Nokkrar staðreyndir um jafnréttismál Einar A. Brynjólfsson skrifar 9. mars 2021 13:12 Áhersla ríkisstjórnarinnar á jafnréttismál - nokkrar staðreyndir Desember 2017 - Ríkistjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks kynnir samstarfssáttmála sinn með pompi og prakt. Í honum er áhersla lögð á jafnréttismál. Júní 2019 - Staða ráðuneytisstjóra í Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýst til umsóknar. Nóvember 2019 - Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra, ræður Pál Magnússon, innvígðan og innmúraðan flokkshest, í starfið. Nóvember 2019 - Hafdís Helga Ólafsdóttir, einn umsækjenda um starfið, óskar eftir öllum gögnum málsins og rökstuðningi fyrir ráðningu Páls, enda telur hún fram hjá sér gengið með gróflegum hætti. Janúar 2020 - Eftir ýmsar mótbárur í ráðuneytinu og mikinn eftirrekstur fær Hafdís Helga umbeðin gögn loks í hendur. Meðal gagna er skjal sem inniheldur lista yfir matsþætti sem væntanlega voru hafðir til hliðsjónar þegar mat var lagt á umsækjendur. Svo virðist sem sumir matsþættir séu tvíteknir og öðrum slegið saman. Reyndar vantar yfirskrift á skjalið og ekki er alveg ljóst hvert vægi einstakra matsþátta er. Í umsögn ráðningarnefndar - sem er reyndar undir forystu gamalreynds flokksbróður ráðherrans og Páls - er að finna ónákvæmni og missagnir um Hafdísi Helgu og starfsreynslu hennar. Mars 2020 - Hafdís Helga kærir ráðninguna til Kærunefndar jafnréttismála. Maí 2020 - Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir hafi brotið gegn 1. málsgrein 26. greinar laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Júlí 2020 - Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra, kærir úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur og fer fram á að hann verði ógiltur. Mars 2021 - Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar erindi Lilju um ógildingu úrskurðarins. Hann stendur því óhaggaður Mars 2021 - Lilja Alfreðsdóttir tilkynnir að hún muni áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar Á sama tíma urðu nokkrar breytingar á þessum mikilvæga málaflokki Janúar 2019 - Jafnréttismál færð frá félagsmála- og jafnréttismálaráðuneytinu, þar sem Ásmundur Einar Daðason ræður ríkjum, til forsætisráðuneytisins, ráðuneytis Katrínar Jakobsdóttur. Það er m.a. gert „í ljósi aukins vægis jafnréttismála almennt“ og „áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“. Október 2020 (þremur mánuðum eftir að Lilja Alfreðsdóttir kærði úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur) - Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggur fram frumvarp um stjórnsýslu jafnréttismála. Þar er m.a. kveðið á um sérþekkingu nefndarfólks í Kærunefnd jafnréttismála á jafnrétti kynjanna og jafnrétti almennt. (Segir það sig ekki sjálft?) Það bitastæðasta er þó - greinilega beint gegn Lilju Alfreðsdóttur - að ef gagnaðili (t.d. einhver ráðherra!) höfðar mál til ógildingar á úrskurði Kærunefndarinnar skuli nefndinni einnig stefnt til varnar, enda þekki enginn „betur á hvaða grunni úrskurður nefndarinnar er byggður en nefndin sjálf og því [sé] rétt að hún sjái um að færa fram málsástæður og lagarök fyrir því af hverju úrskurðurinn sé löglegur“. Desember 2020 - Alþingi samþykkir ofangreint frumvarp Katrínar Jakobsdóttur með 52 atkvæðum. Lilja Alfreðsdóttir er þeirra á meðal. Margir hafa haft á orði að framganga Lilju Alfreðsdóttur í þessu máli sé henni til lítils sóma, enda felist í henni lítil auðmýkt og „áhersla ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“, þ.e. jafnréttismál, hafi tekið á sig undarlega birtingarmynd. Undirritaður tekur í sama streng. Einar A. Brynjólfsson er fyrrverandi Alþingismaður, áhugamaður um jafnréttismál og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Einar