Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið með beinum hætti að sex sigurmörkum Everton liðsins í síðustu átján leikjum í deild eða bikar. Hann lagði upp sigurmarkið á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sigurmark fyrir Richarlison í öðrum leiknum í röð í gær og nú aðeins 43 sekúndum eftir að hann kom inn á sem varamaður.
March 1: Everton 1-0 Southampton
— Squawka Football (@Squawka) March 4, 2021
Sigurdsson Richarlison
March 4: West Brom 0-1 Everton
Sigurdsson Richarlison
The Everton duo combine for the winning goal for the second time in four days. pic.twitter.com/rRmdu4OEZ1
Gylfi hefur alls komið að sex sigurmörkum Everton liðsins á síðustu þremur mánuðum, skoraði tvö þeirra sjálfur en einnig átt fjórar stoðsendingar á menn sem hafa skorað þá sigurmörk.
Gylfi hefur ennfremur átt þátt í marki í sjö af síðustu níu sigurleikjum Everton í ensku úrvalsdeildinni eða öllum sigurleikjum frá því í desember nema 2-1 sigrinum á móti Wolves 12. janúar síðastliðinn og 2-0 sigrinum á Leicester 16. desember.
"I got the assist so happy days."
— Football Daily (@footballdaily) March 4, 2021
Gylfi Sigurdsson is delighted to have provided the assist for Richarlison's goal pic.twitter.com/T7GuK4QbhV
Everton hefur unnið þrjá leiki í röð og Gylfi hefur átt þátt í marki í þeim öllum þrátt fyrir að koma inn á sem varamaður í tveimur þeirra.
Gylfi hefur alls komið með beinum hætti að fimmtán mörkum á tímabilinu, skoraði sex sjálfur en einnig gefið níu stoðsendingar. Hann hefur komið að átta mörkum í 25 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en sjö af þessum mörkum hafa litið dagsins ljós í síðustu fimmtán leikjum.
Sigurmörkin sem Gylfi hefur átt þátt í síðan í desember:
- 12. desember 2020
- Sigurmark á móti Chelsea (1-0 sigur)
- 19. desember 2010
- Stoðsending á Yerry Mina í sigurmarki á móti Arsenal (2-1 sigur)
- 26. desember 2020
- Sigurmark á móti Sheffield United (1-0 sigur)
- 10. febrúar 2021
- Stoðsending á Bernard í sigurmarki á móti Tottwnham í bikar (5-4 sigur)
- 1. mars 2021
- Stoðsending á Richarlison í sigurmarki á móti Southampton (1-0 sigur)
- 4. mars 2021
- Stoðsending á Richarlison í sigurmarki á móti West Brom (1-0 sigur)