Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2021 16:28 Veitingastaðurinn Icelandic Fish & Chips var lengi starfræktur í húsnæðinu. Aðsend/Samsett Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. Þar segist hann stefna að því að opna kaffihús og lítið kvikmyndahús við Tryggvagötu með haustinu í einni af hans uppáhalds byggingum í Reykjavík. I'm opening a coffee shop with a small movie theater! We got the ground floor of one of my favorite buildings in Reykjavik and if all goes as planned we ll be ready to open in the fall. pic.twitter.com/gMHxO3IbJh— Halli (@iamharaldur) March 9, 2021 Hinn vinsæli veitingastaður Icelandic Fish & Chips var lengi starfræktur í húsnæðinu en honum var lokað síðla árs 2019. Félagið Original Fish & Chips ehf. seldi eignina til Unnarstígs ehf. fyrir 135 milljónir króna í janúar samkvæmt þinglýstum kaupsamningi. Jarðhæðin er 387 fermetrar að stærð og er fasteignamat hæðarinnar 159,5 milljónir króna. Haraldur bjó í San Francisco í fimm ár en flutti í fyrra aftur heim til Íslands með fjölskyldu sinni. Hann er nú eini starfsmaður Twitter á Íslandi. Haraldur hefur í nógu að snúast þessa daganna en auk þess að stefna að kaffihúsarekstri kemur hann að stofnun Aðgengissjóðs Reykjavíkurborgar og verkefninu Römpum upp Reykjavík. Hyggst sjóðurinn setja upp hundrað rampa fyrir fólk á hjólastólum í miðborg Reykjavíkur á næstu misserum. Mbl.is greindi frá því í janúar að félag Haraldar hafi fest kaup á glæsiíbúð Kalla í Pelsinum sem stendur við Tryggvagötu 18a. Það verður því stutt fyrir Harald að komast á kaffihúsið þegar að því kemur. Lítill kvikmyndasalur er í húsinu.Eg Fasteignamiðlun Jarðhæðin er innréttuð sem veitingasalur, kvikmyndasalur og verslunarrými.Eg fasteignamiðlun Veitingasalurinn á Tryggvagötu 11. Eg fasteignamiðlun Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Twitter kaupir íslenskt fyrirtæki Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur keypt íslenska tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno sem stofnað var árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. 6. janúar 2021 15:20 Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Þar segist hann stefna að því að opna kaffihús og lítið kvikmyndahús við Tryggvagötu með haustinu í einni af hans uppáhalds byggingum í Reykjavík. I'm opening a coffee shop with a small movie theater! We got the ground floor of one of my favorite buildings in Reykjavik and if all goes as planned we ll be ready to open in the fall. pic.twitter.com/gMHxO3IbJh— Halli (@iamharaldur) March 9, 2021 Hinn vinsæli veitingastaður Icelandic Fish & Chips var lengi starfræktur í húsnæðinu en honum var lokað síðla árs 2019. Félagið Original Fish & Chips ehf. seldi eignina til Unnarstígs ehf. fyrir 135 milljónir króna í janúar samkvæmt þinglýstum kaupsamningi. Jarðhæðin er 387 fermetrar að stærð og er fasteignamat hæðarinnar 159,5 milljónir króna. Haraldur bjó í San Francisco í fimm ár en flutti í fyrra aftur heim til Íslands með fjölskyldu sinni. Hann er nú eini starfsmaður Twitter á Íslandi. Haraldur hefur í nógu að snúast þessa daganna en auk þess að stefna að kaffihúsarekstri kemur hann að stofnun Aðgengissjóðs Reykjavíkurborgar og verkefninu Römpum upp Reykjavík. Hyggst sjóðurinn setja upp hundrað rampa fyrir fólk á hjólastólum í miðborg Reykjavíkur á næstu misserum. Mbl.is greindi frá því í janúar að félag Haraldar hafi fest kaup á glæsiíbúð Kalla í Pelsinum sem stendur við Tryggvagötu 18a. Það verður því stutt fyrir Harald að komast á kaffihúsið þegar að því kemur. Lítill kvikmyndasalur er í húsinu.Eg Fasteignamiðlun Jarðhæðin er innréttuð sem veitingasalur, kvikmyndasalur og verslunarrými.Eg fasteignamiðlun Veitingasalurinn á Tryggvagötu 11. Eg fasteignamiðlun
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Twitter kaupir íslenskt fyrirtæki Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur keypt íslenska tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno sem stofnað var árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. 6. janúar 2021 15:20 Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Twitter kaupir íslenskt fyrirtæki Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur keypt íslenska tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno sem stofnað var árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. 6. janúar 2021 15:20
Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Vefhönnunarfyrirtækið Ueno er komið á árlegan lista yfir hraðast vaxandi fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað 2014 og útlit er fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna. 14. ágúst 2019 09:00