Melsungen er í leit að hægri skyttu til að styðja við bakið á þýska landsliðsmanninum Kai Häfner. Þetta kemur fram í HNA í Þýskalandi.
Króatinn Ivan Martinovic hefur verið sterklega orðaður við Melsungen. Samningur hans við Hannover-Burgdorf rennur út þarnæsta sumar en hann gæti komið til Melsungen strax í sumar.
Auk Martinovic hafa Ungverjinn Dominik Mathé og Teitur verið orðaðir við Melsungen. Mathé leikur með Elverum í Noregi en Teitur með Kristianstad í Svíþjóð.
Guðmundur valdi Teit í íslenska landsliðið fyrir HM 2019 en hann hefur fengið fá tækifæri með landsliðinu síðan þá.
Selfyssingurinn, sem er 22 ára, er á sínu þriðja tímabili hjá Kristianstad. Þar leikur hann með landsliðsmanninum Ólafi Guðmundssyni.
Melsungen er í 12. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með sautján stig. Liðið á nokkra leiki til góða.