Eyjamenn staðfesta samninginn á miðlum sínum en á dögunum var tilkynnti um að stórskyttan Rúnar Kárason myndi spila með ÍBV á næstu leiktíð.
Dagur hefur verið algjör lykilmaður í Eyjaliðinu í vetur og það er sterkt fyrir ÍBV að hafa tryggt sér þjónustu hans næstu tvö tímabil.
Dagur hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Olís-deildinni og hefur hann stjórnað sóknarleik Eyjaliðsins eins og herforingi.
Dagur hefur skorað 4,3 mörk í leik en hann er einnig að gefa 5,6 stoðsendingar að meðaltali sem er það langmesta í Olís deildinni í vetur.
Í síðustu fjórum leikjum ÍBV þá hefur Dagur skorað 23 mörk og gefið 28 stoðsendingar sem þýðir að hann hefur komið með beinum hætti að 12,8 mörkum í leik í síðustu leikjum Eyjaliðsins.
DAGUR FRAMLENGIR! Við flytjum þær gleðifréttir að Dagur Arnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við...
Posted by ÍBV Handbolti on Fimmtudagur, 4. mars 2021