Hlutfallslega margir sem fari á hjúkrunarheimili Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 19:00 Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir þjónustu við eldri borgara vera lengra komna á Norðurlöndunum. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir Norðurlöndin standa Íslandi mun framar í þjónustu við eldri borgara. Þar bjóðist eldri borgurum heimahjúkrun í meira mæli og fólk fari seinna á hjúkrunarheimili en þekkist hér á landi. Þórunn var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún ræddi rekstur hjúkrunarheimila, en þau voru til umræðu í Víglínunni á Stöð 2 í gær. Þar sagði Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, að fyrirkomulag líkt og það sem þekkist á Norðurlöndunum og Þýskalandi væri skynsamleg lausn til lengri tíma, en í Þýskalandi greiðir fólk fyrir dvöl sína að fullu. „Þýska kerfið gengur að mínu viti of langt, það er engin spurning,“ segir Þórunn. Sjálf sé hún hlynntari þeirri leið sem er farin á Norðurlöndunum, en þar er meiri þjónusta í boði fyrir eldri borgara og meira gagnsæi varðandi kostnað hvers og eins fyrir dvöl á hjúkrunarheimilum. Kostnaður fyrir pláss á hjúkrunarheimili hér á landi er um 1,2 milljónir á mánuði. „Við erum með hlutfallslega háa tölu sem fer inn á hjúkrunarheimili og þess vegna verður það hlutfallslega dýrara fyrir samfélagið. Við erum þarna langt langt á eftir öðrum löndum.“ Vilja meira gagnsæi Þórunn segir marga kosti fylgja norrænu leiðinni. Bæði gæti fólk verið lengur í eigin húsnæði og kostaður gæti lækkað. Þar sé fólk áfram með sinn eigin heimilislækni og fær lyfin því niðurgreidd. „Ef þú héldir þínum heimilislækni, eins og gert er á Norðurlöndunum, þá fengir þú niðurgreidd lyf. Það er búið að gera tilraun til að kafa ofan í þetta svo við færum norrænu leiðina, að það væri sýnilegt hvað við erum að borga fyrir og sundurliðað, þannig viðkomandi fengi þá að sjá reikninginn.“ Hér á landi borgi fólk að hámarki um það bil 470 þúsund í umönnun, fæði og húsnæði þó plássið kosti 1,2 milljónir á mánuði. Að mati Þórunnar væri réttara að notast við sömu útfærslu og nágrannaþjóðirnar. . „Það er það sem Danir, Norðmenn og Svíar eru á undan okkur, þar borgar þú bara reikning fyrir það sem þér ber en umönnunarkostnaður, lyfjakostnaður og húsnæði er greitt af hinu opinbera.“ Ekki komin lengra en að breikka hurðir „Að búa lengur heima, það er svona stefna stjórnvalda, en það þarf að gera húsnæðið þannig úr garði að það sé hægt. Það er líka verið að byggja íbúðir fyrir aldraða sem ættu að vera með meira öryggi þegar kemur að þessum efri árum,“ segir Þórunn og bætir við að margar nýjar lausnir séu fyrir hendi í þeim efnum. Ísland sé þó ekki komið langt hvað varðar aðbúnað í íbúðum fyrir eldri borgara. „Menn horft á það að það þarf að breikka hurðir og taka þröskulda. Lengra erum við ekki komin.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórunni. Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þórunn var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún ræddi rekstur hjúkrunarheimila, en þau voru til umræðu í Víglínunni á Stöð 2 í gær. Þar sagði Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, að fyrirkomulag líkt og það sem þekkist á Norðurlöndunum og Þýskalandi væri skynsamleg lausn til lengri tíma, en í Þýskalandi greiðir fólk fyrir dvöl sína að fullu. „Þýska kerfið gengur að mínu viti of langt, það er engin spurning,“ segir Þórunn. Sjálf sé hún hlynntari þeirri leið sem er farin á Norðurlöndunum, en þar er meiri þjónusta í boði fyrir eldri borgara og meira gagnsæi varðandi kostnað hvers og eins fyrir dvöl á hjúkrunarheimilum. Kostnaður fyrir pláss á hjúkrunarheimili hér á landi er um 1,2 milljónir á mánuði. „Við erum með hlutfallslega háa tölu sem fer inn á hjúkrunarheimili og þess vegna verður það hlutfallslega dýrara fyrir samfélagið. Við erum þarna langt langt á eftir öðrum löndum.“ Vilja meira gagnsæi Þórunn segir marga kosti fylgja norrænu leiðinni. Bæði gæti fólk verið lengur í eigin húsnæði og kostaður gæti lækkað. Þar sé fólk áfram með sinn eigin heimilislækni og fær lyfin því niðurgreidd. „Ef þú héldir þínum heimilislækni, eins og gert er á Norðurlöndunum, þá fengir þú niðurgreidd lyf. Það er búið að gera tilraun til að kafa ofan í þetta svo við færum norrænu leiðina, að það væri sýnilegt hvað við erum að borga fyrir og sundurliðað, þannig viðkomandi fengi þá að sjá reikninginn.“ Hér á landi borgi fólk að hámarki um það bil 470 þúsund í umönnun, fæði og húsnæði þó plássið kosti 1,2 milljónir á mánuði. Að mati Þórunnar væri réttara að notast við sömu útfærslu og nágrannaþjóðirnar. . „Það er það sem Danir, Norðmenn og Svíar eru á undan okkur, þar borgar þú bara reikning fyrir það sem þér ber en umönnunarkostnaður, lyfjakostnaður og húsnæði er greitt af hinu opinbera.“ Ekki komin lengra en að breikka hurðir „Að búa lengur heima, það er svona stefna stjórnvalda, en það þarf að gera húsnæðið þannig úr garði að það sé hægt. Það er líka verið að byggja íbúðir fyrir aldraða sem ættu að vera með meira öryggi þegar kemur að þessum efri árum,“ segir Þórunn og bætir við að margar nýjar lausnir séu fyrir hendi í þeim efnum. Ísland sé þó ekki komið langt hvað varðar aðbúnað í íbúðum fyrir eldri borgara. „Menn horft á það að það þarf að breikka hurðir og taka þröskulda. Lengra erum við ekki komin.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórunni.
Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira