætur að 90% söluandvirðisins árið 2019 stafi af greiðslum fyrir hlustun á tónlistarveitur. Samdráttur í sölu geisladiska og hljómplata kemur einnig fram í sífellt færri útgefnum titlum diska og platna. Söluandvirði hljóðrita 1991-2019.Hagstofan Toppurinn var árið 1999 Heildarverðmæti seldra geisladiska, hljómplata og stafrænna skráa árið 2019 nam 802 milljónum króna, þar af voru greiðslur fyrir stafrænar skrár 713 milljónir króna en sala á diskum og plötum 88 milljónir. Þrátt fyrir talsverða aukningu í sölu hljóðrita undanfarin þrjú ár, sem alfarið er vegna greiðsla til tónlistarveitna, var söluverðmætið reiknað á föstu verðlagi um helmingi minna árið 2019 en þegar best lét árið 1999. Útgefin hljóðrit 1979-2019.Hagstofan Samkvæmt upplagseftirliti Félags hljómplötuútgefenda nam áætluð sala tónlistarveitunnar Spotify til notenda hér á landi tæpum 700 milljónum króna árið 2019. Það jafngildir því að 87% af heildarsöluverðmæti hljóðrita og allt að 98% af streymdri tónlist hafi farið í gegnum tónlistarveituna eða samanlagt fast að 90% tónlistarsölunnar,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Sala geisladiska, platna og snældna í þúsundum eintaka 1991-2019.Hagstofan
Tónlist Tækni Stafræn þróun Spotify Tengdar fréttir Verður byltingunni streymt? Í bók sinni Capitalism, Socialism and Democracy, sem kom út árið 1942, setti austurríski hagfræðingurinn Joseph Schumpeter fram hugmyndir sínar um skapandi eyðileggingu (e. creative destruction). 28. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Verður byltingunni streymt? Í bók sinni Capitalism, Socialism and Democracy, sem kom út árið 1942, setti austurríski hagfræðingurinn Joseph Schumpeter fram hugmyndir sínar um skapandi eyðileggingu (e. creative destruction). 28. nóvember 2018 08:00