„Þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta“ Atli Arason skrifar 3. mars 2021 23:10 Jón Halldór er oftast líflegur á hliðarlínunni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var ansi heitt í hamsi í viðtali eftir tapið gegn Haukum í framlengdum leik Dominos deildinni í kvöld. Jón var langt frá því að vera sáttur með dómgæsluna í kvöld og lét KKÍ heyra það. „Mér þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta. Að setja tvo óvana dómara með Davíð á þennan leik er ekki gott fyrir þá né leikinn, það er bara ósköp einfalt mál. Bæði ég og þjálfari Hauka vorum ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum í þessum leik, það réði ekkert úrslitunum í þessum leik en það voru tveir mjög, mjög vafasamir dómar, sem þeir þorðu ekki að dæma. Bæði í lok venjulegs leiktíma og í ákeyrslu Emelíu í restina, þeir þorðu ekki að dæma á það. Ef það hefðu verið þrír alvöru dómarar eins og hefði verið í karlaboltanum, á svona stórum leik, þá hefði þetta verið tekið fyrir,“ svaraði Jón Halldór aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Keflavíkur liðið var ólíkt sjálfu sér í fyrri hálfleik í kvöld. Þær töpuðu tveimur fyrstu leikhlutunum í kvöld gegn spræku liði Hauka. Það var allt annað Keflavíkurlið sem kom út í seinni hálfleik en aðspurður sagði Jón að hann hafi ekki þurft að peppa sínar stelpur neitt sérstaklega inn í klefa í hálfleik. „Ég sagði ekki neitt. Þetta er ungt lið og við erum að reyna að móta flottan kjarna af leikmönnum og það gengur ótrúlega vel. Við erum að spila við lið sem er all-in í að vinna titilinn. Þær voru að bæta við sig einum af tveimur bestu leikmönnum Íslands í liðið sitt. Ég tek bara hatt minn ofan fyrir mínum stelpum. Ég sagði ekki neitt við þær í hálfleik, þær vita alveg hvað þær geta og ég veit alveg hvað þær geta. Stundum þurfum við bara að lenda á svona hálfleik til að vita hvar við stöndum og það gerðist í dag en við sýndum frábæran karakter í seinni.“ Keflavík var grátlega nálægt því að fá eitthvað út úr þessum leik og viðhalda 100% árangri sínum á tímabilinu. Þær fengu lokaskotið í bæði venjulegum leiktíma og í framlengingunni en það vildi ekki ofan í. Bæði skotin féllu í hendur Önnu Ingunnar sem var augljóslega niðurbrotin í leikslok þegar niðurstaðan varð ljós. „Ég er ánægður með stelpurnar mínar. Þær sýndu frábæran karakter hérna í dag. Þær komu okkur aftur inn í leikinn í seinni hálfleik eftir að við vörum daprar sóknarlega í fyrri hálfleik. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Þær sýna alvöru þor hérna í restina, það eru ekki allir sem hefðu þorað að taka þetta skot sem Anna Ingunn tók í lokin. Ég er ekkert smá stoltur af henni,“ sagði Jón Halldór. Þetta var fyrsti heimaleikur Keflavíkur með áhorfendur í salnum og stemningin í kvöld var gífurleg. Jonni sendi að lokum sérstakar kveðjur til þeirra sem mættu. „Það er búið að vanta eitthvað, svona að vera ekki með áhorfendur en núna fáum við þá og það er bara yndislegt að fólkið okkar fái að njóta þessa frábæra liðs sem við erum með. Þetta eru ungar og ótrúlega sprækar stelpur. Þær eru lífsglaðar og leggja mikið á sig. Áhorfendurnir sýndu það í dag að þau eru 100% á bak við þetta lið. Þetta var frábært.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
„Mér þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta. Að setja tvo óvana dómara með Davíð á þennan leik er ekki gott fyrir þá né leikinn, það er bara ósköp einfalt mál. Bæði ég og þjálfari Hauka vorum ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum í þessum leik, það réði ekkert úrslitunum í þessum leik en það voru tveir mjög, mjög vafasamir dómar, sem þeir þorðu ekki að dæma. Bæði í lok venjulegs leiktíma og í ákeyrslu Emelíu í restina, þeir þorðu ekki að dæma á það. Ef það hefðu verið þrír alvöru dómarar eins og hefði verið í karlaboltanum, á svona stórum leik, þá hefði þetta verið tekið fyrir,“ svaraði Jón Halldór aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Keflavíkur liðið var ólíkt sjálfu sér í fyrri hálfleik í kvöld. Þær töpuðu tveimur fyrstu leikhlutunum í kvöld gegn spræku liði Hauka. Það var allt annað Keflavíkurlið sem kom út í seinni hálfleik en aðspurður sagði Jón að hann hafi ekki þurft að peppa sínar stelpur neitt sérstaklega inn í klefa í hálfleik. „Ég sagði ekki neitt. Þetta er ungt lið og við erum að reyna að móta flottan kjarna af leikmönnum og það gengur ótrúlega vel. Við erum að spila við lið sem er all-in í að vinna titilinn. Þær voru að bæta við sig einum af tveimur bestu leikmönnum Íslands í liðið sitt. Ég tek bara hatt minn ofan fyrir mínum stelpum. Ég sagði ekki neitt við þær í hálfleik, þær vita alveg hvað þær geta og ég veit alveg hvað þær geta. Stundum þurfum við bara að lenda á svona hálfleik til að vita hvar við stöndum og það gerðist í dag en við sýndum frábæran karakter í seinni.“ Keflavík var grátlega nálægt því að fá eitthvað út úr þessum leik og viðhalda 100% árangri sínum á tímabilinu. Þær fengu lokaskotið í bæði venjulegum leiktíma og í framlengingunni en það vildi ekki ofan í. Bæði skotin féllu í hendur Önnu Ingunnar sem var augljóslega niðurbrotin í leikslok þegar niðurstaðan varð ljós. „Ég er ánægður með stelpurnar mínar. Þær sýndu frábæran karakter hérna í dag. Þær komu okkur aftur inn í leikinn í seinni hálfleik eftir að við vörum daprar sóknarlega í fyrri hálfleik. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Þær sýna alvöru þor hérna í restina, það eru ekki allir sem hefðu þorað að taka þetta skot sem Anna Ingunn tók í lokin. Ég er ekkert smá stoltur af henni,“ sagði Jón Halldór. Þetta var fyrsti heimaleikur Keflavíkur með áhorfendur í salnum og stemningin í kvöld var gífurleg. Jonni sendi að lokum sérstakar kveðjur til þeirra sem mættu. „Það er búið að vanta eitthvað, svona að vera ekki með áhorfendur en núna fáum við þá og það er bara yndislegt að fólkið okkar fái að njóta þessa frábæra liðs sem við erum með. Þetta eru ungar og ótrúlega sprækar stelpur. Þær eru lífsglaðar og leggja mikið á sig. Áhorfendurnir sýndu það í dag að þau eru 100% á bak við þetta lið. Þetta var frábært.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn