Treysti Helgu Guðrúnu best sem formanni VR Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2021 19:30 Engum treysti ég betur til að leiða VR til nýrra sigra í þágu launafólks en Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Helga er kraftmikil kona með mikinn kjark og þor til að takast á við verkefni, bæði stór og smá. Hún er framsýn, með næman skilning á straumum og stefnum líðandi stundar og stórt hjarta sem slær með þeim sem hallað er á. Harðsnúinn jafnréttissinni Ég kynntist Helgu þegar við vorum í Háskóla Íslands. Helga lagði stund á stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði. Fjölmiðlafræði var þá nýjung í félagsvísindadeild skólans. Það lýsir Helgu að mörgu leyti vel að hún skyldi velja þessa nýju grein og taka með því móti þátt í að ryðja henni braut innan háskólans. Nokkrum árum síðar, á þeim tíma sem hún vann á Skrifstofu jafnréttismála, nýttist henni fjölmiðlafræðin jafnframt vel er hún vann fyrstu kynbundnu fjölmiðlagreininguna sem gerð var hér á landi í samstarfi við kennara í fjölmiðlafræðinni. Þarna sameinaði Helga jafnframt starf og áhugamál, en hún hefur alla tíð verið harðsnúinn jafnréttissinni. 30 ára farsæll ferill Lungann úr starfsævinni hefur Helga starfað í samskiptum og á hún að baki samtals 30 ára feril sem m.a. upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri hjá Bændasamtökum Íslands, Verslunarráði Íslands, B&L bílaumboði og sveitarfélaginu Fjarðabyggð, svo að það helsta sé nefnt. Þá tók hún um árabil þátt í nærsamfélagi Kópavogsbæjar með setu í m.a. félagsmálaráði og lista- og menningarráði sveitarfélagsins og hún hefur verið í forystu stórra samtaka sem formaður Kvenréttindasambands Ísland, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og stjórnarmaður í Landvernd, svo að dæmi séu tekin. Þá átti hún um árabil sæti í stjórn Vottunarstofunnar Túns, brautryðjanda í lífrænni vottun hér á landi. Mikil VR kona Áhugi Helgu á kjaramálum hefur vart farið fram hjá þeim sem hana þekkja. Hún fékk fyrst útrás fyrir þessu brennandi áhugamáli sínu þegar hún tók að sér ráðgjafaverkefni hjá VR vegna innleiðingar á markaðslaunakerfinu. Hún sagði síðar að sú vinna hefði myndað vatnaskil í sýn hennar á íslenska vinnumarkaðinn og VR og hefur hún æ síðan haldið mikilli tryggð við stéttarfélagið. Þetta var um síðustu aldamót. Síðan þá hefur hún tekið virkan þátt í störfum m.a. Félags íslenskra félagsvísindamanna og Bandalagi háskólamanna. Einn helsti kostur Helgu er hversu jafnréttissinnuð hún er. Hún hefur einlægan áhuga á samferðarfólki sínu og velferð þess og ber eðlislæga virðingu fyrir skoðunum annarra. Hún á fyrir vikið breiðan vina- og kunningjahóp þvert á pólitíska litrófið. Ég get óhikað mælt með þessari góðu konu sem næsta formanni VR. Höfundur er skrifstofustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Engum treysti ég betur til að leiða VR til nýrra sigra í þágu launafólks en Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Helga er kraftmikil kona með mikinn kjark og þor til að takast á við verkefni, bæði stór og smá. Hún er framsýn, með næman skilning á straumum og stefnum líðandi stundar og stórt hjarta sem slær með þeim sem hallað er á. Harðsnúinn jafnréttissinni Ég kynntist Helgu þegar við vorum í Háskóla Íslands. Helga lagði stund á stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði. Fjölmiðlafræði var þá nýjung í félagsvísindadeild skólans. Það lýsir Helgu að mörgu leyti vel að hún skyldi velja þessa nýju grein og taka með því móti þátt í að ryðja henni braut innan háskólans. Nokkrum árum síðar, á þeim tíma sem hún vann á Skrifstofu jafnréttismála, nýttist henni fjölmiðlafræðin jafnframt vel er hún vann fyrstu kynbundnu fjölmiðlagreininguna sem gerð var hér á landi í samstarfi við kennara í fjölmiðlafræðinni. Þarna sameinaði Helga jafnframt starf og áhugamál, en hún hefur alla tíð verið harðsnúinn jafnréttissinni. 30 ára farsæll ferill Lungann úr starfsævinni hefur Helga starfað í samskiptum og á hún að baki samtals 30 ára feril sem m.a. upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri hjá Bændasamtökum Íslands, Verslunarráði Íslands, B&L bílaumboði og sveitarfélaginu Fjarðabyggð, svo að það helsta sé nefnt. Þá tók hún um árabil þátt í nærsamfélagi Kópavogsbæjar með setu í m.a. félagsmálaráði og lista- og menningarráði sveitarfélagsins og hún hefur verið í forystu stórra samtaka sem formaður Kvenréttindasambands Ísland, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og stjórnarmaður í Landvernd, svo að dæmi séu tekin. Þá átti hún um árabil sæti í stjórn Vottunarstofunnar Túns, brautryðjanda í lífrænni vottun hér á landi. Mikil VR kona Áhugi Helgu á kjaramálum hefur vart farið fram hjá þeim sem hana þekkja. Hún fékk fyrst útrás fyrir þessu brennandi áhugamáli sínu þegar hún tók að sér ráðgjafaverkefni hjá VR vegna innleiðingar á markaðslaunakerfinu. Hún sagði síðar að sú vinna hefði myndað vatnaskil í sýn hennar á íslenska vinnumarkaðinn og VR og hefur hún æ síðan haldið mikilli tryggð við stéttarfélagið. Þetta var um síðustu aldamót. Síðan þá hefur hún tekið virkan þátt í störfum m.a. Félags íslenskra félagsvísindamanna og Bandalagi háskólamanna. Einn helsti kostur Helgu er hversu jafnréttissinnuð hún er. Hún hefur einlægan áhuga á samferðarfólki sínu og velferð þess og ber eðlislæga virðingu fyrir skoðunum annarra. Hún á fyrir vikið breiðan vina- og kunningjahóp þvert á pólitíska litrófið. Ég get óhikað mælt með þessari góðu konu sem næsta formanni VR. Höfundur er skrifstofustjóri.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun