Við erum með það markmið að spila fyrir öll lið á Íslandi og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 4. mars 2021 22:40 Bræðurnir Ólafssynir ræða málin eftir sigurinn gegn Aftureldingu. Stöð 2 Sport Bræðurnir, Lárus Helgi og Þorgrímur Smári Ólafssynir, mættu saman í viðtal eftir fimm marka sigur á Aftureldingu í kvöld, 24-29. Þeir voru ánægðir með að ná loksins í sterkan útisigur en Fram hefur átt erfitt uppdráttar á útivelli á tímabilinu á meðan að liðið er taplaust á heimavelli. „Ótrúlegt en satt þá náðum við að koma þessari heimaleikja stemningu yfir á útivöllinn, loksins,“ sagði Lárus Helgi og Þorgrímur bætti við að þeir væru ekki búnir að tapa útileik í mars „Þú sérð það að við erum taplausir á útivelli í mars, það er eitthvað til að byggja á,“ sagði Þorgrímur léttur í bragði en þeir bræður hafa ekki fagnað mörgum útisigrum á þessu tímabili með liðinu. „Við erum með það markmið að spila fyrir öll lið á Íslandi, þá að sjálfsögðu erum við alltaf á okkar gamla heimavelli. Við erum búnir með helminginn, eigum nóg eftir,“ sagði Lárus en Varmá er þeirra gamli heimavöllur þar sem þeir bræður léku saman með Aftureldingu 2017. Hvað skilaði Fram sigrinum í dag? „Heilt yfir var þetta rosalega sterk liðsheild,“ sögðu þeir saman og héldu áfram að tala um leikinn „Við byrjuðum rosalega hægt eins og í síðasta leik, en vinnum okkur alltaf meira og meira inn í leikinn bæði varnar og sóknarlega. Heilt yfir er ég bara rosalega ánægður með það hvernig sóknin hefur verið að rúlla hjá okkur í undanförnum leikjum,“ sagði markvörðurinn Lárus Helgi, ánægður með sína menn. Lárus sjálfur var ekki svo slæmur heldur, hann lokaði markinu í seinni hálfleik og endaði með 40% markvörslu, 15 varða bolta. „Ég viðurkenni það að það þurfti ekki að mótivera mig til að koma hingað og taka tvö stig.“ „Það er bara fullt af gaurum þarna sem geta spilað handbolta, það er fínt að geta nýtt liðsheildina og liðið svo við hinir séum ekki alltaf dauðir í líkamanum daginn eftir leik,“ sagði Þorgrímur Smári en óvíst var með hans þátttöku í leiknum í dag. Hann spilaði þó einhverjar mínútur og skilaði þremur mörkum. Handbolti Íslenski handboltinn Fram Olís-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Þeir voru ánægðir með að ná loksins í sterkan útisigur en Fram hefur átt erfitt uppdráttar á útivelli á tímabilinu á meðan að liðið er taplaust á heimavelli. „Ótrúlegt en satt þá náðum við að koma þessari heimaleikja stemningu yfir á útivöllinn, loksins,“ sagði Lárus Helgi og Þorgrímur bætti við að þeir væru ekki búnir að tapa útileik í mars „Þú sérð það að við erum taplausir á útivelli í mars, það er eitthvað til að byggja á,“ sagði Þorgrímur léttur í bragði en þeir bræður hafa ekki fagnað mörgum útisigrum á þessu tímabili með liðinu. „Við erum með það markmið að spila fyrir öll lið á Íslandi, þá að sjálfsögðu erum við alltaf á okkar gamla heimavelli. Við erum búnir með helminginn, eigum nóg eftir,“ sagði Lárus en Varmá er þeirra gamli heimavöllur þar sem þeir bræður léku saman með Aftureldingu 2017. Hvað skilaði Fram sigrinum í dag? „Heilt yfir var þetta rosalega sterk liðsheild,“ sögðu þeir saman og héldu áfram að tala um leikinn „Við byrjuðum rosalega hægt eins og í síðasta leik, en vinnum okkur alltaf meira og meira inn í leikinn bæði varnar og sóknarlega. Heilt yfir er ég bara rosalega ánægður með það hvernig sóknin hefur verið að rúlla hjá okkur í undanförnum leikjum,“ sagði markvörðurinn Lárus Helgi, ánægður með sína menn. Lárus sjálfur var ekki svo slæmur heldur, hann lokaði markinu í seinni hálfleik og endaði með 40% markvörslu, 15 varða bolta. „Ég viðurkenni það að það þurfti ekki að mótivera mig til að koma hingað og taka tvö stig.“ „Það er bara fullt af gaurum þarna sem geta spilað handbolta, það er fínt að geta nýtt liðsheildina og liðið svo við hinir séum ekki alltaf dauðir í líkamanum daginn eftir leik,“ sagði Þorgrímur Smári en óvíst var með hans þátttöku í leiknum í dag. Hann spilaði þó einhverjar mínútur og skilaði þremur mörkum.
Handbolti Íslenski handboltinn Fram Olís-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira