Leyfist mér að fá hausverk um helgar? Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2021 12:01 Markmið lyfjalaga nr. 100/2020 er að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni, sbr. 1. gr. laganna. Regluverkið er nýlega endurskoðað en tekur ekki mið af því að heimila lausasölu lyfja í öðrum verslunum en lyfjabúðum eða lyfjaútibúum. Regluverkið býr því ennþá til hindranir fyrir aðgengi að nauðsynlegri vöru. Ég dreg hér í efa að markmiði laganna sé náð með jafn skilvirkum hætti og hægt er. Samkvæmt lyfjalögum fer smásala lausasölulyfja einungis fram í lyfjabúð eins og að framan er greint. Lausasölulyf eru þau lyf sem heimilt er að afgreiða án þess að lyfjaávísun sé framvísað, til dæmis hita- og verkjastillandi og bólgueyðandi lyf, hóstasaft o.fl. Ákvörðun um hvort lyf sé lyfseðilsskylt eða ekki er tekin af Lyfjastofnun þegar lyf er skráð hér á landi. Forsenda þess að lyf fari í lausasölu er að það sé öruggt í notkun og verkun og hafi ekki í för með sér hættu á misnotkun, fíkn né alvarlegar aukaverkanir. Frelsismál – gott mál Það er því alveg ljóst að um er að ræða örugg lyf sem óhult er að treysta hinum almenna borgara til að versla í matvöruverslun jafnt sem apóteki. Það er óhætt að stunda viðskipti með lausasölulyf eins og almennt gengur og gerist í vestrænum ríkjum. Er hér því hér um að ræða mál sem auka mun frjálsræði einstaklingsins sem stuðla mun einnig að auknu athafna- og viðskiptafrelsi. Skiptir gríðarlegu máli á landsbyggðinni Smærri byggðarkjarnar líða fyrir skertan opnunartíma apóteka. Bæta þarf aðgengi almennt að lyfjum á landsbyggðinni og yrði verslun á lausasölulyfjum heimiluð í matvöruverslunum væri það mikið framfaraskref. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga á landsbyggðinni. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Heimilt er að veita undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, sbr. 3. mgr. 33. gr. lyfjalaga, en það á einungis við þegar ekki er starfrækt apótek á svæðinu. Þá ber einnig að hafa í huga að þessa undantekningu ber að túlka með þröngum hætti og nær því undanþága til ansi afmarkaðra tilvika. Jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu Þá er einnig tíundað í lyfjalögum að lyfjadreifing er hluti heilbrigðisþjónustu. Með því að heimila lausasölu lyfja utan lyfjabúða og lyfjaútibúa er aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Að heimila lausasölu lyfja er einfalt skref sem reynast mun almenning í landinu gríðarlega mikilvægt. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Lyf Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Markmið lyfjalaga nr. 100/2020 er að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni, sbr. 1. gr. laganna. Regluverkið er nýlega endurskoðað en tekur ekki mið af því að heimila lausasölu lyfja í öðrum verslunum en lyfjabúðum eða lyfjaútibúum. Regluverkið býr því ennþá til hindranir fyrir aðgengi að nauðsynlegri vöru. Ég dreg hér í efa að markmiði laganna sé náð með jafn skilvirkum hætti og hægt er. Samkvæmt lyfjalögum fer smásala lausasölulyfja einungis fram í lyfjabúð eins og að framan er greint. Lausasölulyf eru þau lyf sem heimilt er að afgreiða án þess að lyfjaávísun sé framvísað, til dæmis hita- og verkjastillandi og bólgueyðandi lyf, hóstasaft o.fl. Ákvörðun um hvort lyf sé lyfseðilsskylt eða ekki er tekin af Lyfjastofnun þegar lyf er skráð hér á landi. Forsenda þess að lyf fari í lausasölu er að það sé öruggt í notkun og verkun og hafi ekki í för með sér hættu á misnotkun, fíkn né alvarlegar aukaverkanir. Frelsismál – gott mál Það er því alveg ljóst að um er að ræða örugg lyf sem óhult er að treysta hinum almenna borgara til að versla í matvöruverslun jafnt sem apóteki. Það er óhætt að stunda viðskipti með lausasölulyf eins og almennt gengur og gerist í vestrænum ríkjum. Er hér því hér um að ræða mál sem auka mun frjálsræði einstaklingsins sem stuðla mun einnig að auknu athafna- og viðskiptafrelsi. Skiptir gríðarlegu máli á landsbyggðinni Smærri byggðarkjarnar líða fyrir skertan opnunartíma apóteka. Bæta þarf aðgengi almennt að lyfjum á landsbyggðinni og yrði verslun á lausasölulyfjum heimiluð í matvöruverslunum væri það mikið framfaraskref. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga á landsbyggðinni. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Heimilt er að veita undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, sbr. 3. mgr. 33. gr. lyfjalaga, en það á einungis við þegar ekki er starfrækt apótek á svæðinu. Þá ber einnig að hafa í huga að þessa undantekningu ber að túlka með þröngum hætti og nær því undanþága til ansi afmarkaðra tilvika. Jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu Þá er einnig tíundað í lyfjalögum að lyfjadreifing er hluti heilbrigðisþjónustu. Með því að heimila lausasölu lyfja utan lyfjabúða og lyfjaútibúa er aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Að heimila lausasölu lyfja er einfalt skref sem reynast mun almenning í landinu gríðarlega mikilvægt. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2021.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun