Framhaldsskólarnir berjast í beinni útsendingu um að verða sá besti í rafíþróttum Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2021 15:31 Verslunarskóli Íslands og Borgarholtsskóli mætast í kvöld í Counter-Strike. vísir/hanna og vilhelm Verslunarskóli Íslands mætir Borgarholtsskóla og Menntaskólinn við Hamrahlíð mætir Verkmenntaskólanum á Akureyri, í tölvuleiknum Counter-Strike GO á Stöð 2 eSport í kvöld. Leikirnir eru liðir í Framhaldsskólaleikunum í rafíþróttum. Fjórtán skólar berjast um titilinn framhaldsskólameistarar í rafíþróttum. Keppnin, sem er á vegum Rafíþróttasamtaka Íslands, stendur yfir næstu sex vikurnar og er keppt í þremur tölvuleikjum. Útvarpsmaðurinn Egill Ploder verður Kristjáni Einari Kristjánssyni til aðstoðar í lýsingunni í kvöld þegar keppt er í CS:GO eins og fyrr segir. útsendingin á Stöð 2 eSport hefst kl. 19. Fyrsti þáttur FRÍS verður sýndur í kvöld á Stöð 2 eSport klukkan 19:00 Við munum sýna frá tveimur leikjum úr CS:GO...Posted by FRÍS - Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasamtaka Íslands on Fimmtudagur, 11. mars 2021 Á leikunum verður einnig keppt í Rocket League, þar sem leikkonan Donna Cruz mun lýsa keppni, og í FIFA 21 þar sem rapparinn Króli mun lýsa í beinum útsendingum á Stöð 2 eSport. „Þetta verður mjög skemmtileg stemning. Við Kristján Einar munum lýsa leikjunum, spjalla um Counter-Strike og fara kannski aðeins yfir minn feril í leiknum. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert og það verður mikið fjör,“ segir Egill Ploder léttur í bragði. Skólarnir safna sér stigum með góðri frammistöðu í hverjum leik fyrir sig en fleiri leiðir eru til að ná í stig. „Liðin safna sér stigum með því að vinna leiki en líka með ákveðnum samfélagsmiðlaþrautum. Þær þrautir eiga að stuðla að góðri hreyfingu og hollu mataræði samhliða því að spila tölvuleikina,“ segir Egill. Samanlagður stigafjöldi ræður því svo hvaða fjórir skólar komast í undanúrslit og heyja lokastríðið um meistaratitilinn. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Fjórtán skólar berjast um titilinn framhaldsskólameistarar í rafíþróttum. Keppnin, sem er á vegum Rafíþróttasamtaka Íslands, stendur yfir næstu sex vikurnar og er keppt í þremur tölvuleikjum. Útvarpsmaðurinn Egill Ploder verður Kristjáni Einari Kristjánssyni til aðstoðar í lýsingunni í kvöld þegar keppt er í CS:GO eins og fyrr segir. útsendingin á Stöð 2 eSport hefst kl. 19. Fyrsti þáttur FRÍS verður sýndur í kvöld á Stöð 2 eSport klukkan 19:00 Við munum sýna frá tveimur leikjum úr CS:GO...Posted by FRÍS - Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasamtaka Íslands on Fimmtudagur, 11. mars 2021 Á leikunum verður einnig keppt í Rocket League, þar sem leikkonan Donna Cruz mun lýsa keppni, og í FIFA 21 þar sem rapparinn Króli mun lýsa í beinum útsendingum á Stöð 2 eSport. „Þetta verður mjög skemmtileg stemning. Við Kristján Einar munum lýsa leikjunum, spjalla um Counter-Strike og fara kannski aðeins yfir minn feril í leiknum. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert og það verður mikið fjör,“ segir Egill Ploder léttur í bragði. Skólarnir safna sér stigum með góðri frammistöðu í hverjum leik fyrir sig en fleiri leiðir eru til að ná í stig. „Liðin safna sér stigum með því að vinna leiki en líka með ákveðnum samfélagsmiðlaþrautum. Þær þrautir eiga að stuðla að góðri hreyfingu og hollu mataræði samhliða því að spila tölvuleikina,“ segir Egill. Samanlagður stigafjöldi ræður því svo hvaða fjórir skólar komast í undanúrslit og heyja lokastríðið um meistaratitilinn.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira