Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en engar frekari upplýsingar eru gefnar um útköllin.
Þá var einn vistaður í fangaklefa eftir að hafa valdið skemmdum á hóteli í miðborginni og hótað starfsfólki. Tveir voru stöðvaðir í akstri, annar reyndist undir áhrifum lyfja og hinn undir áhrifum fíkniefna.