Ófá mörk hafa verið dæmd af í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið eftir að boltinn hafði farið í hönd sóknarmanns í aðdraganda marksins. Josh Maja hélt til að mynda að hann hefði skorað jöfnunarmark gegn Tottenham í gær, en markið var dæmt af eftir að David Coote, dómari leiksins skoðaði aðdraganda marksins í VAR skjánum góða. Boltinn hafði farið í hönd Mario Lemina þegar Davinson Sánchez reyndi að hreinsa boltan frá.
Þetta atvik varð valdur að miklum umræðum um þessa umdeildu reglu, en Mario Lemina var með höndina upp við líkamann.
Samkvæmt nýju reglunum, sem eiga að taka gildi 1.júní, eiga dómarar að skoða frekar fjarlægðina sem boltinn hefur ferðast áður en hann fer í hönd leikmanns og hvort að leikmaður sé með hendurnar í óeðlilegri stöðu.
Áfram verða mörk þó dæmd af ef skorað er mark með hendinni, hvort sem það er óviljaverk eða ekki, og ef leikmaður skorar beint eftir að hann handleikur knöttinn.
Handball vs no handball. Make it make sense pic.twitter.com/dXORW4RG7X
— FootballJOE (@FootballJOE) March 4, 2021