Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2021 12:36 Látrabjarg er ein af Boeing MAX vélum Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. Félagið gerir þannig ráð fyrir að nýta allar flugvélategundir sínar í áætlunar- og fraktflugi framvegis, þ.e. Boeing 737 MAX, Boeing 757 og Boeing 767. Fyrst um sinn verða MAX vélarnar einungis tvær en gert er ráð fyrir að TF-ICO eða Búlandstindur fari einnig í loftið fljótlega. Vélunum tveimur var nýlega flogið hingað til lands eftir að hafa verið í geymslu á Spáni. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og víðar hafa nú aflétt kyrrsetningu vélanna eftir yfirgripsmikið endursamþykktarferli sem stóð yfir í á annað ár í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem rekja mátti til galla í stýrikerfi þeirra. Að ferlinu komu flugmálayfirvöld um allan heim, sérfræðingar frá Boeing og fjölmörgum flugfélögum, sem og óháðir sérfræðingar, svo sem frá NASA og bandaríska flughernum. „Gerðar hafa verið uppfærslur á vélunum sem tryggja öryggi þeirra, auk þess sem auknar kröfur eru gerðar til þjálfunar flugmanna,“ segir í tilkynningu Icelandair. Þar segir að mörg flugfélög hafi þegar tekið MAX vélarnar í notkun og flogið hátt í átta þúsund flug í áætlunarflugi síðan kyrrsetningu þeirra var aflétt. Flugfélög vestanhafs tóku vélarnar í notkun í lok síðasta árs en evrópsk flugfélög um miðjan febrúar á þessu ári. „Á liðnum vikum hefur verið unnið að undirbúningi hjá Icelandair fyrir endurkomu vélanna í flota félagsins. Flugvirkjar Icelandair vinna nú að uppfærslu vélanna í samræmi við kröfur flugmálayfirvalda. Þá stendur þjálfun flugmanna yfir í þjálfunarsetri félagsins í Hafnarfirði. Þjálfunin er bæði bókleg og í flughermi en Icelandair er eitt fárra flugfélaga í heiminum sem býr svo vel að eiga sérstakan Boeing 737 MAX flughermi. Að þessu loknu fara vélarnar í reynsluflug án farþega áður en þær verða formlega teknar í rekstur,“ segir í tilkynningunni. „Félagið leggur áherslu á góða upplýsingagjöf til viðskiptavina og gagnsæi og kemur gerð vélar sem flogið er með skýrt fram í bókunarferlinu fyrir hvert flug. Þeir sem þegar eiga bókun geta fundið þessar upplýsingar undir „Ferðin mín“ á vefsíðu félagsins. Icelandair mun sýna þeim farþegum skilning sem kjósa að ferðast með öðrum vélum fyrst um sinn með sveigjanlegum bókunarskilmálum sem verða í boði tímabundið. Hægt er að gera breytingar á bókun án auka kostnaðar séu viðkomandi skilmálar uppfylltir eða fá ferðainneign. Nánari upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar og það ferli sem hefur átt sér stað á liðnum mánuðum má finna á sérstakri upplýsingasíðu Icelandair um MAX vélarnar.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir ánægjulegt að komið sé að því að taka 737 MAX vélarnar í notkun á ný. „Okkar færustu sérfræðingar, flugvirkjar og flugmenn, leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir áætlunarflug. Engin flugvélategund í sögunni hefur farið í gegnum jafn ítarlegt rannsóknar- og umbótaferli og við munum leggja okkur fram við að upplýsa farþega um öryggi vélanna. Ég bind miklar vonir við MAX vélarnar – þær eru hagkvæmari og umhverfisvænni kostur og koma til með að efla leiðakerfi Icelandair, viðskiptavinum okkar til hagsbóta.“ Icelandair Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Félagið gerir þannig ráð fyrir að nýta allar flugvélategundir sínar í áætlunar- og fraktflugi framvegis, þ.e. Boeing 737 MAX, Boeing 757 og Boeing 767. Fyrst um sinn verða MAX vélarnar einungis tvær en gert er ráð fyrir að TF-ICO eða Búlandstindur fari einnig í loftið fljótlega. Vélunum tveimur var nýlega flogið hingað til lands eftir að hafa verið í geymslu á Spáni. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og víðar hafa nú aflétt kyrrsetningu vélanna eftir yfirgripsmikið endursamþykktarferli sem stóð yfir í á annað ár í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem rekja mátti til galla í stýrikerfi þeirra. Að ferlinu komu flugmálayfirvöld um allan heim, sérfræðingar frá Boeing og fjölmörgum flugfélögum, sem og óháðir sérfræðingar, svo sem frá NASA og bandaríska flughernum. „Gerðar hafa verið uppfærslur á vélunum sem tryggja öryggi þeirra, auk þess sem auknar kröfur eru gerðar til þjálfunar flugmanna,“ segir í tilkynningu Icelandair. Þar segir að mörg flugfélög hafi þegar tekið MAX vélarnar í notkun og flogið hátt í átta þúsund flug í áætlunarflugi síðan kyrrsetningu þeirra var aflétt. Flugfélög vestanhafs tóku vélarnar í notkun í lok síðasta árs en evrópsk flugfélög um miðjan febrúar á þessu ári. „Á liðnum vikum hefur verið unnið að undirbúningi hjá Icelandair fyrir endurkomu vélanna í flota félagsins. Flugvirkjar Icelandair vinna nú að uppfærslu vélanna í samræmi við kröfur flugmálayfirvalda. Þá stendur þjálfun flugmanna yfir í þjálfunarsetri félagsins í Hafnarfirði. Þjálfunin er bæði bókleg og í flughermi en Icelandair er eitt fárra flugfélaga í heiminum sem býr svo vel að eiga sérstakan Boeing 737 MAX flughermi. Að þessu loknu fara vélarnar í reynsluflug án farþega áður en þær verða formlega teknar í rekstur,“ segir í tilkynningunni. „Félagið leggur áherslu á góða upplýsingagjöf til viðskiptavina og gagnsæi og kemur gerð vélar sem flogið er með skýrt fram í bókunarferlinu fyrir hvert flug. Þeir sem þegar eiga bókun geta fundið þessar upplýsingar undir „Ferðin mín“ á vefsíðu félagsins. Icelandair mun sýna þeim farþegum skilning sem kjósa að ferðast með öðrum vélum fyrst um sinn með sveigjanlegum bókunarskilmálum sem verða í boði tímabundið. Hægt er að gera breytingar á bókun án auka kostnaðar séu viðkomandi skilmálar uppfylltir eða fá ferðainneign. Nánari upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar og það ferli sem hefur átt sér stað á liðnum mánuðum má finna á sérstakri upplýsingasíðu Icelandair um MAX vélarnar.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir ánægjulegt að komið sé að því að taka 737 MAX vélarnar í notkun á ný. „Okkar færustu sérfræðingar, flugvirkjar og flugmenn, leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir áætlunarflug. Engin flugvélategund í sögunni hefur farið í gegnum jafn ítarlegt rannsóknar- og umbótaferli og við munum leggja okkur fram við að upplýsa farþega um öryggi vélanna. Ég bind miklar vonir við MAX vélarnar – þær eru hagkvæmari og umhverfisvænni kostur og koma til með að efla leiðakerfi Icelandair, viðskiptavinum okkar til hagsbóta.“
Icelandair Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira