Áhugalítill formaður VR Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 5. mars 2021 12:31 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti fyrst nokkra athygli sem álitsgjafi í kjölfar bankahrunsins 2008. Hann kom fram í spjallþáttum í sjónvarpi og skrifaði langa og stundum orðljóta pistla í blöð um lífeyrissjóðakerfið og verðtrygginguna. Sumum fannst Ragnar tala af viti um þessi áhugamál sín, aðrir voru ekki eins vissir. Hvað sem um það má segja, þá hefur Ragnar margoft sýnt að hann hefur í reynd ekki áhuga á neinu öðru en lífeyrissjóðs- og verðtryggingarmálum. Það hefur ferill hans í störfum fyrir hreyfingu launafólks sannað, hvort heldur það hefur verið á vettvangi VR eða ASÍ. Ragnar Þór hefur til dæmis nær ekkert gefið sig að starfs- og símenntunarmálum, sem eru þó mjög brýnt hagsmunamál launafólks og mun skipta sköpum á vinnumarkaði í ljósi tækninýjunga og síaukinnar sjálfvirknivæðingar. Hagsmunir almenns skrifstofufólks og háskólamenntaðra innan VR vekja ekki verulegan áhuga hjá formanninum af einhverjum ástæðum. Afleiðingar sinnuleysis í garð þessara hópa í formennskutíð Ragnars sjást best á því að sífellt fleiri skipta úr VR og fara í félög eins og Félag lykilmanna og stéttarfélög sem eru eingöngu fyrir háskólamenntað fólk. Við aukið brotthvarf tekjuhærri félagsmanna getur svigrúm VR til góðra verka minnkað verulega sem er áhyggjuefni. Helsta verk Ragnars Þórs á sviði sjúkrasjóðs VR var að rýra réttindi VR-inga stórlega með fullkomlega ábyrgðarlausri auglýsingaherferð um kulnun, sem varð til þess að ásókn í sjóði stéttarfélaganna óx upp úr öllu valdi svo að stefnir í algjört óefni. Og nú stýrir Ragnar kostnaðarsamri auglýsingaherferð VR um stuðningslán til heimilanna, sem er dæmigert innihaldslaust og ófjármagnað loforð lýðskrumara í aðdraganda kosninga. Ragnar Þór hefur vissulega reynt fyrir sér í stjórnmálum, með litlum árangri hingað til, en úr því getur bráðlega ræst. Sá stjórnmálaflokkur sem formaður VR á helst samleið með er Sósíalistaflokkurinn – og hann er í sókn um þessar mundir samkvæmt skoðanakönnunum. Helsti áróðursmeistari þess flokks, Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forstjóri, hefur gefið út að flokkurinn stefni að því að fá forystumenn úr samtökum launafólks efst á lista hjá sér í komandi alþingiskosningum. Þetta er tækifæri sem Ragnar Þór lætur varla framhjá sér fara. Hann þráir sæti á Alþingi, þó að hann fullyrði kannski annað í aðdraganda formannskosningar í VR. Í komandi formannskosningu í VR stendur valið því annars vegar um Ragnar Þór Ingólfsson, karl sem er kominn með hugann langt burt frá VR-ingum, og hins vegar Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, konu sem hefur heitið því að vinna af heilindum í þágu allra félagsmanna í VR. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti fyrst nokkra athygli sem álitsgjafi í kjölfar bankahrunsins 2008. Hann kom fram í spjallþáttum í sjónvarpi og skrifaði langa og stundum orðljóta pistla í blöð um lífeyrissjóðakerfið og verðtrygginguna. Sumum fannst Ragnar tala af viti um þessi áhugamál sín, aðrir voru ekki eins vissir. Hvað sem um það má segja, þá hefur Ragnar margoft sýnt að hann hefur í reynd ekki áhuga á neinu öðru en lífeyrissjóðs- og verðtryggingarmálum. Það hefur ferill hans í störfum fyrir hreyfingu launafólks sannað, hvort heldur það hefur verið á vettvangi VR eða ASÍ. Ragnar Þór hefur til dæmis nær ekkert gefið sig að starfs- og símenntunarmálum, sem eru þó mjög brýnt hagsmunamál launafólks og mun skipta sköpum á vinnumarkaði í ljósi tækninýjunga og síaukinnar sjálfvirknivæðingar. Hagsmunir almenns skrifstofufólks og háskólamenntaðra innan VR vekja ekki verulegan áhuga hjá formanninum af einhverjum ástæðum. Afleiðingar sinnuleysis í garð þessara hópa í formennskutíð Ragnars sjást best á því að sífellt fleiri skipta úr VR og fara í félög eins og Félag lykilmanna og stéttarfélög sem eru eingöngu fyrir háskólamenntað fólk. Við aukið brotthvarf tekjuhærri félagsmanna getur svigrúm VR til góðra verka minnkað verulega sem er áhyggjuefni. Helsta verk Ragnars Þórs á sviði sjúkrasjóðs VR var að rýra réttindi VR-inga stórlega með fullkomlega ábyrgðarlausri auglýsingaherferð um kulnun, sem varð til þess að ásókn í sjóði stéttarfélaganna óx upp úr öllu valdi svo að stefnir í algjört óefni. Og nú stýrir Ragnar kostnaðarsamri auglýsingaherferð VR um stuðningslán til heimilanna, sem er dæmigert innihaldslaust og ófjármagnað loforð lýðskrumara í aðdraganda kosninga. Ragnar Þór hefur vissulega reynt fyrir sér í stjórnmálum, með litlum árangri hingað til, en úr því getur bráðlega ræst. Sá stjórnmálaflokkur sem formaður VR á helst samleið með er Sósíalistaflokkurinn – og hann er í sókn um þessar mundir samkvæmt skoðanakönnunum. Helsti áróðursmeistari þess flokks, Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forstjóri, hefur gefið út að flokkurinn stefni að því að fá forystumenn úr samtökum launafólks efst á lista hjá sér í komandi alþingiskosningum. Þetta er tækifæri sem Ragnar Þór lætur varla framhjá sér fara. Hann þráir sæti á Alþingi, þó að hann fullyrði kannski annað í aðdraganda formannskosningar í VR. Í komandi formannskosningu í VR stendur valið því annars vegar um Ragnar Þór Ingólfsson, karl sem er kominn með hugann langt burt frá VR-ingum, og hins vegar Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, konu sem hefur heitið því að vinna af heilindum í þágu allra félagsmanna í VR. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar