Lömuð kona fær ekki þjónustu á næturnar: „Hún er logandi hrædd“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2021 20:01 Lömuð kona sem er með samning um sambærilega þjónustu og notendastýrða persónulega aðstoð fær ekki þjónustu á næturnar. Systir hennar segir konuna logandi hrædda. Elínborg Steinunnardóttir lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í janúar fyrir ári síðan þegar lögregla veitti próflausum ökumanni sem var undir áhrifum vímuefna eftirför. Ökumaðurinn keyrði á 150 kílómetra hraða beint framan á bíl Elínborgar. Frosti Logason tók ítarlegt viðtal við Elínborgu í Ísland í dag í desember þar sem hún ræddi um eftirför lögreglu og afleiðingar hennar. Eftir slysið dvaldi Elínborg í 56 vikur á sjúkrahúsi og í endurhæfingu á Grensás. Hún fékk svo samning um sambærilega þjónustu og NPA í nóvember. Hún fór að fullu heim til sín í síðustu viku. „En svo fær hún upplýsingar um það síðastliðinn mánudag að héðan í frá verði engar næturvaktir og hún eigi að vera ein heima frá klukkan tólf á miðnætti til klukkan átta á morgnanna,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, systir Elínborgar. Segir starfsfólkið áhyggjufullt Elínborg notast við hjólastól í daglegu lífi. Borghildur segir að velferðarsvið Reykjanesbæjar gefi þau svör að í skýrslu frá Grensás komi fram að Elínborg þurfi aðeins þjónustu sextán tíma sólarhrings og að bærinn hafi ekki heimild til að veita þjónustu umfram matið. Borghildur hrósar starfsfólki og ráðgjöfum Elínborgar en segir verkferla gallaða. „Það er hver heilvita maður sem veit það að hún getur ekki verið heima á næturnar alein. Ég hef talað við starfsfólkið hennar og þau eru öll mjög áhyggjufull og líður verulega illa því þau eru sett í þá stöðu að á miðnætti þá eiga þau að skilja hana eftir eina. Og það kemur kannski gos, það gæti einhver brotist inn, hún gæti fengið í magann. Þetta er ekki eðlilegt,“ sagði Borghildur. „Þetta er náttúrulega óskaplega dýr þjónusta að veita á kostnað Reykjanesbæjar en ég get alveg sagt það að systir mín er ekki efni í niðurskurð á þjónustu.“ Tekur svefntöflur til að vakna ekki ein Borghildur segir systur sína óttast að vera ein þar sem hún sé ekki sjálfbjarga að fullu. „Hún er bara logandi hrædd, logandi hrædd og eins og ég segi þá er það hennar lausn að taka svefntöflur af því að hún er svo hrædd við að vakna,“ sagði Borghildur. Starfsmaður á velferðarsviði Reykjanesbæjar sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið. Heilbrigðismál Reykjanesbær Félagsmál Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Elínborg Steinunnardóttir lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í janúar fyrir ári síðan þegar lögregla veitti próflausum ökumanni sem var undir áhrifum vímuefna eftirför. Ökumaðurinn keyrði á 150 kílómetra hraða beint framan á bíl Elínborgar. Frosti Logason tók ítarlegt viðtal við Elínborgu í Ísland í dag í desember þar sem hún ræddi um eftirför lögreglu og afleiðingar hennar. Eftir slysið dvaldi Elínborg í 56 vikur á sjúkrahúsi og í endurhæfingu á Grensás. Hún fékk svo samning um sambærilega þjónustu og NPA í nóvember. Hún fór að fullu heim til sín í síðustu viku. „En svo fær hún upplýsingar um það síðastliðinn mánudag að héðan í frá verði engar næturvaktir og hún eigi að vera ein heima frá klukkan tólf á miðnætti til klukkan átta á morgnanna,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, systir Elínborgar. Segir starfsfólkið áhyggjufullt Elínborg notast við hjólastól í daglegu lífi. Borghildur segir að velferðarsvið Reykjanesbæjar gefi þau svör að í skýrslu frá Grensás komi fram að Elínborg þurfi aðeins þjónustu sextán tíma sólarhrings og að bærinn hafi ekki heimild til að veita þjónustu umfram matið. Borghildur hrósar starfsfólki og ráðgjöfum Elínborgar en segir verkferla gallaða. „Það er hver heilvita maður sem veit það að hún getur ekki verið heima á næturnar alein. Ég hef talað við starfsfólkið hennar og þau eru öll mjög áhyggjufull og líður verulega illa því þau eru sett í þá stöðu að á miðnætti þá eiga þau að skilja hana eftir eina. Og það kemur kannski gos, það gæti einhver brotist inn, hún gæti fengið í magann. Þetta er ekki eðlilegt,“ sagði Borghildur. „Þetta er náttúrulega óskaplega dýr þjónusta að veita á kostnað Reykjanesbæjar en ég get alveg sagt það að systir mín er ekki efni í niðurskurð á þjónustu.“ Tekur svefntöflur til að vakna ekki ein Borghildur segir systur sína óttast að vera ein þar sem hún sé ekki sjálfbjarga að fullu. „Hún er bara logandi hrædd, logandi hrædd og eins og ég segi þá er það hennar lausn að taka svefntöflur af því að hún er svo hrædd við að vakna,“ sagði Borghildur. Starfsmaður á velferðarsviði Reykjanesbæjar sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið.
Heilbrigðismál Reykjanesbær Félagsmál Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira