Leikurinn var virkilega jafn og spennandi, en Göppingen var með yfirhöndina lengst af. Gestirnir tóku stjórnina snemma leiks og náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik.
Ýmir Örn og félagar gáfust þó ekki upp og minnkuðu muninn jafnt og þétt áður en liðin gegnu til búningsklefa. Munurinn í hálfleik einungis tvö mörk, staðan 15-17.
Það var lítið sem gat skilið liðin tvö að í seinni hálfleik. Liðin skiptust á að skora, og þegar lítið var eftir var staðan orðin jöfn, 29-29.
Að lokum voru það þó gestirnir frá Göppingen sem lönduðu eins marks sigri og eru því orðnir jafnir Fuchse Berlin í sjötta sæti deildarinnar með 23 stig. Rhein-Neckar Löwen eru áfram í fjórða sæti með 26 stig.