„Gleymist hvað þetta bitnar á mörgum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2021 11:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir nýtur sín vel í Laugardalshöll en fær ekki að æfa þar í einn og hálfan mánuð í vor. VÍSIR/SIGURJÓN Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir segir að frjálsíþróttafólk í Reykjavík hafi enn ekki fengið að heyra neinar, ásættanlegar lausnir vegna þeirra sex vikna sem Laugardalshöllin verður lokuð vegna rafíþróttamóts. Hún óttast áhrifin á ólympíudraum sinn og brottfall hjá krökkunum sem hún þjálfar. Fulltrúar ÍBR funduðu með þjálfurum og formönnum frjálsíþróttafélaganna í Reykjavík á miðvikudag, eftir að því var lýst yfir í byrjun vikunnar að rafíþróttamótið vinsæla League of Legends Mid-Season Invitational yrði haldið í Laugardalshöll í maí. Óðinn Björn Þorsteinsson, yfirþjálfari hjá ÍR, sagði lítið sem ekkert hafa komið út úr fundinum. Óðinn benti á að Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, og Frjálsíþróttasambandið, væru með sínar afreksstefnur en þeim væri ómögulegt að fylgja þegar engin aðstaða væri í boði. Þannig yrði staðan í höfuðborginni í vor. „Það versta við þetta er að við fengum bara að frétta af þessu fyrir fáeinum dögum á netinu, án nokkurrar viðvörunar áður en að þetta hafði bara verið ákveðið,“ sagði Guðbjörg Jóna við Vísi. Ekki gott að æfa seint á kvöldin Sú hugmynd hefur heyrst að Guðbjörg Jóna og annað frjálsíþróttafólk úr meistaraflokki gæti fengið að komast að í frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika, en hún segir að þá sé verið að tala um tíma á milli 9 og 11 á kvöldin: „Það er ekki alveg nógu gott. Þetta er slæmt upp á svefninn okkar að gera og mataræðið,“ segir Guðbjörg og bætir við að það sé slæmt að þetta gerist rétt fyrir sumarið. „Á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ Guðbjörg og Guðni Valur Guðnason, kærasti hennar og liðsfélagi úr ÍR og landsliðinu, stefna bæði á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. En Guðbjörg, sem þjálfar stóran hóp krakka í 1. og 2. bekk, bendir á að lokun hallarinnar bitni á stórum hópi iðkenda. Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir íhuga að fara út til æfinga en það er ekki einfalt, sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldursins.Stöð 2 Guðbjörg kveðst óttast brottfall: „Fókusinn er oft á okkur í meistaraflokkunum eða okkur sem erum að reyna að komast á Ólympíuleikana og það gleymist kannski hvað þetta bitnar á mörgum. Fatlaða íþróttafólkið þarf að setja sig inn í nýjar rútínu og barna- og unglingastarfið fer bara í eitthvað rugl, og þannig getum við misst framtíðarfólkið okkar. Þetta setur slæmt fordæmi varðandi þau sem hugsa kannski; Já, á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ sagði Guðbjörg. Hlutir sem við ættum ekki að þurfa að spá í Sú lausn hefur verið nefnd að yngstu flokkarnir æfi í Egilshöll ef hægt er að finna lausan tíma þar: „Ég veit ekki hvað verður um krakkana en það er ekki góð lausn að þeir fari upp í Egilshöll á æfingar. Þau eru vön að koma beint úr frístund hér í nágrenninu. Þetta er allt saman mjög leiðinlegt. Við eldri vitum ekkert hvað við eigum að gera og það er mjög slæmt að við og þjálfararnir þurfum að vera að spá í þessu, þegar við ættum bara að vera að hugsa um okkar æfingar og undirbúning. Við eigum ekki að þurfa að pæla í þessum hlutum,“ segir Guðbjörg. Íhuga að æfa erlendis Aðspurð hvort hún hyggist fara erlendis til æfinga, í ljósi stöðunnar og draumsins um að komast til Tókýó, segir Guðbjörg: „Ég er að læra sálfræði í HR en það er í fjarnámi og fyrirlestrarnir teknir upp, svo það væri möguleiki fyrir mig að fara út. Ég þyrfti þá að vita hvernig fyrirkomulagið yrði varðandi prófin. Það er engin útiaðstaða fyrir mig til að æfa hérna svo kannski væri betra að fara út. Við Guðni vorum eitthvað farin að pæla í því en eftir þessi tíðindi þarf maður virkilega að skoða þetta.“ Frjálsar íþróttir Reykjavík Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Fleiri fréttir Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sjá meira
Fulltrúar ÍBR funduðu með þjálfurum og formönnum frjálsíþróttafélaganna í Reykjavík á miðvikudag, eftir að því var lýst yfir í byrjun vikunnar að rafíþróttamótið vinsæla League of Legends Mid-Season Invitational yrði haldið í Laugardalshöll í maí. Óðinn Björn Þorsteinsson, yfirþjálfari hjá ÍR, sagði lítið sem ekkert hafa komið út úr fundinum. Óðinn benti á að Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, og Frjálsíþróttasambandið, væru með sínar afreksstefnur en þeim væri ómögulegt að fylgja þegar engin aðstaða væri í boði. Þannig yrði staðan í höfuðborginni í vor. „Það versta við þetta er að við fengum bara að frétta af þessu fyrir fáeinum dögum á netinu, án nokkurrar viðvörunar áður en að þetta hafði bara verið ákveðið,“ sagði Guðbjörg Jóna við Vísi. Ekki gott að æfa seint á kvöldin Sú hugmynd hefur heyrst að Guðbjörg Jóna og annað frjálsíþróttafólk úr meistaraflokki gæti fengið að komast að í frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika, en hún segir að þá sé verið að tala um tíma á milli 9 og 11 á kvöldin: „Það er ekki alveg nógu gott. Þetta er slæmt upp á svefninn okkar að gera og mataræðið,“ segir Guðbjörg og bætir við að það sé slæmt að þetta gerist rétt fyrir sumarið. „Á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ Guðbjörg og Guðni Valur Guðnason, kærasti hennar og liðsfélagi úr ÍR og landsliðinu, stefna bæði á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. En Guðbjörg, sem þjálfar stóran hóp krakka í 1. og 2. bekk, bendir á að lokun hallarinnar bitni á stórum hópi iðkenda. Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir íhuga að fara út til æfinga en það er ekki einfalt, sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldursins.Stöð 2 Guðbjörg kveðst óttast brottfall: „Fókusinn er oft á okkur í meistaraflokkunum eða okkur sem erum að reyna að komast á Ólympíuleikana og það gleymist kannski hvað þetta bitnar á mörgum. Fatlaða íþróttafólkið þarf að setja sig inn í nýjar rútínu og barna- og unglingastarfið fer bara í eitthvað rugl, og þannig getum við misst framtíðarfólkið okkar. Þetta setur slæmt fordæmi varðandi þau sem hugsa kannski; Já, á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ sagði Guðbjörg. Hlutir sem við ættum ekki að þurfa að spá í Sú lausn hefur verið nefnd að yngstu flokkarnir æfi í Egilshöll ef hægt er að finna lausan tíma þar: „Ég veit ekki hvað verður um krakkana en það er ekki góð lausn að þeir fari upp í Egilshöll á æfingar. Þau eru vön að koma beint úr frístund hér í nágrenninu. Þetta er allt saman mjög leiðinlegt. Við eldri vitum ekkert hvað við eigum að gera og það er mjög slæmt að við og þjálfararnir þurfum að vera að spá í þessu, þegar við ættum bara að vera að hugsa um okkar æfingar og undirbúning. Við eigum ekki að þurfa að pæla í þessum hlutum,“ segir Guðbjörg. Íhuga að æfa erlendis Aðspurð hvort hún hyggist fara erlendis til æfinga, í ljósi stöðunnar og draumsins um að komast til Tókýó, segir Guðbjörg: „Ég er að læra sálfræði í HR en það er í fjarnámi og fyrirlestrarnir teknir upp, svo það væri möguleiki fyrir mig að fara út. Ég þyrfti þá að vita hvernig fyrirkomulagið yrði varðandi prófin. Það er engin útiaðstaða fyrir mig til að æfa hérna svo kannski væri betra að fara út. Við Guðni vorum eitthvað farin að pæla í því en eftir þessi tíðindi þarf maður virkilega að skoða þetta.“
Frjálsar íþróttir Reykjavík Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Fleiri fréttir Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sjá meira