A. Brynjólfsson Jafnréttismál Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Áhersla ríkisstjórnarinnar á jafnréttismál - nokkrar staðreyndir Desember 2017 - Ríkistjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks kynnir samstarfssáttmála sinn með pompi og prakt. Í honum er áhersla lögð á jafnréttismál. Júní 2019 - Staða ráðuneytisstjóra í Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýst til umsóknar. Nóvember 2019 - Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra, ræður Pál Magnússon, innvígðan og innmúraðan flokkshest, í starfið. Nóvember 2019 - Hafdís Helga Ólafsdóttir, einn umsækjenda um starfið, óskar eftir öllum gögnum málsins og rökstuðningi fyrir ráðningu Páls, enda telur hún fram hjá sér gengið með gróflegum hætti. Janúar 2020 - Eftir ýmsar mótbárur í ráðuneytinu og mikinn eftirrekstur fær Hafdís Helga umbeðin gögn loks í hendur. Meðal gagna er skjal sem inniheldur lista yfir matsþætti sem væntanlega voru hafðir til hliðsjónar þegar mat var lagt á umsækjendur. Svo virðist sem sumir matsþættir séu tvíteknir og öðrum slegið saman. Reyndar vantar yfirskrift á skjalið og ekki er alveg ljóst hvert vægi einstakra matsþátta er. Í umsögn ráðningarnefndar - sem er reyndar undir forystu gamalreynds flokksbróður ráðherrans og Páls - er að finna ónákvæmni og missagnir um Hafdísi Helgu og starfsreynslu hennar. Mars 2020 - Hafdís Helga kærir ráðninguna til Kærunefndar jafnréttismála. Maí 2020 - Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir hafi brotið gegn 1. málsgrein 26. greinar laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Júlí 2020 - Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra, kærir úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur og fer fram á að hann verði ógiltur. Mars 2021 - Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar erindi Lilju um ógildingu úrskurðarins. Hann stendur því óhaggaður Mars 2021 - Lilja Alfreðsdóttir tilkynnir að hún muni áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar Á sama tíma urðu nokkrar breytingar á þessum mikilvæga málaflokki Janúar 2019 - Jafnréttismál færð frá félagsmála- og jafnréttismálaráðuneytinu, þar sem Ásmundur Einar Daðason ræður ríkjum, til forsætisráðuneytisins, ráðuneytis Katrínar Jakobsdóttur. Það er m.a. gert „í ljósi aukins vægis jafnréttismála almennt“ og „áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“. Október 2020 (þremur mánuðum eftir að Lilja Alfreðsdóttir kærði úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur) - Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggur fram frumvarp um stjórnsýslu jafnréttismála. Þar er m.a. kveðið á um sérþekkingu nefndarfólks í Kærunefnd jafnréttismála á jafnrétti kynjanna og jafnrétti almennt. (Segir það sig ekki sjálft?) Það bitastæðasta er þó - greinilega beint gegn Lilju Alfreðsdóttur - að ef gagnaðili (t.d. einhver ráðherra!) höfðar mál til ógildingar á úrskurði Kærunefndarinnar skuli nefndinni einnig stefnt til varnar, enda þekki enginn „betur á hvaða grunni úrskurður nefndarinnar er byggður en nefndin sjálf og því [sé] rétt að hún sjái um að færa fram málsástæður og lagarök fyrir því af hverju úrskurðurinn sé löglegur“. Desember 2020 - Alþingi samþykkir ofangreint frumvarp Katrínar Jakobsdóttur með 52 atkvæðum. Lilja Alfreðsdóttir er þeirra á meðal. Margir hafa haft á orði að framganga Lilju Alfreðsdóttur í þessu máli sé henni til lítils sóma, enda felist í henni lítil auðmýkt og „áhersla ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“, þ.e. jafnréttismál, hafi tekið á sig undarlega birtingarmynd. Undirritaður tekur í sama streng. Einar A. Brynjólfsson er fyrrverandi Alþingismaður, áhugamaður um jafnréttismál og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun