Gengið út frá því að smit á Landspítala sé breska afbrigðið Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. mars 2021 15:36 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Stöð 2/Sigurjón Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar eru í sóttkví eftir að starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3 Landspítalans í Fossvogi greindist með covid-19 í gær. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans í samtali við Vísi. Málið er litið alvarlegum augum. Á deildinni er veitt göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu. Á deildinni er einnig rannsóknarsetur svefnlækninga og starfaði viðkomandi á þeirri deild. Deildinni hefur verið lokað vegna sýkingarinnar en hópur starfsmanna og sjúklinga var sendur í sýnatöku vegna þessa. Már segir að gengið sé út frá því að um hið svokallaða breska afbrigði sé að ræða. Mögulega tengist tilfellið smiti sem greindist á landamærum í byrjun mánaðar. Smitrakning teygir sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sem smitaðist sótti tónleika á föstudaginn. „Þetta er manneskja sem er afar passasöm og hefur væntanlega smitast úti í samfélaginu og kemur til starfa þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku,“ segir Már. Það sé tímabilið sem horft sé til að hugsanlega hafi aðrir á deildinni getað verið útsettir fyrir smiti. „Þetta þýðir það að við þurfum að kalla inn alla fasta starfsmenn á deildinni sem alltaf eru í þessum kringumstæðum þeir fara í sóttkví og síðan þarf að hafa samband við alla þá sjúklinga sem viðkomandi starfsmaður hafði verið í sambandi við á síðustu vikum og heildarfjöldinn losar fimmtíu manns,“ útskýrir Már. Hann viti ekki nákvæmlega hversu margir þeirra séu starfsmenn og hversu margir sjúklingar. Ljóst sé að starfsemi deildarinnar muni raksast í næstu viku. „Á morgun erum við að ljúka skimun á þessum starfsmönnum og þá kemur svolítið mikið í ljós umfangið, hvort þetta er eitthvað eða ekkert, og á morgun þarf að þrífa deildina,“ segir Már. Tengist mögulega landamærasmiti Enn sem komið er hafi ekkert annað smit verið staðfest á spítalinum. „Það er unnið að því á vegum almannavarnadeildar og sóttvarnalæknis að tengja þennan einstakling við hugsanlegt landamærasmit. Það kom upp landamærasmit, einstaklingur sem að var í einangrun og þessi einstaklingur gæti hafa smitast í gegnum sameiginlega snertifleti í híbýlum yfir í þessa manneskju. Það er það sem er verið að kanna,“ segir Már. Viðkomandi, sá er greindist smitaður á landamærum fyrr í mánuðinum, hafi greinst með breska afbrigðið svokallaða. Ekki hefur verið staðfest hvort starfsmaðurinn sé einnig með afbrigðið en í ljósi þessa er gengið út frá því að sögn Más. „Við erum að ganga út frá því að viðkomandi sé með það þó að við höfum ekki vitneskju um það á þessari stundu,“ segir Már. Einkum í ljósi þessa hafi verið ákveðið að grípa til harðra aðgerða á deildinni. Ekki allir starfsmenn deildarinnar bólusettir Hann segir að ekki sé búið að bólusetja alla starfsmenn spítalans sem starfa á deildinni. Viðkomandi starfsmaður hafi ekki verið búinn að fá bólusetningu. „Það eru tiltölulega fáir starfsmenn á þessari deild búnir að fá bólusetningu,“ segir Már, en ekki hafi allir starfsmenn þessarar deildar verið skilgreindir sem framlínustarfsmenn. „Hlutfallslega er búið að bólusetja um fjörutíu og fimm til fimmtíu prósent starfsmenn spítalans. Við hefðum viljað sjá alla klíníska starfsmenn spítalans bólusetta einmitt til þess að geta tekið á svona löguðu. En þarna hagar atvikið því þannig að starfsmaður sem er óbólusettur og er að vinna meðal óbólusettra en í rauninni með talsvert viðkvæman hóp. Þá sem eru með svefnvandamál og lungnavandamál,“ þannig að það er svolítið óheppilegt segir Már. Hann vonar að hægt verði að bólusetja starfsmenn deildarinnar hraðar til að draga úr líkunum á því að starfsfólk geti borið smit til sjúklinga. Fyrsta innanlandssmitið í nokkurn tíma Síðasta skráða innanlandssmitið samkvæmt covid.is er frá 26. febrúar en var viðkomandi í sóttkví. Það var því síðast þann 1. febrúar sem einstaklingur greindist með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví, eða þangað til smit kom upp hjá starfsmanni Landspítala í gær. Þá voru liðnar tæpar fimm vikur frá því einstaklingur greindist síðast með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví samkvæmt tölulegum gögnum á covid.is. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort fleiri hafi greinst smitaðir um helgina en ekki eru lengur veittar tölulegar upplýsingar um fjölda smita sem greinast um helgar. Næstu tölur stendur til að birta á morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Á deildinni er veitt göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu. Á deildinni er einnig rannsóknarsetur svefnlækninga og starfaði viðkomandi á þeirri deild. Deildinni hefur verið lokað vegna sýkingarinnar en hópur starfsmanna og sjúklinga var sendur í sýnatöku vegna þessa. Már segir að gengið sé út frá því að um hið svokallaða breska afbrigði sé að ræða. Mögulega tengist tilfellið smiti sem greindist á landamærum í byrjun mánaðar. Smitrakning teygir sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sem smitaðist sótti tónleika á föstudaginn. „Þetta er manneskja sem er afar passasöm og hefur væntanlega smitast úti í samfélaginu og kemur til starfa þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku,“ segir Már. Það sé tímabilið sem horft sé til að hugsanlega hafi aðrir á deildinni getað verið útsettir fyrir smiti. „Þetta þýðir það að við þurfum að kalla inn alla fasta starfsmenn á deildinni sem alltaf eru í þessum kringumstæðum þeir fara í sóttkví og síðan þarf að hafa samband við alla þá sjúklinga sem viðkomandi starfsmaður hafði verið í sambandi við á síðustu vikum og heildarfjöldinn losar fimmtíu manns,“ útskýrir Már. Hann viti ekki nákvæmlega hversu margir þeirra séu starfsmenn og hversu margir sjúklingar. Ljóst sé að starfsemi deildarinnar muni raksast í næstu viku. „Á morgun erum við að ljúka skimun á þessum starfsmönnum og þá kemur svolítið mikið í ljós umfangið, hvort þetta er eitthvað eða ekkert, og á morgun þarf að þrífa deildina,“ segir Már. Tengist mögulega landamærasmiti Enn sem komið er hafi ekkert annað smit verið staðfest á spítalinum. „Það er unnið að því á vegum almannavarnadeildar og sóttvarnalæknis að tengja þennan einstakling við hugsanlegt landamærasmit. Það kom upp landamærasmit, einstaklingur sem að var í einangrun og þessi einstaklingur gæti hafa smitast í gegnum sameiginlega snertifleti í híbýlum yfir í þessa manneskju. Það er það sem er verið að kanna,“ segir Már. Viðkomandi, sá er greindist smitaður á landamærum fyrr í mánuðinum, hafi greinst með breska afbrigðið svokallaða. Ekki hefur verið staðfest hvort starfsmaðurinn sé einnig með afbrigðið en í ljósi þessa er gengið út frá því að sögn Más. „Við erum að ganga út frá því að viðkomandi sé með það þó að við höfum ekki vitneskju um það á þessari stundu,“ segir Már. Einkum í ljósi þessa hafi verið ákveðið að grípa til harðra aðgerða á deildinni. Ekki allir starfsmenn deildarinnar bólusettir Hann segir að ekki sé búið að bólusetja alla starfsmenn spítalans sem starfa á deildinni. Viðkomandi starfsmaður hafi ekki verið búinn að fá bólusetningu. „Það eru tiltölulega fáir starfsmenn á þessari deild búnir að fá bólusetningu,“ segir Már, en ekki hafi allir starfsmenn þessarar deildar verið skilgreindir sem framlínustarfsmenn. „Hlutfallslega er búið að bólusetja um fjörutíu og fimm til fimmtíu prósent starfsmenn spítalans. Við hefðum viljað sjá alla klíníska starfsmenn spítalans bólusetta einmitt til þess að geta tekið á svona löguðu. En þarna hagar atvikið því þannig að starfsmaður sem er óbólusettur og er að vinna meðal óbólusettra en í rauninni með talsvert viðkvæman hóp. Þá sem eru með svefnvandamál og lungnavandamál,“ þannig að það er svolítið óheppilegt segir Már. Hann vonar að hægt verði að bólusetja starfsmenn deildarinnar hraðar til að draga úr líkunum á því að starfsfólk geti borið smit til sjúklinga. Fyrsta innanlandssmitið í nokkurn tíma Síðasta skráða innanlandssmitið samkvæmt covid.is er frá 26. febrúar en var viðkomandi í sóttkví. Það var því síðast þann 1. febrúar sem einstaklingur greindist með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví, eða þangað til smit kom upp hjá starfsmanni Landspítala í gær. Þá voru liðnar tæpar fimm vikur frá því einstaklingur greindist síðast með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví samkvæmt tölulegum gögnum á covid.is. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort fleiri hafi greinst smitaðir um helgina en ekki eru lengur veittar tölulegar upplýsingar um fjölda smita sem greinast um helgar. Næstu tölur stendur til að birta á morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira