Innbrotið er sagt tengjast veikleika í Microsoft Exchange-hugbúnaðinum. Microsoft segir að kínverskur hakkari hafi komist í kerfið. Óttast er að kerfi tug þúsunda stofnana og fyrirtækja gætu hafa orðið fyrir barðinu á á tölvuþrjótum í tengslum við veikleikann.
„Við vitum að gögn hafa verið sótt en við höfum ekki heildarsýn yfir ástandið, segir Marianne Andreassen, skrifstofustjóri norska þingsins. Engar vísbendingar séu um að árásin tengist þeirri sem var gerð á þingið í september, að því er Reuters-fréttastofan segir.
Ine Eriksen Søreidi, utanríkisráðherra, sakaði rússnesk stjórnvöld um fyrri. Stjórnvöld í Kreml hafa hafnað því.