Leyfist mér að fá hausverk um helgar? Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2021 12:01 Markmið lyfjalaga nr. 100/2020 er að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni, sbr. 1. gr. laganna. Regluverkið er nýlega endurskoðað en tekur ekki mið af því að heimila lausasölu lyfja í öðrum verslunum en lyfjabúðum eða lyfjaútibúum. Regluverkið býr því ennþá til hindranir fyrir aðgengi að nauðsynlegri vöru. Ég dreg hér í efa að markmiði laganna sé náð með jafn skilvirkum hætti og hægt er. Samkvæmt lyfjalögum fer smásala lausasölulyfja einungis fram í lyfjabúð eins og að framan er greint. Lausasölulyf eru þau lyf sem heimilt er að afgreiða án þess að lyfjaávísun sé framvísað, til dæmis hita- og verkjastillandi og bólgueyðandi lyf, hóstasaft o.fl. Ákvörðun um hvort lyf sé lyfseðilsskylt eða ekki er tekin af Lyfjastofnun þegar lyf er skráð hér á landi. Forsenda þess að lyf fari í lausasölu er að það sé öruggt í notkun og verkun og hafi ekki í för með sér hættu á misnotkun, fíkn né alvarlegar aukaverkanir. Frelsismál – gott mál Það er því alveg ljóst að um er að ræða örugg lyf sem óhult er að treysta hinum almenna borgara til að versla í matvöruverslun jafnt sem apóteki. Það er óhætt að stunda viðskipti með lausasölulyf eins og almennt gengur og gerist í vestrænum ríkjum. Er hér því hér um að ræða mál sem auka mun frjálsræði einstaklingsins sem stuðla mun einnig að auknu athafna- og viðskiptafrelsi. Skiptir gríðarlegu máli á landsbyggðinni Smærri byggðarkjarnar líða fyrir skertan opnunartíma apóteka. Bæta þarf aðgengi almennt að lyfjum á landsbyggðinni og yrði verslun á lausasölulyfjum heimiluð í matvöruverslunum væri það mikið framfaraskref. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga á landsbyggðinni. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Heimilt er að veita undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, sbr. 3. mgr. 33. gr. lyfjalaga, en það á einungis við þegar ekki er starfrækt apótek á svæðinu. Þá ber einnig að hafa í huga að þessa undantekningu ber að túlka með þröngum hætti og nær því undanþága til ansi afmarkaðra tilvika. Jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu Þá er einnig tíundað í lyfjalögum að lyfjadreifing er hluti heilbrigðisþjónustu. Með því að heimila lausasölu lyfja utan lyfjabúða og lyfjaútibúa er aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Að heimila lausasölu lyfja er einfalt skref sem reynast mun almenning í landinu gríðarlega mikilvægt. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Lyf Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið lyfjalaga nr. 100/2020 er að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni, sbr. 1. gr. laganna. Regluverkið er nýlega endurskoðað en tekur ekki mið af því að heimila lausasölu lyfja í öðrum verslunum en lyfjabúðum eða lyfjaútibúum. Regluverkið býr því ennþá til hindranir fyrir aðgengi að nauðsynlegri vöru. Ég dreg hér í efa að markmiði laganna sé náð með jafn skilvirkum hætti og hægt er. Samkvæmt lyfjalögum fer smásala lausasölulyfja einungis fram í lyfjabúð eins og að framan er greint. Lausasölulyf eru þau lyf sem heimilt er að afgreiða án þess að lyfjaávísun sé framvísað, til dæmis hita- og verkjastillandi og bólgueyðandi lyf, hóstasaft o.fl. Ákvörðun um hvort lyf sé lyfseðilsskylt eða ekki er tekin af Lyfjastofnun þegar lyf er skráð hér á landi. Forsenda þess að lyf fari í lausasölu er að það sé öruggt í notkun og verkun og hafi ekki í för með sér hættu á misnotkun, fíkn né alvarlegar aukaverkanir. Frelsismál – gott mál Það er því alveg ljóst að um er að ræða örugg lyf sem óhult er að treysta hinum almenna borgara til að versla í matvöruverslun jafnt sem apóteki. Það er óhætt að stunda viðskipti með lausasölulyf eins og almennt gengur og gerist í vestrænum ríkjum. Er hér því hér um að ræða mál sem auka mun frjálsræði einstaklingsins sem stuðla mun einnig að auknu athafna- og viðskiptafrelsi. Skiptir gríðarlegu máli á landsbyggðinni Smærri byggðarkjarnar líða fyrir skertan opnunartíma apóteka. Bæta þarf aðgengi almennt að lyfjum á landsbyggðinni og yrði verslun á lausasölulyfjum heimiluð í matvöruverslunum væri það mikið framfaraskref. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga á landsbyggðinni. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Heimilt er að veita undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, sbr. 3. mgr. 33. gr. lyfjalaga, en það á einungis við þegar ekki er starfrækt apótek á svæðinu. Þá ber einnig að hafa í huga að þessa undantekningu ber að túlka með þröngum hætti og nær því undanþága til ansi afmarkaðra tilvika. Jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu Þá er einnig tíundað í lyfjalögum að lyfjadreifing er hluti heilbrigðisþjónustu. Með því að heimila lausasölu lyfja utan lyfjabúða og lyfjaútibúa er aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Að heimila lausasölu lyfja er einfalt skref sem reynast mun almenning í landinu gríðarlega mikilvægt. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2021.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar