Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. mars 2021 06:17 Enn eru taldar á að það geti komið til eldgoss á því svæði þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið hvað mest á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. Óróapúls er það sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili. Óróinn er ekki eins kröftugur og sá sem mældist þann 3. mars að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings, á Veðurstofunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir virknina líklega til marks um hraða stækkun kvikugangsins sem myndast hefur á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Elísabet segir engin merki sjást á vefmyndavélum um að kvika sé búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þá séu skjálftarnir ekki stórir en þeir komi mjög þétt og hagi sér eins og órói. Enn eru því taldar líkur á að eldgos geti hafist á svæðinu. Kristín segir í samtali við fréttastofu að virknin í morgun sé sú kröftugasta sem sést hefur á svæðinu í tvo sólarhringa. Þetta er í þriðja sinn sem óróapúls mælist og lýsir Kristín skjálftunum þannig að um sé að ræða smáskjálfta sem renni saman í eina dálítið kröftuga hviðu. Óróinn nú sé heldur minni en sá sem mældist fyrst í síðustu viku en hafi varað heldur lengur en sá sem mældist um helgina. Hann hafi náð hámarki sínu um hálfsexleytið í morgun en síðan hefur dregið úr virkninni. „Þetta er mjög staðbundin virkni og ég held að við séum að læra það á þessu að þetta sé til marks um hraða stækkun gangsins. Þetta er kannski ekkert mikil stækkun, það er eins og það komi einhver vaxtarkippur. Þannig að virknin er mjög staðbundin við mitt Fagradalsfjallið,“ segir Kristín. Frá miðnætti hafa mælst um 700 skjálftar á Reykjanesskaga en þeir hafa ekki verið mjög stórir; einn til tveir þeirra hafa verið um þrír að stærð. Um kl. 5:20 í morgun jókst virknin við Fagradalsfjall, syðst í kvikuganginum. Óróahviða mældist um það leiti sem virknin...Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 9, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 08:57. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Óróapúls er það sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili. Óróinn er ekki eins kröftugur og sá sem mældist þann 3. mars að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings, á Veðurstofunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir virknina líklega til marks um hraða stækkun kvikugangsins sem myndast hefur á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Elísabet segir engin merki sjást á vefmyndavélum um að kvika sé búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þá séu skjálftarnir ekki stórir en þeir komi mjög þétt og hagi sér eins og órói. Enn eru því taldar líkur á að eldgos geti hafist á svæðinu. Kristín segir í samtali við fréttastofu að virknin í morgun sé sú kröftugasta sem sést hefur á svæðinu í tvo sólarhringa. Þetta er í þriðja sinn sem óróapúls mælist og lýsir Kristín skjálftunum þannig að um sé að ræða smáskjálfta sem renni saman í eina dálítið kröftuga hviðu. Óróinn nú sé heldur minni en sá sem mældist fyrst í síðustu viku en hafi varað heldur lengur en sá sem mældist um helgina. Hann hafi náð hámarki sínu um hálfsexleytið í morgun en síðan hefur dregið úr virkninni. „Þetta er mjög staðbundin virkni og ég held að við séum að læra það á þessu að þetta sé til marks um hraða stækkun gangsins. Þetta er kannski ekkert mikil stækkun, það er eins og það komi einhver vaxtarkippur. Þannig að virknin er mjög staðbundin við mitt Fagradalsfjallið,“ segir Kristín. Frá miðnætti hafa mælst um 700 skjálftar á Reykjanesskaga en þeir hafa ekki verið mjög stórir; einn til tveir þeirra hafa verið um þrír að stærð. Um kl. 5:20 í morgun jókst virknin við Fagradalsfjall, syðst í kvikuganginum. Óróahviða mældist um það leiti sem virknin...Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 9, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 08:57.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent