„Hélt að Arnar Daði væri einhver kjáni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 10:30 Arnar Daði Arnarsson fór upp með Gróttu á síðustu leiktíð og nýliðarnir hafa bitið frá sér í vetur. vísir/hulda margrét Olís deild karla í handbolta fékk sviðsljósið í nýjasta þættinum af Sportinu í dag hlaðvarpinu á Vísi. Meðal annars var rætt um nýliða Gróttu og þjálfara þeirra. Henry Birgir Gunnarsson fékk til sín þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson í tilefni af deildarkeppnin í Olís deildinni er rúmlega hálfnuð. Eitt af þeim liðum sem hafa vakið mikla athygli í deildinni í vetur er lið Gróttu á Seltjarnarnesi. Gróttuliðið er reyndar í tíunda sætinu en liðið er fimm stigum frá fallsæti og aðeins fjórum stigum á eftir Eyjamönnum. „Gróttan hefur eiginlega farið langt fram úr væntingum eiginlega allra og Grótta er með þannig lið að það getur tekið punkta á móti lunganum af liðunum í deildinni. Við erum alltaf að fara sjá fleiri stig hjá Gróttu, er það ekki bara klárt,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það kæmi manni verulega á óvart ef þeir myndu missa tökin á öllu því sem þeir eru búnir að gera. Það eru bara örfáir leikir í vetur þar sem þeir hafa verið spilaðir út úr leikjunum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Bara í Hafnarfirðinum, útileikir á Ásvöllum og í Krikanum. Annars hefur verið leikur,“ skaut Henry inn í. „Þeir gætu fræðilega verið með fleiri stig. Þeir hefðu getað náð jafntefli í síðustu umferð og töpuðu með einu marki á móti Haukum á heimavelli. Mér finnst eiginlega að Grótta ætti að vera með fleiri stig en færri,“ sagði Einar Andri. „Jói er Arnar Daði einn af þjálfurum ársins,“ spurði Henry Birgir Jóhann Gunnar Einarsson hreint út. „Hann er ein af óvæntu sögum þessa móts finnst mér. Persónulega hélt ég að þetta væri einhver kjáni og ég fer ekkert í grafgötur með það svona eftir að hafa fylgst með honum á Twitter,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Hann var bara að þjálfa yngri flokka og þetta er svolítið stökk að fara beint í meistaraflokksþjálfun. Hann hefur heldur betur látið mig skipta um skoðun því hann er að gera mjög flotta hluti,“ sagði Jóhann Gunnar. „Vissulega eru þeir í töflunni þar sem maður bjóst við þeim því það er enginn rosalegur árangur að vera fyrir ofan ÍR og Þór. Þeir eru út úr úrslitakeppninni eins og er og þetta er því ekki eitthvað ævintýri. Þetta eru hins vegar alltaf leikir hjá þeim og maður er ánægður með að lið sem koma upp úr Grill deildinni verða samkeppnishæf,“ sagði Jóhann Gunnar. Það má hlusta á allan þáttinn af Sportinu í dag hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Grótta Sportið í dag Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fékk til sín þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson í tilefni af deildarkeppnin í Olís deildinni er rúmlega hálfnuð. Eitt af þeim liðum sem hafa vakið mikla athygli í deildinni í vetur er lið Gróttu á Seltjarnarnesi. Gróttuliðið er reyndar í tíunda sætinu en liðið er fimm stigum frá fallsæti og aðeins fjórum stigum á eftir Eyjamönnum. „Gróttan hefur eiginlega farið langt fram úr væntingum eiginlega allra og Grótta er með þannig lið að það getur tekið punkta á móti lunganum af liðunum í deildinni. Við erum alltaf að fara sjá fleiri stig hjá Gróttu, er það ekki bara klárt,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það kæmi manni verulega á óvart ef þeir myndu missa tökin á öllu því sem þeir eru búnir að gera. Það eru bara örfáir leikir í vetur þar sem þeir hafa verið spilaðir út úr leikjunum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Bara í Hafnarfirðinum, útileikir á Ásvöllum og í Krikanum. Annars hefur verið leikur,“ skaut Henry inn í. „Þeir gætu fræðilega verið með fleiri stig. Þeir hefðu getað náð jafntefli í síðustu umferð og töpuðu með einu marki á móti Haukum á heimavelli. Mér finnst eiginlega að Grótta ætti að vera með fleiri stig en færri,“ sagði Einar Andri. „Jói er Arnar Daði einn af þjálfurum ársins,“ spurði Henry Birgir Jóhann Gunnar Einarsson hreint út. „Hann er ein af óvæntu sögum þessa móts finnst mér. Persónulega hélt ég að þetta væri einhver kjáni og ég fer ekkert í grafgötur með það svona eftir að hafa fylgst með honum á Twitter,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Hann var bara að þjálfa yngri flokka og þetta er svolítið stökk að fara beint í meistaraflokksþjálfun. Hann hefur heldur betur látið mig skipta um skoðun því hann er að gera mjög flotta hluti,“ sagði Jóhann Gunnar. „Vissulega eru þeir í töflunni þar sem maður bjóst við þeim því það er enginn rosalegur árangur að vera fyrir ofan ÍR og Þór. Þeir eru út úr úrslitakeppninni eins og er og þetta er því ekki eitthvað ævintýri. Þetta eru hins vegar alltaf leikir hjá þeim og maður er ánægður með að lið sem koma upp úr Grill deildinni verða samkeppnishæf,“ sagði Jóhann Gunnar. Það má hlusta á allan þáttinn af Sportinu í dag hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Grótta Sportið í dag Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Sjá meira