Börsungar hafa verið einfaldlega óstöðvandi á leiktíðinni. Liðið er með fullt hús stiga í bæði spænsku úrvalsdeildinni – þar sem það er með 21 sigur í 21 leik – sem og í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið er með 14 sigra í 14 leikjum.
Það ætti því ekki að komast á óvart að liðið hafi unnið öruggan sigur í kvöld. Barcelona lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en liðið var sjö mörkum yfir er flautað var til hálfleiks, staðan þá 20-13.
Síðari hálfleikurinn var aðeins jafnari en Börsungar héldu alltaf góðri forystu og unnu á endanum þægilega átta marka sigur, 35-27. Aron skoraði eitt mark í leiknum.
Ben amunt @Raul_Entrerrios !!
— Barça Handbol (@FCBhandbol) March 7, 2021
#ForçaBarça pic.twitter.com/bygvOVubsE
Barcelona hefur nú orðið bikarmeistari 25 sinnum og er sigursælasta lið Spánar.