Gengið út frá því að smit á Landspítala sé breska afbrigðið Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. mars 2021 15:36 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Stöð 2/Sigurjón Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar eru í sóttkví eftir að starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3 Landspítalans í Fossvogi greindist með covid-19 í gær. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans í samtali við Vísi. Málið er litið alvarlegum augum. Á deildinni er veitt göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu. Á deildinni er einnig rannsóknarsetur svefnlækninga og starfaði viðkomandi á þeirri deild. Deildinni hefur verið lokað vegna sýkingarinnar en hópur starfsmanna og sjúklinga var sendur í sýnatöku vegna þessa. Már segir að gengið sé út frá því að um hið svokallaða breska afbrigði sé að ræða. Mögulega tengist tilfellið smiti sem greindist á landamærum í byrjun mánaðar. Smitrakning teygir sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sem smitaðist sótti tónleika á föstudaginn. „Þetta er manneskja sem er afar passasöm og hefur væntanlega smitast úti í samfélaginu og kemur til starfa þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku,“ segir Már. Það sé tímabilið sem horft sé til að hugsanlega hafi aðrir á deildinni getað verið útsettir fyrir smiti. „Þetta þýðir það að við þurfum að kalla inn alla fasta starfsmenn á deildinni sem alltaf eru í þessum kringumstæðum þeir fara í sóttkví og síðan þarf að hafa samband við alla þá sjúklinga sem viðkomandi starfsmaður hafði verið í sambandi við á síðustu vikum og heildarfjöldinn losar fimmtíu manns,“ útskýrir Már. Hann viti ekki nákvæmlega hversu margir þeirra séu starfsmenn og hversu margir sjúklingar. Ljóst sé að starfsemi deildarinnar muni raksast í næstu viku. „Á morgun erum við að ljúka skimun á þessum starfsmönnum og þá kemur svolítið mikið í ljós umfangið, hvort þetta er eitthvað eða ekkert, og á morgun þarf að þrífa deildina,“ segir Már. Tengist mögulega landamærasmiti Enn sem komið er hafi ekkert annað smit verið staðfest á spítalinum. „Það er unnið að því á vegum almannavarnadeildar og sóttvarnalæknis að tengja þennan einstakling við hugsanlegt landamærasmit. Það kom upp landamærasmit, einstaklingur sem að var í einangrun og þessi einstaklingur gæti hafa smitast í gegnum sameiginlega snertifleti í híbýlum yfir í þessa manneskju. Það er það sem er verið að kanna,“ segir Már. Viðkomandi, sá er greindist smitaður á landamærum fyrr í mánuðinum, hafi greinst með breska afbrigðið svokallaða. Ekki hefur verið staðfest hvort starfsmaðurinn sé einnig með afbrigðið en í ljósi þessa er gengið út frá því að sögn Más. „Við erum að ganga út frá því að viðkomandi sé með það þó að við höfum ekki vitneskju um það á þessari stundu,“ segir Már. Einkum í ljósi þessa hafi verið ákveðið að grípa til harðra aðgerða á deildinni. Ekki allir starfsmenn deildarinnar bólusettir Hann segir að ekki sé búið að bólusetja alla starfsmenn spítalans sem starfa á deildinni. Viðkomandi starfsmaður hafi ekki verið búinn að fá bólusetningu. „Það eru tiltölulega fáir starfsmenn á þessari deild búnir að fá bólusetningu,“ segir Már, en ekki hafi allir starfsmenn þessarar deildar verið skilgreindir sem framlínustarfsmenn. „Hlutfallslega er búið að bólusetja um fjörutíu og fimm til fimmtíu prósent starfsmenn spítalans. Við hefðum viljað sjá alla klíníska starfsmenn spítalans bólusetta einmitt til þess að geta tekið á svona löguðu. En þarna hagar atvikið því þannig að starfsmaður sem er óbólusettur og er að vinna meðal óbólusettra en í rauninni með talsvert viðkvæman hóp. Þá sem eru með svefnvandamál og lungnavandamál,“ þannig að það er svolítið óheppilegt segir Már. Hann vonar að hægt verði að bólusetja starfsmenn deildarinnar hraðar til að draga úr líkunum á því að starfsfólk geti borið smit til sjúklinga. Fyrsta innanlandssmitið í nokkurn tíma Síðasta skráða innanlandssmitið samkvæmt covid.is er frá 26. febrúar en var viðkomandi í sóttkví. Það var því síðast þann 1. febrúar sem einstaklingur greindist með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví, eða þangað til smit kom upp hjá starfsmanni Landspítala í gær. Þá voru liðnar tæpar fimm vikur frá því einstaklingur greindist síðast með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví samkvæmt tölulegum gögnum á covid.is. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort fleiri hafi greinst smitaðir um helgina en ekki eru lengur veittar tölulegar upplýsingar um fjölda smita sem greinast um helgar. Næstu tölur stendur til að birta á morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Á deildinni er veitt göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu. Á deildinni er einnig rannsóknarsetur svefnlækninga og starfaði viðkomandi á þeirri deild. Deildinni hefur verið lokað vegna sýkingarinnar en hópur starfsmanna og sjúklinga var sendur í sýnatöku vegna þessa. Már segir að gengið sé út frá því að um hið svokallaða breska afbrigði sé að ræða. Mögulega tengist tilfellið smiti sem greindist á landamærum í byrjun mánaðar. Smitrakning teygir sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sem smitaðist sótti tónleika á föstudaginn. „Þetta er manneskja sem er afar passasöm og hefur væntanlega smitast úti í samfélaginu og kemur til starfa þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku,“ segir Már. Það sé tímabilið sem horft sé til að hugsanlega hafi aðrir á deildinni getað verið útsettir fyrir smiti. „Þetta þýðir það að við þurfum að kalla inn alla fasta starfsmenn á deildinni sem alltaf eru í þessum kringumstæðum þeir fara í sóttkví og síðan þarf að hafa samband við alla þá sjúklinga sem viðkomandi starfsmaður hafði verið í sambandi við á síðustu vikum og heildarfjöldinn losar fimmtíu manns,“ útskýrir Már. Hann viti ekki nákvæmlega hversu margir þeirra séu starfsmenn og hversu margir sjúklingar. Ljóst sé að starfsemi deildarinnar muni raksast í næstu viku. „Á morgun erum við að ljúka skimun á þessum starfsmönnum og þá kemur svolítið mikið í ljós umfangið, hvort þetta er eitthvað eða ekkert, og á morgun þarf að þrífa deildina,“ segir Már. Tengist mögulega landamærasmiti Enn sem komið er hafi ekkert annað smit verið staðfest á spítalinum. „Það er unnið að því á vegum almannavarnadeildar og sóttvarnalæknis að tengja þennan einstakling við hugsanlegt landamærasmit. Það kom upp landamærasmit, einstaklingur sem að var í einangrun og þessi einstaklingur gæti hafa smitast í gegnum sameiginlega snertifleti í híbýlum yfir í þessa manneskju. Það er það sem er verið að kanna,“ segir Már. Viðkomandi, sá er greindist smitaður á landamærum fyrr í mánuðinum, hafi greinst með breska afbrigðið svokallaða. Ekki hefur verið staðfest hvort starfsmaðurinn sé einnig með afbrigðið en í ljósi þessa er gengið út frá því að sögn Más. „Við erum að ganga út frá því að viðkomandi sé með það þó að við höfum ekki vitneskju um það á þessari stundu,“ segir Már. Einkum í ljósi þessa hafi verið ákveðið að grípa til harðra aðgerða á deildinni. Ekki allir starfsmenn deildarinnar bólusettir Hann segir að ekki sé búið að bólusetja alla starfsmenn spítalans sem starfa á deildinni. Viðkomandi starfsmaður hafi ekki verið búinn að fá bólusetningu. „Það eru tiltölulega fáir starfsmenn á þessari deild búnir að fá bólusetningu,“ segir Már, en ekki hafi allir starfsmenn þessarar deildar verið skilgreindir sem framlínustarfsmenn. „Hlutfallslega er búið að bólusetja um fjörutíu og fimm til fimmtíu prósent starfsmenn spítalans. Við hefðum viljað sjá alla klíníska starfsmenn spítalans bólusetta einmitt til þess að geta tekið á svona löguðu. En þarna hagar atvikið því þannig að starfsmaður sem er óbólusettur og er að vinna meðal óbólusettra en í rauninni með talsvert viðkvæman hóp. Þá sem eru með svefnvandamál og lungnavandamál,“ þannig að það er svolítið óheppilegt segir Már. Hann vonar að hægt verði að bólusetja starfsmenn deildarinnar hraðar til að draga úr líkunum á því að starfsfólk geti borið smit til sjúklinga. Fyrsta innanlandssmitið í nokkurn tíma Síðasta skráða innanlandssmitið samkvæmt covid.is er frá 26. febrúar en var viðkomandi í sóttkví. Það var því síðast þann 1. febrúar sem einstaklingur greindist með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví, eða þangað til smit kom upp hjá starfsmanni Landspítala í gær. Þá voru liðnar tæpar fimm vikur frá því einstaklingur greindist síðast með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví samkvæmt tölulegum gögnum á covid.is. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort fleiri hafi greinst smitaðir um helgina en ekki eru lengur veittar tölulegar upplýsingar um fjölda smita sem greinast um helgar. Næstu tölur stendur til að birta á morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent