Gleðilegan baráttudag! Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir skrifa 8. mars 2021 08:00 Þann 8. mars árið 1857 risu konur í klæðaverksmiðjum í New York upp og mótmæltu kjörum sínum og slæmum aðbúnaði. Þessi tiltölulega lítt þekkti atburður hefði vísast endað sem neðanmálsgrein í sögu verkalýðshreyfingarinnar ef ekki væri fyrir þá staðreynd að í tilefni hans var 8. mars gerður að alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sem við minnumst nú í dag. Ekkert land í heiminum getur státað af því að jafnrétti kynja sé náð og staða kvenna í sumum löndum er verulega slæm. Sótt hefur verið að réttindum kvenna víða um heiminn á undanförnum árum og Covid faraldurinn hefur bitnað sérstaklega á konum, meðal annars með auknu kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Um allan heim er dagurinn í dag notaður til að vekja athygli á þessari nöturlegu staðreynd og ítreka að viðbrögð stjórnvalda við Covid verði að taka mið af henni. Ísland er það land sem stendur hvað fremst þegar kemur að kvenréttindum. Það má þakka þeim mikla og öfluga hópi kvenna (og karla) sem hafa barist fyrir þessum réttindum. Konur og karlar hafa sömu lagalegu réttindi á Íslandi, atvinnuþátttaka kvenna er sú mesta sem þekkist í heiminum og meirihluti háskólanema eru konur. Staðan er engu að síður sú að konur njóta ekki menntunnar sinnar í launum, þær bera þungann af heimilisverkum og eiga á hættu að vera beittar ofbeldi. Bandaríski rithöfundurinn Ursula Le Guin sagði eitt sinn: „Við konur erum eldfjöll. Þegar konur bjóða fram sína reynslu sem sannleik, sem sannleik mannsins, breytast öll landakortin. Það skapast ný fjöll.“ Því er stundum haldið fram að til þess að konur öðlist réttindi þurfi karlmenni að tapa réttindum sínum. Ekkert er þó meira fjarri sanni. Krafan er sú kynin búi við jafnrétti. Ef við náum að vinna saman í baráttunni gegn mismunun er líklegra að árangur náist og að hann haldist. Þess vegna þurfum við öll að vera talsfólk jafnréttis. Vinstrihreyfingin – grænt framboð er stjórnmálahreyfing sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Í ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur konum verið tryggður sjálfráðaréttur yfir eigin líkama með nýjum lögum um þungunarrof sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram. Fæðingarorlof hefur verið lengt og sett hafa verið langþráð lög um kynferðislega friðhelgi, en með þeim er verið að styrkja réttarvernd einstaklinga með hliðsjón af þeim samfélagslegu breytingum sem hafa orðið með aukinni tæknivæðingu og viðhorfsbreytingum gagnvart kynferðisbrotum á Íslandi. Allt eru þetta breytingar sem auka jafnrétti í samfélaginu. Það er mikilvægt að ungt fólk taki þátt í umræðunni um kynjajafnrétti og jafnréttismál almennt. Bæði til að standa vörð um þær breytingar í átt til jafnréttis sem hafa náðst í áranna rás en ekki síður vegna þess að birtingarmyndir misréttis breytast og þar með áskoranirnar þegar kemur að því að tryggja jafnrétti. Ungmenni upplifa margar áskoranir í samfélaginu sem við búum í. Ungar konur þá sérstaklega. Þær eru skammaðar fyrir það að hafa of hátt, fyrir að segja sínar skoðanir, segja nei og hreinlega fyrir það að lifa. Þær halda fast í lyklana sína þegar þær eru úti að labba og læsa hurðum. Þær upplifa áreiti á öllum mögulegum miðlum og eiga margar hverjar erfitt með að treysta karlmönnunum í lífi sínu. Þær eru kallaðir öfgafemínistar þegar þær setja út á hegðun karla og það er þaggað niður í þeim, þær eru kallaðar öllum illum nöfnum og fyrir hvað? Fyrir að krefjast þess að þær séu ekki settar í bleikan kassa. Fyrir að biðja um að þeirra mörk séu virt. Fyrir að biðja um að þær sem manneskjur séu virtar. Við þurfum að fræða unga fólkið okkar. Ala þau upp í umhverfi sem setur þau ekki í bleika eða bláa kassa og kenna þeim að hafa hátt! Ungt fólk verður að vera hluti af lausninni. Notum daginn í dag til að fagna því sem hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni en horfum jafnframt til framtíðar og berjumst fyrir jafnrétti. Kristbjörg Mekkín Helgadóttir er alþjóðafulltrúi Ungra Vinstri grænna. Steinunn Þóra Árnadóttir er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Vinstri græn Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þann 8. mars árið 1857 risu konur í klæðaverksmiðjum í New York upp og mótmæltu kjörum sínum og slæmum aðbúnaði. Þessi tiltölulega lítt þekkti atburður hefði vísast endað sem neðanmálsgrein í sögu verkalýðshreyfingarinnar ef ekki væri fyrir þá staðreynd að í tilefni hans var 8. mars gerður að alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sem við minnumst nú í dag. Ekkert land í heiminum getur státað af því að jafnrétti kynja sé náð og staða kvenna í sumum löndum er verulega slæm. Sótt hefur verið að réttindum kvenna víða um heiminn á undanförnum árum og Covid faraldurinn hefur bitnað sérstaklega á konum, meðal annars með auknu kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Um allan heim er dagurinn í dag notaður til að vekja athygli á þessari nöturlegu staðreynd og ítreka að viðbrögð stjórnvalda við Covid verði að taka mið af henni. Ísland er það land sem stendur hvað fremst þegar kemur að kvenréttindum. Það má þakka þeim mikla og öfluga hópi kvenna (og karla) sem hafa barist fyrir þessum réttindum. Konur og karlar hafa sömu lagalegu réttindi á Íslandi, atvinnuþátttaka kvenna er sú mesta sem þekkist í heiminum og meirihluti háskólanema eru konur. Staðan er engu að síður sú að konur njóta ekki menntunnar sinnar í launum, þær bera þungann af heimilisverkum og eiga á hættu að vera beittar ofbeldi. Bandaríski rithöfundurinn Ursula Le Guin sagði eitt sinn: „Við konur erum eldfjöll. Þegar konur bjóða fram sína reynslu sem sannleik, sem sannleik mannsins, breytast öll landakortin. Það skapast ný fjöll.“ Því er stundum haldið fram að til þess að konur öðlist réttindi þurfi karlmenni að tapa réttindum sínum. Ekkert er þó meira fjarri sanni. Krafan er sú kynin búi við jafnrétti. Ef við náum að vinna saman í baráttunni gegn mismunun er líklegra að árangur náist og að hann haldist. Þess vegna þurfum við öll að vera talsfólk jafnréttis. Vinstrihreyfingin – grænt framboð er stjórnmálahreyfing sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Í ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur konum verið tryggður sjálfráðaréttur yfir eigin líkama með nýjum lögum um þungunarrof sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram. Fæðingarorlof hefur verið lengt og sett hafa verið langþráð lög um kynferðislega friðhelgi, en með þeim er verið að styrkja réttarvernd einstaklinga með hliðsjón af þeim samfélagslegu breytingum sem hafa orðið með aukinni tæknivæðingu og viðhorfsbreytingum gagnvart kynferðisbrotum á Íslandi. Allt eru þetta breytingar sem auka jafnrétti í samfélaginu. Það er mikilvægt að ungt fólk taki þátt í umræðunni um kynjajafnrétti og jafnréttismál almennt. Bæði til að standa vörð um þær breytingar í átt til jafnréttis sem hafa náðst í áranna rás en ekki síður vegna þess að birtingarmyndir misréttis breytast og þar með áskoranirnar þegar kemur að því að tryggja jafnrétti. Ungmenni upplifa margar áskoranir í samfélaginu sem við búum í. Ungar konur þá sérstaklega. Þær eru skammaðar fyrir það að hafa of hátt, fyrir að segja sínar skoðanir, segja nei og hreinlega fyrir það að lifa. Þær halda fast í lyklana sína þegar þær eru úti að labba og læsa hurðum. Þær upplifa áreiti á öllum mögulegum miðlum og eiga margar hverjar erfitt með að treysta karlmönnunum í lífi sínu. Þær eru kallaðir öfgafemínistar þegar þær setja út á hegðun karla og það er þaggað niður í þeim, þær eru kallaðar öllum illum nöfnum og fyrir hvað? Fyrir að krefjast þess að þær séu ekki settar í bleikan kassa. Fyrir að biðja um að þeirra mörk séu virt. Fyrir að biðja um að þær sem manneskjur séu virtar. Við þurfum að fræða unga fólkið okkar. Ala þau upp í umhverfi sem setur þau ekki í bleika eða bláa kassa og kenna þeim að hafa hátt! Ungt fólk verður að vera hluti af lausninni. Notum daginn í dag til að fagna því sem hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni en horfum jafnframt til framtíðar og berjumst fyrir jafnrétti. Kristbjörg Mekkín Helgadóttir er alþjóðafulltrúi Ungra Vinstri grænna. Steinunn Þóra Árnadóttir er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun