Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2021 11:01 Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá ákvörðun að loka á frjálsíþróttaæfingar í Laugardalshöll í sex vikur í vor. Stöð 2 Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Von er á um 400 gestum til landsins sem alls kaupa 8.000 gistinætur, samkvæmt tilkynningu mótshaldara. Þetta bitnar á reykvísku frjálsíþróttafólki, sem lengi hefur beðið eftir góðri æfingaaðstöðu utanhúss. ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi, segir að með þessu dvíni vonir hennar um að komast á Ólympíuleikana í sumar. „Þetta leggst bara mjög illa í mig og alla þá sem æfa í Laugardalshöll,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV. „Það er mjög flott að þetta rafíþróttamót sé að koma en það er alls ekki gott að þau séu að koma og taka æfingaaðstöðuna mína, og okkar sem æfum í Laugardalshöll, í sex vikur. Þetta er alveg út í hött. Maður er bara sjokkeraður,“ sagði Guðbjörg Jóna. Æfir á grasi á meðan keppinautarnir æfa við toppaðstæður Vegna kórónuveirufaraldursins var Laugardalshöll lokuð í um 12 vikur í vetur en æfingar gátu hafist að nýju í janúar. Guðbjörg Jóna segir alla hafa glaðst mikið yfir því en fréttirnar núna hafi mikil áhrif á ólympíudrauminn: „Þegar það er lokað þá get ég ekki náð gæðaæfingunum. Hinar sem æfa og ætla að ná Ólympíuleikunum eru með toppaðstæður og þær ná að æfa á meðan ég er að reyna að æfa á einhverju grasi einhvers staðar af því ég fæ ekki að komast á einhvern völl eða æfa inni. Þannig að þetta er mjög leiðinlegt og þetta brýtur mann bara svolítið mikið niður,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV. Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur AC Milan - Fiorentina | Albert mætir til Mílanó Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjá meira
Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Von er á um 400 gestum til landsins sem alls kaupa 8.000 gistinætur, samkvæmt tilkynningu mótshaldara. Þetta bitnar á reykvísku frjálsíþróttafólki, sem lengi hefur beðið eftir góðri æfingaaðstöðu utanhúss. ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi, segir að með þessu dvíni vonir hennar um að komast á Ólympíuleikana í sumar. „Þetta leggst bara mjög illa í mig og alla þá sem æfa í Laugardalshöll,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV. „Það er mjög flott að þetta rafíþróttamót sé að koma en það er alls ekki gott að þau séu að koma og taka æfingaaðstöðuna mína, og okkar sem æfum í Laugardalshöll, í sex vikur. Þetta er alveg út í hött. Maður er bara sjokkeraður,“ sagði Guðbjörg Jóna. Æfir á grasi á meðan keppinautarnir æfa við toppaðstæður Vegna kórónuveirufaraldursins var Laugardalshöll lokuð í um 12 vikur í vetur en æfingar gátu hafist að nýju í janúar. Guðbjörg Jóna segir alla hafa glaðst mikið yfir því en fréttirnar núna hafi mikil áhrif á ólympíudrauminn: „Þegar það er lokað þá get ég ekki náð gæðaæfingunum. Hinar sem æfa og ætla að ná Ólympíuleikunum eru með toppaðstæður og þær ná að æfa á meðan ég er að reyna að æfa á einhverju grasi einhvers staðar af því ég fæ ekki að komast á einhvern völl eða æfa inni. Þannig að þetta er mjög leiðinlegt og þetta brýtur mann bara svolítið mikið niður,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV.
Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur AC Milan - Fiorentina | Albert mætir til Mílanó Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti