Stjörnuprýddur æfingahópur Katrínar Tönju lítur vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 08:30 Ben Bergeron sést hér með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Samuel Kwant eftir heimsleikana í fyrra þar sem þau unnu bæði silfur. Með þeim eru líka aðstoðarfólk. Bergeron hefur nú sett saman nýjan elítuhóp með þeim Katrínu og Samuel. Instagram/@benbergeron Það styttist óðum í að „The Open“ byrji og um leið nýtt keppnistímabil hjá CrossFit. Íslenska silfurkonan frá heimsleikunum í fyrra er nú hluti af stjörnuprýddum æfingahópi hjá CrossFit New England. Ben Bergeron hefur þjálfað Katrínu Tönju Davíðsdóttur í sex ár og á þeim tíma hefur æfingahópurinn breyst. Að þessu sinni hefur Bergeron safnað að sér heimsklassa fólki til að æfa við hlið Katrínar. Katrín Tanja er vissulega sú eina sem hefur orðið heimsmeistari og er stærsta stjarna hópsins en þarna er líka annar silfurhafi frá síðustu heimsleikum. Samuel Kwant kom mörgum á óvart með að ná öðru sætinu á eftir Mathew Fraser á heimsleikunum í fyrra en hann stóð sig frábærlega í lokaúrslitunum eins og Katrín Tanja. Í hópnum er líka Amanda Barnhart sem er nýkominn til Bergeron. Amanda náði sínum besta árangri á heimsleikunum þegar hún varð sjöunda árið 2019. Hún var aðeins fimm stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Fjórða púslið í þessum elítuhópi er síðan Chandler Smith. Chandler æfði aðeins með Katrínu Tönju í fyrra í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana þar sem hann endaði í sjötta sæti og var eins og Amanda hársbreidd frá því að komast áfram. Chandler Smith var á fullu í hernum í fyrra og hafði ekki fengið neina ákveðna CrossFit þjálfun. Það verður því áhugavert að sjá hvað Ben Bergeron nær út úr honum í ár. Þessi fjögur mynda rosalegan æfingahóp og Ben Bergeron hefur sjálfur talað um að hann ætlaði sér að mynda keppnissuðupott (Competitive Cauldron) í æfingastöðinni sinni með þessu heimsklassa fólki sem keyra hvert annað áfram í undirbúningi sínum. Þessi tilraun lítur líka vel út þegar stutt er í tímabilið. Ben Bergeron birti myndband af æfingahópnum taka vel á því saman og það er ekki hægt annað en að segja að þau líti vel út. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Það má líka benda á það að það virðist enginn þeirra ráða við hraðann hjá Katrínu Tönju sem tekur fljótlega forystuna enda keppnismanneskja fram í fingurgóma. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira
Ben Bergeron hefur þjálfað Katrínu Tönju Davíðsdóttur í sex ár og á þeim tíma hefur æfingahópurinn breyst. Að þessu sinni hefur Bergeron safnað að sér heimsklassa fólki til að æfa við hlið Katrínar. Katrín Tanja er vissulega sú eina sem hefur orðið heimsmeistari og er stærsta stjarna hópsins en þarna er líka annar silfurhafi frá síðustu heimsleikum. Samuel Kwant kom mörgum á óvart með að ná öðru sætinu á eftir Mathew Fraser á heimsleikunum í fyrra en hann stóð sig frábærlega í lokaúrslitunum eins og Katrín Tanja. Í hópnum er líka Amanda Barnhart sem er nýkominn til Bergeron. Amanda náði sínum besta árangri á heimsleikunum þegar hún varð sjöunda árið 2019. Hún var aðeins fimm stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Fjórða púslið í þessum elítuhópi er síðan Chandler Smith. Chandler æfði aðeins með Katrínu Tönju í fyrra í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana þar sem hann endaði í sjötta sæti og var eins og Amanda hársbreidd frá því að komast áfram. Chandler Smith var á fullu í hernum í fyrra og hafði ekki fengið neina ákveðna CrossFit þjálfun. Það verður því áhugavert að sjá hvað Ben Bergeron nær út úr honum í ár. Þessi fjögur mynda rosalegan æfingahóp og Ben Bergeron hefur sjálfur talað um að hann ætlaði sér að mynda keppnissuðupott (Competitive Cauldron) í æfingastöðinni sinni með þessu heimsklassa fólki sem keyra hvert annað áfram í undirbúningi sínum. Þessi tilraun lítur líka vel út þegar stutt er í tímabilið. Ben Bergeron birti myndband af æfingahópnum taka vel á því saman og það er ekki hægt annað en að segja að þau líti vel út. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Það má líka benda á það að það virðist enginn þeirra ráða við hraðann hjá Katrínu Tönju sem tekur fljótlega forystuna enda keppnismanneskja fram í fingurgóma. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron)
CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira