Sá á kvölina sem ekki á völina Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 5. mars 2021 12:01 Almenningur klórar sér í kollinum yfir þessum biðraðaleik heilbrigðisráðherra. Það er eins og talið sé betra að fólk bíði og kveljist frekar en að ríkið semji við einkaaðila. Á bakvið eitt númer á biðlista er þjáður einstaklingur í bið eftir heilbrigðisþjónustu. Biðlistar eru nú normið. Engin teikn eru á lofti að leysa eigi þennan vanda, getum við unað við núverandi ástand? Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu Almenningur á að hafa valfrelsi um heilbrigðisþjónustu og hún skal vera óháð efnahag. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu merkir ekki að öll heilbrigðisþjónusta þurfi að vera á færum ríkisins. Þessa mýtu þarf að kveða niður. Ef lögð er áhersla á jafnræði í greiðslum fyrir heilbrigðisþjónustu óháð rekstrarformi getum við fækkað fjöldanum í röðunum og nýtt kraft heilbrigðisstarfsfólksins á sem bestan máta. Fjármagn á að fylgja sjúklingi sem á svo valið um þjónustuna. Einkarekstur tryggir jafnt aðgengi Fáum við samkeppni í rekstur heilsugæslu, með valfrelsi sjúklingsins í forgrunni, eykst aðhald og fjármunir munu nýtast á hagkvæmari hátt. Einnig verður krafa um betri gæði og þjónustan verður skilvirkari. Norðurlöndin eru búin að fatta þetta, þar eru einkareknar heilsugæslur í forgrunni. Fyrirmyndin er klár, hér á landi þurfum við að efla og nýta betur möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum á heilsugæslu. Samningar á milli Sjúkratrygginga og heimilislækna eru sárafáir sem þýðir að valfrelsi einstaklinga er verulega takmarkað og miðast nánast einvörðungu við þjónustu heilsugæslustöðva. Skortur á heimilislæknum er einnig vandamál sem leysa þarf. Lausnin felst í fjölbreyttu rekstrarformi heilsugæslustöðva. Útvistum valkvæðum aðgerðum. Kostnaðurinn við það að senda Íslendinga til Svíþjóðar í liðaskiptaaðgerðir er margfalt meiri en að semja við lækna innanlands. Engin stefna virðist liggja fyrir í heilbrigðismálum um dreifingu á þjónustu innan eða utan Landspítalans. Á hvaða vegferð erum við? Nú eru ýmis mál í uppnámi í heilbrigðisráðuneytinu. Má þar helst nefna óvissu um skimanir fyrir leghálskrabbameini, umræða sem hefur vissulega vakið þjóðina til reiði, og svo samninga við sveitarfélögin um hjúkrunarheimilin. Þá má líka tala um þá staðreynd að árs bið er eftir geðlæknum, að fólki sé vísað frá bráðamóttöku því að bráðadeildin er pökkuð o.fl., o.fl. Fjárhagsvandamál Landspítalans hafa í mörg ár verið tilefni fyrirsagna í fjölmiðlum. Ríkið eykur og eykur fjárframlög til spítalans, úr 50 milljörðum í 80 milljarða á 6 árum, og á sama tíma hefur framleiðni minnkað. Það liggur augum uppi að skoða þarf fjármögnunarkerfi spítalans. Við höfum tækifæri til að vera framúrskarandi þjóð í heilbrigðismálum, það hefur sýnt sig að við getum gert vel, við höfum tæklað COVID-19 af svo mikilli yfirvegun og lagni. Lausnamiðaða nálgun þarf að beita til að leysa fjölmörg vandamál heilbrigðiskerfisins. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Ósk Guðmundsdóttir Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningur klórar sér í kollinum yfir þessum biðraðaleik heilbrigðisráðherra. Það er eins og talið sé betra að fólk bíði og kveljist frekar en að ríkið semji við einkaaðila. Á bakvið eitt númer á biðlista er þjáður einstaklingur í bið eftir heilbrigðisþjónustu. Biðlistar eru nú normið. Engin teikn eru á lofti að leysa eigi þennan vanda, getum við unað við núverandi ástand? Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu Almenningur á að hafa valfrelsi um heilbrigðisþjónustu og hún skal vera óháð efnahag. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu merkir ekki að öll heilbrigðisþjónusta þurfi að vera á færum ríkisins. Þessa mýtu þarf að kveða niður. Ef lögð er áhersla á jafnræði í greiðslum fyrir heilbrigðisþjónustu óháð rekstrarformi getum við fækkað fjöldanum í röðunum og nýtt kraft heilbrigðisstarfsfólksins á sem bestan máta. Fjármagn á að fylgja sjúklingi sem á svo valið um þjónustuna. Einkarekstur tryggir jafnt aðgengi Fáum við samkeppni í rekstur heilsugæslu, með valfrelsi sjúklingsins í forgrunni, eykst aðhald og fjármunir munu nýtast á hagkvæmari hátt. Einnig verður krafa um betri gæði og þjónustan verður skilvirkari. Norðurlöndin eru búin að fatta þetta, þar eru einkareknar heilsugæslur í forgrunni. Fyrirmyndin er klár, hér á landi þurfum við að efla og nýta betur möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum á heilsugæslu. Samningar á milli Sjúkratrygginga og heimilislækna eru sárafáir sem þýðir að valfrelsi einstaklinga er verulega takmarkað og miðast nánast einvörðungu við þjónustu heilsugæslustöðva. Skortur á heimilislæknum er einnig vandamál sem leysa þarf. Lausnin felst í fjölbreyttu rekstrarformi heilsugæslustöðva. Útvistum valkvæðum aðgerðum. Kostnaðurinn við það að senda Íslendinga til Svíþjóðar í liðaskiptaaðgerðir er margfalt meiri en að semja við lækna innanlands. Engin stefna virðist liggja fyrir í heilbrigðismálum um dreifingu á þjónustu innan eða utan Landspítalans. Á hvaða vegferð erum við? Nú eru ýmis mál í uppnámi í heilbrigðisráðuneytinu. Má þar helst nefna óvissu um skimanir fyrir leghálskrabbameini, umræða sem hefur vissulega vakið þjóðina til reiði, og svo samninga við sveitarfélögin um hjúkrunarheimilin. Þá má líka tala um þá staðreynd að árs bið er eftir geðlæknum, að fólki sé vísað frá bráðamóttöku því að bráðadeildin er pökkuð o.fl., o.fl. Fjárhagsvandamál Landspítalans hafa í mörg ár verið tilefni fyrirsagna í fjölmiðlum. Ríkið eykur og eykur fjárframlög til spítalans, úr 50 milljörðum í 80 milljarða á 6 árum, og á sama tíma hefur framleiðni minnkað. Það liggur augum uppi að skoða þarf fjármögnunarkerfi spítalans. Við höfum tækifæri til að vera framúrskarandi þjóð í heilbrigðismálum, það hefur sýnt sig að við getum gert vel, við höfum tæklað COVID-19 af svo mikilli yfirvegun og lagni. Lausnamiðaða nálgun þarf að beita til að leysa fjölmörg vandamál heilbrigðiskerfisins. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar